Fréttir

Stjórnarskipti hjá Höfða

 • 07.10.2010

Stjórnarskipti hjá Höfða

Stjórnarskiptahátíð Kiwanisklúbbsins Höfða var haldin á Hótel Glym í Hvalfirði laugardaginn 25. september s.l. Hátíðin hófst með borðhaldi og var Reynir Áslaugsson veislustjóri og hélt hann veislugestum við með léttu glensi og fróðleik. Að lokinni góðri þriggja rétta máltíð var fráfarandi forseta Sigurði Svavarssyni gefið orðið. Hann fór nokkrum orðum yfir starfsárið sem var 20. starfsár klúbbsins. Forseti kallaði upp allar eiginkonur félaga og þakkaði þeim fyrir þeirra störf, þó Sérstaklega veitingar á afmælisdegi klúbbsins þann 17. apríl.
 

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Emblum

 • 06.10.2010

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Emblum

Þriðjudaginn 5. október voru stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Emblu og sá Lára Einarsdóttir svæðisstjóri um skiptin en Lára er félagi í Emblu. Henni til aðstoðar var Sigurjón Pálsson kjörsvæðisstjóri.  Emblur voru kátar vanda, en á fundinum tóku þær inn tvo nýja félaga og sá svæðisstjóri einnig um það.

Frá Umdæmisstjóra

 • 05.10.2010

Frá Umdæmisstjóra

Góðir Kiwanisfélagar nær og fjær 1. október er alltaf sérstakur dagur hjá Kiwanis! Þetta var dagurinn sem nýir embættismenn umdæmis og klúbba taka formlega til starfa. Fólkið sem tók metnaðarfulla ákvörðun um
að leiða okkur inní nýtt ár Kiwanisstarfa  og -þjónustu.  Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fráfarandi embættismönnum umdæmis, svæða og klúbba fyrir ánægjulega samvinnu og vel unnin störf á liðnu starfsári. Grasrótinni, klúbbfélögum, þakka ég frábær kynni og ómetanlega gestrisni, þar sem knúið hefur verið dyra. Klúbbaheimsóknirnar, innsýnin í óeigingjarnt starf félaganna og jákvætt viðmót ykkar mun verða mitt vegarnesti inní nýtt starfsár.

Hlaut æðstu heiðursviðurkenningu Kiwanishreyfingarinnar

 • 01.10.2010

Hlaut æðstu heiðursviðurkenningu Kiwanishreyfingarinnar

Andrés K. Hjaltason hlaut í gær Hixon orðuna sem er æðsta heiðursviðurkenning Kiwanishreyfingarinnar. Orðan var afhent honum í gær í afmælisfagnaði Kiwanisklúbbsins Keilis.
Hixon orðan er veitt fyrir framúrskarandi vinnu við verkefni Kiwanishreyfingarinnar í hverju landi sem það á við. Orðan er kennd við Georg F. Hixon sem var upphafsmaður Kiwanishreyfingarinnar.

Kiwanisklúbburinn Keilir 40 ára

 • 01.10.2010

Kiwanisklúbburinn Keilir 40 ára

Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík fagnaði 40 ára afmæli í gær en hann var stofnaður 30. september 1970. Í tilefni dagsins var blásið til afmælisveislu í húsakynnum klúbbsins að Iðavöllum 3 þar sem hann hefur haft aðsetur frá árinu 1991.

Fréttatilkynning frá Keili

 • 30.09.2010

Fréttatilkynning frá Keili

Við Keilisfélagar erum stoltir að tilkynna að stúlka er fædd.
Heilsast öllum vel.
Kv. Keilir

Stjórnarskipti hjá Mosfelli

 • 30.09.2010

Stjórnarskipti hjá Mosfelli

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli fóru fram 29. sept s.l.  Þau annaðist Erlendur Fjeldsted svæðisstjóri Grettissvæðis en hann er félagi í Mosfelli. Erlendur er síðasti svæðisstjórinn  í Grettissvæði en það verður lagt niður eftir þetta starfsár.

Afmælishátíð Keilis

 • 29.09.2010

Afmælishátíð Keilis

Afmælishátíð Keilis verður haldin fimmtudaginn 30. september kl. 17:00-19:00 í Kiwanishúsi Keilis á Iðavöllum 3c Keflavík. Farið verður yfir sögu klúbbsins í máli og myndum auk styrkveitinga. Kaffiveitingar í boði Keilis. Kiwanisfélagar velkomnir.

Svæðisstjórnarskipti í Ægissvæði.

 • 29.09.2010

Svæðisstjórnarskipti í Ægissvæði.

Á svæðisráðsfundi í Ægissvæði sl. laugardag fóru fram svæðistjórnarskipti.
Hildisif Björgvinsdóttir Sólborgu tók við sem svæðisstjóri af Arnar
Ingólfssyni Keili. Á svæðisráðsfundinum hlaut Ingvar Snæbjörnsson forseti Eldborgar

Villibráðakvöld Elliða

 • 22.09.2010

Villibráðakvöld Elliða

ið viljum vekja athygli þína á því að föstudaginn  22. október næstkomandi verður hið árlega villibráðarkvöld Kiwanisklúbbsins Elliða  haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða.
•    Húsið er opnað  kl. 19.00 og  samkoman hefst stundvíslega kl. 20.15.
•    Raðað verður niður á borð .

