Fréttir

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

 • 19.08.2010

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

Nú er búið að draga út vinninga í happadrætti hjá Kiwanis Tórshavn og má sjá vinningsnúmerin hér neðar á síðunni, Kiwanis Tórshavn þakkar öllum fyrir stuðningin.

Upplýsingamolar

 • 11.08.2010

Upplýsingamolar

Út er komið 3 blað Umdæmismola sem er fréttabréf umdæmisstjóra og má nálgast ritið hér neðar á síðunni.

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

 • 05.08.2010

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

Eldeyjarfélagar, undir forystu formanns þingnefndar, Eyþórs Einarssonar, leggja nú lokahönd á undirbúning umdæmisþings í Kópavogi. Drög að dagskrá liggja fyrir og sérstakt þingblað mun berast félögum í byrjun september. Á þinginu kennir ýmissa grasa og bryddað er uppá nýjungum sem vonandi gera þingið skilvirkara og efnis- og viðameira.

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

 • 20.07.2010

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

Viðburðaríku sumri hjá okkur er senn að ljúka. Segja má að við höfum búið í ferðatöskum síðan í lok maí. Á meðan Konný ferðaðist til Sikileyjar með Evrópuþingshópnum fór ég krókaleiðina þangað með viðkomu í Eistlandi á undirbúnigsfund vegna Kiwanissumarbúðanna. Evrópuþingið var frekar tíðindasnautt, umhverfið ægifagurt en skipulag allt frekar lausgirt. Að þingi loknu var framhaldið ævinatýralegri eyjaferð "a la" Böddi og Diddi - frábær ferð með frábæru og lífsglöðu Kiwanisfólki.

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

 • 24.06.2010

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

Í dag verður bein útsending frá Heimsþingi Kiwanis þar sem kynnt verður nýtt heimsverkefni hreyfingarinnar. Útsending hefst kl 3.15 pm á staðartíma í Las Vegas og eftir minni vitneskju er 7 tíma mismunur þannig að útsending ætti að hefjast kl 22.15 á íslenskum tíma.
Til að sjá útsendinguna þá klikkið á linkinn hér að neðan.

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

 • 22.06.2010

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

“Eftir samráð við félagsstarf Hrafnistu var ákveðið að hafa sumarferðina fimmtudaginn 10. júní og fara um Vesturbæinn, Seltjarnarnes, Skerjafjörð og Nauthólsvík. Bjóða síðan í kaffi á Hótel Loftleiðum. Þetta er 46. ferðin sem Kiwanisklúbburinn Hekla sér um og skipuleggur.

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

 • 16.06.2010

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

Landsmótið árið 2010 fór fram hvítasunnudaginn 23. maí í Vestmannaeyjum. Upphaflega átti að hefja leik kl. 13.00 en viðmiðunarmót öldunga, svokallað LEK-mót, var haldið sömu helgi og voru sumir af heldri kylfingunum heldur lengi í hús. Því hófst leikur um 13.30 og var ekki bjart yfir mönnum..

Fréttabréf K-dagsnefndar

 • 16.06.2010

Fréttabréf K-dagsnefndar

Út er komið fyrsta fréttabréf frá K-dagsnefnd, og má nálgast  bréfið hér að neðan.

Sumarhátíð Ægissvæðis

 • 14.06.2010

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður að Hellishólum í  Fljótshlíð helgina 18-20 júní 2010

Fréttabréf Hraunborgar

 • 08.06.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 8 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar og má nálgast bréfið hér neðar á síðunni.

FRÉTTATILKYNNING

 • 02.06.2010

FRÉTTATILKYNNING

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
- tæplega 10% þjóðarinnar hafa fengið hjálma  síðustu sjö ár
Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að   auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins.  Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

 • 31.05.2010

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

Kiwanishjálmarnir sem Kiwanishreyfingin á Íslandi gefur í samvinnu við Eimskip komu til landsins í morgun og verða afhentir öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins.
Á morgun þriðjudag 1. júní verður  byrjað að senda hjálmana út á land og eru forsvarsmenn klúbbanna beðnir um að bregðast skjótt við til að ná að afhenda hjálmana í skólunum áður en þeim lýkur. Það eru eindregin tilmæli til kiwanisklúbbanna úti á landi að þeir hafi samband við þá fjölmiðla sem gefa út staðarblöð og fái þau til liðs við sig við afhendinguna og segi frá henni.

Frá Umdæmisstjórn

 • 27.05.2010

Frá Umdæmisstjórn

Ágætu Kiwanisfélagar
Meðfylgjandi er tillaga umdæmisstjóra að nýrri svæðaskiptingu umdæmisins Ísland Færeyjar sem samþykkt var samhljóða á sérstökum umdæmisstjórnarfundi 25. maí. Málið er þar með formlega afgreitt, en verður kynnt á umdæmisþingi í haust. Einnig sendi ég ykkur tillögu að mætingarleiðbeiningum fyrir klúbba sem ég hyggst leggja fyrir þing sem tillögu að samræmdum starfsreglum um skilyrði, mælingar og útreikning á fundamætingu Kiwanisfélaga. Þessi skjöl má nálgast hér neðar á síðunni.

KIWflash

 • 26.05.2010

KIWflash

Út er komið maí hefti af KIWflash fréttablaði Evrópustjórnar Kiwanis og má nálgast blaðið í pdf formi hér neðar á síðunni.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

 • 25.05.2010

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

Laugardaginn 5. júní 2010
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). 
Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og eins og í fyrra mun allur ágóði af mótinu renna til Blátt áfram, sem eru sjálfstæð félagasamtök, en tilgangur samtakanna er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Leikið verður Texas scramble (tveir saman í liði) og ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00

Kiwanisfréttir

 • 21.05.2010

Kiwanisfréttir

Út er komið 39 árg. 2.tbl Kiwanisfrétta og er blaðið veglegt að vanda og verður sent Kiwanismönnum um land allt en blaðið má nálgast hér að neðan.

Frá Hjálmanefnd

 • 18.05.2010

Frá Hjálmanefnd

Hjálmarnir koma til landsins 31 maí og verða til afhendingar í fyrstu viku júní þannig að þetta mál er allt að komast á hreint og mun nefndin gefa nánari upplýsingar á allra næstu dögum.

Afhending reiðhjólahjálma

 • 13.05.2010

Afhending reiðhjólahjálma Í dag stóðu félagar í Kiwanis- klúbbnum Drangey á Sauðárkróki fyrir sinni árlegu hjálmaafhendingu til barna í fyrsta bekk grunnskólanna í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. 

Frá K-dagsnefnd

 • 12.05.2010

Frá K-dagsnefnd

K-dags nefnd
Kiwanisumdæmisins Ísland -Færeyjar

K- dagur 10. – 14. maí 2011 Landssöfnunin
Kiwanisfélagar góðir K-dagsnefndin vill minna okkur öll
á að nú er eitt ár til næsta
K-dags sem verður 10. – 14. maí 2011
Unnið er markvist að undirbúningi og
með samstilltu átaki liggi fyrir í haust:
1. Styrktaraðilar
2. Styrktarverkefni

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

 • 11.05.2010

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

K- dagsnefnd umdæmisins boðar ykkur tengiliði sem geta komið því við að eiga við okkur orð um K-daginn. Við í nefndinni viljum upplýsa ykkur um stöðu mála og síðast en ekki síst að leita ráða samráðs og samstarf um K-daginn.