Umdæmisstjóri

Umdæmisstjóri

 

Umdæmisstjóri - Governor 2022 -2023
Jóhanna María Einarsdóttir

 

Ég er fædd í Reykjavík 14. mars 1958 og en ólst upp á Húsavík.  Ég fór í verslunarskólann og hef ég aðallega starfað við bókhald og fjármál.  Vann hjá Völundi, Sambandi sveiarfélaga á Suðurnesjum, Hjalta Guðmundssyni ehf  og í dag starfa ég hjá Ice-Group í Keflavík. Ég sat lengi í barna og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur og formaður Heilbrigðinsnefndar Suðurnejsa eitt kjörtímabil. Einnig var ég ritari stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um 15 ára skeið. 
Ég var gift Andrési K Hjaltasyni fyrrv. Umdæmisstjóra sem lést í nóvember 2017.  Við eignuðumst 4 börn og höfum eignast fimm barnabörn.  Áhugamál mín er fjölskyldan, íþróttir,  útivist og síðan hef ég mjög gaman af því að gera handavinnu 
Ég gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna 19.mars 2009 þegar ég gekk í Kiwanisklúbbinn Sólborgu í Hafnarfirði.  Ég stoppaði stutt við í Sólborgu því ég tók þátt í að stofna Kiwanisklúbbinn Vörðu í september 2010 og var vígsluforseti klúbbsins. .  Ég var svæðisstjóri Ægissvæðis 2013 -2014 og umdæmisritari 2015-2016. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í að stofna Kiwanisklúbb. Það gaf oft á bátinn  í þeirri vinnu og ýmislegt kom upp en ég naut góðs af því að hafa gott bakland heima fyrir sem stappaði í mig stálinu.  Ég tók þátt í kvennanefnd á vegum heimsstjórnar  2012 – 2013 til undirbúnings veru kvenna í Kiwanis í 25 ár, skemmtilegt verkefni þar sem konur úr öllum heimsálfum tóku þátt.  Formaður Tryggingasjóðs Kiwanisfélaga frá 2018,  Í stjórn Styrktarsjóðs frá 2016.

 

 

 

 


 

 

 

 


 

Nýjustu færslur

Blog Message

Umdæmisþingfréttir !

Formleg þingsetning 53.umdæmisþings fór fram með hátíðarblæ í Keflavíkurkirkju föstudagskvöldið 15 september kl 20:30 þetta var hefðbu..
Blog Message

Þinghaldi fram haldið !

Að loknu matarhéi þar sem borin var fram aspassúpa og brauð með smjöri og pesto hófst aðalfundur Tryggingasjóðs, og þar var mæting með a..
Blog Message

53.Umdæmisþing hafið í Reykjanesbæ!

Dagskrá 53 umdæmisþings sem haldið er í Reykjanesbæ að þessu sinni hófst í morgun með stuttum umdæmisstjórnarfundi. Jóhanna María Einar..
Blog Message

Elliði styrkir Einstök börn !

Elliða félagar fóru laugardagsmorguninn 9.sept og afhentu formlega Einstökum Börnum gjafabréf að verðmæti 250,000 þúsund sem er í formi l..
Blog Message

Dagskrá 53 umdæmisþings !

53. Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar haldið 15. – 16. september 2023 í Hljómahöll í Reykjanesbæ Dagskrá : Föstu..
Meira...