Umdæmisstjóri

Umdæmisstjóri

 

Umdæmisstjóri - Governor 2021 -2022
Pétur Jökull Hákonarson

 

Pétur Jökull Hákonarson er fæddur í Reykjavík 5. júlí 1947.  Hann ólst upp í Hlíðarhverfi í Reykjavík og síðan í Vogahverfi.  Á sumrin var hann í sveit á Hákonarstöðum í Jökuldal,  þaðan sem hann er ættaður í föðurætt,  en móðurættin kemur frá Bolungarvík.  
Á sínum yngri árum  æfði hann íþróttir með ÍR, bæði handbolta, fótbolta og körfubolta.
Pétur lauk sveinsprófi í húsasmíði 1968 og meistaranámi 1973
Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar 1971 og rak þar verktakafyrirtæki, sem m.a. sá um byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði. 
Pétur gekk í Kiwanisklúbbinn Eldborg 1976, og er því búinn að vera Kiwanisfélagi í 44 ár. 
Pétur flutti í Mosfellsbæ 1985 og gekk í Geysi 1990 og síðan í Mosfell við stofnun þess klúbbs 1. nóv. 1999
Pétur var forseti Mosfells 2008-2009 og aftur 2017-2019.  
Svæðisstjóri Sögusvæðis var hann 2012-2013.
Pétur Jökull hefur verið vel virkur í starfi þessara klúbba af lífi og sál,  alla tíð.
Helsta áhugamál Péturs er hestamennska. Pétur er einn af stofnendum Hestaíþróttasamband Ísl. 1989, og var formaður þess frá stofnun, og næstu 8 ár þar á eftir.  Pétur er með dómararéttindi í hestaíþróttum og sem slíkur hefur hann verið að dæma víða um lönd bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.  
Pétur rekur fyrirtækið Hákon og Pétur ehf. í Mosfellsbæ sem sér um viðhald fasteigana m.a. fyrir Mosfellsbæ, og fleiri fyrirtæki og stofnanir.  
Eiginkona Péturs er  Perla María Jónsdóttir og búa þau í  Hvammi á Kjalarnesi.

 

 

 


 

 

 

 


 
 

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanishreyfingin styrkir Píetasamtökin !

Geðverndarmál hafa verið Kiwanisfólki hjartfólgin og hefur hreyfingin verið með landssöfnunina ¨Lykill að lífi¨ á þriggja ára fresti ti..
Blog Message

52 Umdæmisþing haldið á Selfossi !

Nú dagana 9 til 11 september var haldið umdæmisþing okkar á Selfossi og var þingið allt hið glæsilegasta og öll framkcæmt til mikils sóma ..
Blog Message

Forseti Íslands tekur við fyrsta K-lykli 2022 !

Í dag kl 15:00 fór fram athöfn að Bessastöðum að viðstöddum blaðamönnum og sjónvarpstökumönnum, þar sem Forseti Íslands Guðni Th. Jó..
Blog Message

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið. 

Styrktarnefnd og forseti Heklu heimsóttu á miðvikudaginn 4. maí Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið, endurhæfingamiðstöð krabbameinssjúk..
Blog Message

Mosfell heiðrar Sigurð Skarphéðinsson !

Kiwanisklúbburinn Mosfell heiðraði Sigurð Skarphéðinsson Hixon-orðu á fundi klúbbsins þann 5. maí s.l. og gerðu hann að heiðursfélaga M..
Meira...