MNT Stífkrampaverkefni

MNT Stífkrampaverkefni

Nýtt heimsverkefni

Hvað er MNT?

 
Hvað er MNT?
Í 39 löndum víðsvegar á jarðkringlunni getur stífkrampi (Maternal/Neonatal Tetanus) í nýburum breytt fögnuð barnseignar í sáran harmleik.  Á 9 mínútna fresti fellur barn fyrir MNT einhvers staðar í heiminum.  Áhrif stífkrampa eru hræðileg á að horfa, nokkra daga gömul börn fá endurtekna  sársaukafulla krampa og  þola og bregðast illa við ljósi og  hvers konar snertingu. Það er lítil von um að lifa MNT af. Stífkrampi hlífir heldur ekki mæðrum.

Hverjir þjást af MNT?
 Orsök stífkrampa eru gró, sem finnast í jarðvegi alls staðar í heiminum, gró sem komast t.d. í snertingu við opin sár í fæðingu þar sem ekki er hugað nógu vel að hreinlæti. Sjúkdómurinn ræðst á þá fátækustu af þeim fátæku, þá sem búa hvað afskekktast í vanþróuðustu löndum heims, þá sem erfitt er að ná til og þá sem hafa ekki aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu.

Er hægt að koma í veg fyrir MNT?
Já! Það  er mjög auðvelt að vinna bug á MNT. Þrjár sprautur af mótefni gegn veikinni er allt sem þarf. Hver sprauta kostar um 80 krónur. Með bólusetningu mæðra verða börn sem þær koma til með eignast ónæm fyrir MNT. Saman, geta og ætla Kiwanis og UNICEF að stöðva þennan sjúkdóm.
 
 
Hvers vegna hefur þá ekki tekist að vinna bug á MNT?
UNICEF hefur tekist að útrýma MNT í mörgum löndum. En  í 39 löndum nær MNT enn til mæðra og barna þeirra, fjölskyldna sem njóta engrar heilbrigðisþjónustu, annaðhvort vegna þess að þær eru sárafátækar, búa á afskekktum svæðum eða njóta engrar neyðarhjálpar. Meira fjármagns og aðgerða er þörf eigi að ná til allra barna og mæðra í hættu.

Hvað þarf til?
129 milljónir mæður og framtíðar börn þeirra þarfnast bólusetningar. Þetta kallar á bóluefni, sprautur, öruggar geymslur, greiðar flutningleiðir og -tæki, þúsundir hæfra starfsmanna, sérfræðinga o.fl. Það þarf að safna $110 milljónum fyrir árið 2015 og  nú reynir á hjálpar- og sjálfboðaliðastarf UNICEF og samtakamátt Kiwanis fjölskyldunnar.
 
 
Hvers vegna áherslu á þetta viðfangsefni?
Það er óásættanlegt að saklaus börn og mæður þeirra þjáist og deyji af völdum MNT þegar svo auðveldlega má spyrna við. Þetta er líka ótrúlegt tækifæri til að ná sambandi við fátækustu og vanræktustu fjölskyldusamfélög heimsins og koma lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu til þeirra. Þróun flutningskerfa fyrir bóluefni mun ryðja brautina að því að veita þessum jaðarfjölskyldum frekari  og aðkallandi þjónustu.
 
Hvað er ELIMINATE samstarfið?
Hönd í hönd ætla Kiwanis og UNICEF að ráðast til atlögu við þennan vágest og breyta heiminum, enn á ný!  Markmið  Kiwanis,  hlutverk og framtíðarsýn og alþjóðlegt tengslanet samtakanna munu hjálpa til við að þurrka út þennan grimmilega, aldagamla sjúkdóm og ryðja brautina fyrir önnur og frekari inngrip. UNICEF hefur starfsmenn í einangruðustu hornum heimsins og einstakar aðfangaleiðir sem munu nýtast í þessari baráttu.

Hvernig get ég hjálpað?
Undirbúðu þig. Fjölgaðu í klúbbnum  þinn. Bjóddu vinum þínum að taka þátt í einstöku verkefni.
Menntaðu þig.  Kynntu þér eins mikið um MNT og þú getur og deildu þekkingu þinni með öðrum, klúbbi þínum, bæjarfélagi þínu, fjölskyldu og vinum.
Gerstu talsmaður. Láttu heiminn vita að fátækustu og viðkvæmustu börn jarðarinnar og mæður þeirra þurfa á hjálp umheimsins að halda.
Taktu þátt. Á næstu fimm árum, mun það sem þú leggur af til verkefnisins breyta heiminum. Saman munu  Kiwanis og UNICEF leggja til atlögu við MNT og gefa fátækustu mæðrum heims og börnum þeirra tækifæri til að lifa heilbrigðu lífi sem þau eiga svo sannarlega skilið. Markmiðinu er náð þegar fréttist að dauðsföll af völdum MNT séu minna en eitt á hverjar 1000 fæðingar.
 
 
 
Hér er myndband með kynningu á þessu heimsverkefni
 
Klikka HÉR
 

Nýjustu færslur

Blog Message

Stefnumótunarfundur 18 mars 2023

Kjörumdæmisstjóri Björn Bergmann Kristinnsson boðaði til stefnumótunarfundar að Bíldshöfða 12 laugardaginn 18 mars og hófst fundunrinn kl ..
Blog Message

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið.

Styrktarnefnd og forseti Heklu heimsóttu á miðvikudaginn 4. maí Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið, endurhæfingamiðstöð krabbameinssjúk..
Blog Message

Magnús R Jónsson látinn.  Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Kvatt hefur okkur Magnús R. Jónsson, 87 ára gamall Kiwanisfélagi. Magnús gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 19. nóvember 1963 og var einn af stofne..
Blog Message

TAKK FYRIR STUÐNINGINN VIÐ STYRKTARSJÓÐ ÓSS

Félagar í Kiwanisklúbbnum Ós þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar og aðrir gestir sýndu í G-veislu klúbbsins núna í ma..
Blog Message

Hekla styrkir Grensásdeild Landspítalans.

Einn fjölmargra aðila sem styrktir eru af Kiwanisklúbbnum Heklu eru Grensásdeild Landspítalans, sem á liðnum árum hefur iðulega notið styrkj..
Meira...