Umdæmisstjóri

Umdæmisstjóri

 

Umdæmisstjóri - Governor 2021 -2022
Pétur Jökull Hákonarson

 

Pétur Jökull Hákonarson er fæddur í Reykjavík 5. júlí 1947.  Hann ólst upp í Hlíðarhverfi í Reykjavík og síðan í Vogahverfi.  Á sumrin var hann í sveit á Hákonarstöðum í Jökuldal,  þaðan sem hann er ættaður í föðurætt,  en móðurættin kemur frá Bolungarvík.  
Á sínum yngri árum  æfði hann íþróttir með ÍR, bæði handbolta, fótbolta og körfubolta.
Pétur lauk sveinsprófi í húsasmíði 1968 og meistaranámi 1973
Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar 1971 og rak þar verktakafyrirtæki, sem m.a. sá um byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði. 
Pétur gekk í Kiwanisklúbbinn Eldborg 1976, og er því búinn að vera Kiwanisfélagi í 44 ár. 
Pétur flutti í Mosfellsbæ 1985 og gekk í Geysi 1990 og síðan í Mosfell við stofnun þess klúbbs 1. nóv. 1999
Pétur var forseti Mosfells 2008-2009 og aftur 2017-2019.  
Svæðisstjóri Sögusvæðis var hann 2012-2013.
Pétur Jökull hefur verið vel virkur í starfi þessara klúbba af lífi og sál,  alla tíð.
Helsta áhugamál Péturs er hestamennska. Pétur er einn af stofnendum Hestaíþróttasamband Ísl. 1989, og var formaður þess frá stofnun, og næstu 8 ár þar á eftir.  Pétur er með dómararéttindi í hestaíþróttum og sem slíkur hefur hann verið að dæma víða um lönd bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.  
Pétur rekur fyrirtækið Hákon og Pétur ehf. í Mosfellsbæ sem sér um viðhald fasteigana m.a. fyrir Mosfellsbæ, og fleiri fyrirtæki og stofnanir.  
Eiginkona Péturs er  Perla María Jónsdóttir og búa þau í  Hvammi á Kjalarnesi.

 

 

 


 

 

 

 


 
 

Nýjustu færslur

Blog Message

Starfið hafið hjá Höfða

Eins og getið er í Félaga-fréttum HÖFÐIngja þá fóru stjórnarskipti okkar fram þann, 18. september s.l. Mættir voru 16 félagar og gestir ..
Blog Message

Stjórnarskiptafundur hjá Vörðu.

Stjórnarskiptafundur Vörðu var haldinn í gær miðvikudag, Eiður Ævarsson svæðisstjóri sá um stjórnarskiptin og naut aðstoðar Ingólfs ..
Blog Message

Kökusala Dyngju !

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 15.0px 'Helvetica Neue'; color: #181817; -webkit-text-stroke: #181817; background-color: #ffffff} span.s1..
Blog Message

Heklufélagar með stjórnarskiptafund !

Fimmtudaginn 23. september sl. voru Heklufélagar með fund þar sem þeir sameinuðu skýrsluskil og stjórnarskipti ásamt því að taka inn nýja ..
Blog Message

51. þingfundur 18 september 2021

Petur Olivar setti fund kl 11:00 og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast látinna félaga, að því loknu lét han..
Meira...