Umdæmisstjóri - Governor 2021 -2022
Pétur Jökull Hákonarson
Pétur Jökull Hákonarson er fæddur í Reykjavík 5. júlí 1947. Hann ólst upp í Hlíðarhverfi í Reykjavík og síðan í Vogahverfi. Á sumrin var hann í sveit á Hákonarstöðum í Jökuldal, þaðan sem hann er ættaður í föðurætt, en móðurættin kemur frá Bolungarvík.
Á sínum yngri árum æfði hann íþróttir með ÍR, bæði handbolta, fótbolta og körfubolta.
Pétur lauk sveinsprófi í húsasmíði 1968 og meistaranámi 1973
Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar 1971 og rak þar verktakafyrirtæki, sem m.a. sá um byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði.
Pétur gekk í Kiwanisklúbbinn Eldborg 1976, og er því búinn að vera Kiwanisfélagi í 44 ár.
Pétur flutti í Mosfellsbæ 1985 og gekk í Geysi 1990 og síðan í Mosfell við stofnun þess klúbbs 1. nóv. 1999
Pétur var forseti Mosfells 2008-2009 og aftur 2017-2019.
Svæðisstjóri Sögusvæðis var hann 2012-2013.
Pétur Jökull hefur verið vel virkur í starfi þessara klúbba af lífi og sál, alla tíð.
Helsta áhugamál Péturs er hestamennska. Pétur er einn af stofnendum Hestaíþróttasamband Ísl. 1989, og var formaður þess frá stofnun, og næstu 8 ár þar á eftir. Pétur er með dómararéttindi í hestaíþróttum og sem slíkur hefur hann verið að dæma víða um lönd bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Pétur rekur fyrirtækið Hákon og Pétur ehf. í Mosfellsbæ sem sér um viðhald fasteigana m.a. fyrir Mosfellsbæ, og fleiri fyrirtæki og stofnanir.
Eiginkona Péturs er Perla María Jónsdóttir og búa þau í Hvammi á Kjalarnesi.