Galakvöld í Turninum

 • 21.09.2010

Galakvöld í Turninum

Fertugasta umdæmisþingi  Umdæmisins Ísland – Færeyjar lauk með glæsilegu galakvöldi á 20 hæð í Turninum í Kópavogi. Kvöldið hófst með glæsilegri móttöku og fordrykk, veislustjóri hafði verið skipaður Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúi næstbesta flokksins í Kópavogi ,en Hjálmar veiktist og hljóp annar góður bæjarfulltrúi í skarðið Samúel Örn íþróttafréttamaður með meiru.

Þingpunktar

 • 21.09.2010

Þingpunktar

Þingi var haldið áfram laugardaginn 11 speptember þar sem fluttar voru skýrslur umdæmisstjórnar sem óþarfi er að tíunda hér þar sem þær eru allar í Kiwanisfréttum og koma væntanlega inn á vefinn sem fyllgiskjöl með þinggerð. Síðan var haldið áfram með venjuleg þingstörf  svo sem fjárhagsáætlun 2010 – 2011 og Reikninga 2008 – 2009 og að því loknu var komið að hádegishléi þar sem matur var borinn fram í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Þingsetning

 • 11.09.2010

Þingsetning

Fertugasta Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar var sett formlega í Kópavogskirkju í kærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Þetta var hefðbundin athöfn sem var hin hátíðlegasta með fallegum söng Kársnesskóla og ávörpum Umdæmisstjóra, formanns þingnefndar og erlendra gesta.

Fræðsla embættismanna

 • 10.09.2010

Fræðsla embættismanna

Fræðsla embættismanna hófst kl 9.00 í morgun í Salnum í Kópavogi undir forystu Sæmundar og hanns manna. Fræðslunni er ekki skipt niður í deildir heldur allir embættismenn saman, kjörforsetar, ritarar, féhirðar og Svæðisstjórar.

Fókus á fjölgun

 • 10.09.2010

Fókus á fjölgun

Hluti af umdæmisþingi Kiwanis þetta árið var ráðstefna um fjölgun Kiwanisfélaga. Hreyfingin hefur undafarin ár búið við það að Kiwanisfélögum  hefur farið fækkandi. Ráðstefnan snérist því um hvernig mætti fjölga félögum.Um áramótin 2009-2010 voru Kiwanisfélagar 880 tals.  Þeir eru í dag 914 að því er fram kom á ráðstefnunni.  Árið 1990 voru þeir hinsvegar á 12  hundraðið. En hvernig skal vinna að því að fjölga Kiwanisfélögum. Maður á mann aðferðin stendur alltaf fyrir sínu.

Umdæmisstjórnarfundur

 • 10.09.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Í morgun hófst dagskrá 40 Umdæmisþings Kiwanishreyfingarinnar með Umdæmisstjórnarfundi í Eldeyjarhúsinu fundurinn hófst kl 8.00 og var byrjað á því að Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson fór yfir áherslur þingsins og þá breytingu sem gerð hefur verið á Umdæmisstjórn næsta starfsárs þar sem stjórn Óskars mun halda áfram vegna veikindaforfalla kjörumdæmisstjóra.

Galakvöldverður Umdæmisþings

 • 07.09.2010

Galakvöldverður Umdæmisþings

GalakvöldverðurUmdæmisþings 2010 í Kópavogi, þann 11. september 2010.

Dagskrá:
Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk á bar 20. hæðar.

Veislustjóri
Hjálmar Hjálmarsson
bæjarfulltrúi næstbesta flokksins í Kópavogi

 Skemmtiatriði
Friends forever: söngur

 Hljómsveitin

Granít spilar dinner- og dansmúsik til kl 02:00

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

 • 07.09.2010

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

Makaferð í boði Umdæmisstjórnar 11. september 2010.

Dagskrá:
Hittumst við Gerðasafnið kl. 11:00

Kl. 11:00 Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn - Leiðsögn um sýninguna niu/nine.

Kl. 11:45 Náttúrufræðistofu Kópavogs - Leiðsögn um safnið.
Kl. 12:15 Tónlistarsafn Íslands - Sýning til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni á 90 ára
fæðingarafmæli hans - Fúsi 90 ára.

Kl. 13:00 Safnaðarheimili Kópavogskirkju – hádegisverður kr. 1.500.-

Dagatal Sólborgar

 • 06.09.2010

Dagatal Sólborgar

Kiwanisklúbburinn Sólborg í Hafnarfirði voru að gefa út dagatal fyrir árið 2011 og eru þegar farnar með það í sölu. Það birtist grein á vef Sony World Photography Awards , sjá vefslóð hér að neðan.

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

 • 03.09.2010

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

2. september 2010
Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli og af því tilefni veitir klúbburinn veglega styrki til líknarmála og félagasamtaka. Fór afhending styrkja fram á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudagskvöldið 1. september sl.  Kiwanisfélagar hafa í tilefni afmælisins gefið ýmsan búnað á dagdeild Sjúkrahússins á Akranesi. Hófst athöfnin með því að læknar og deildarstjórar kynntu starfsemi deildarinnar fyrir kiwanisfélögum og gestum. Styrkirnir voru síðan afhentir formlega í matsal sjúkrahússins þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.