Stjórnarskipti hjá Kötlu

Stjórnarskipti hjá Kötlu

  • 13.10.2010

Stjórnarskipti Kötlu voru gerð í góðu hófi á “Hótel Hengli” að Nesjavöllum laugardagskvöldið  9.okt.
Jón Jakob Jóhannesson frá Jörfa, svæðisstjóri Eddusvæðis framkvæmdi skiptin.
Þorlákur Jóhannsson lét af forseta stöðu en Gísli St. Skarphéðinsson tók við forsetakeðjunni og öllu sem henni fylgir.
Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn. Róbert Steinar Tómasson, kerfisstjóri og Kristján H. Gíslason, málari. Bjóðum við þá velkomna í hreyfinguna.

Fögnuðu Kötlufélaga þessum tímamótum í mat og drykk og margir dvöldu þarna á hótelinu yfir á sunnudag.


Frekari upplýsingar: http://katla.kiwanis.is/
 
 
Myndir frá stjórnarskiptunum