Ísgolf

Ísgolf

 

Isgolf Kiwanis var skemmtilegt verkefni sem haldið var 2012 fyrir Kiwanisfélaga

Gegnum árin hafa einstaklingar og hópar á vegum ýmissa íþrótta-­‐ og líknarfélaga verið að ganga, hlaupa, hjóla og haltur hefur leitt blindan í góðgerðarskyni um þjóðveg 1.  Þetta fólst í því að Kiwanisfélagar léku golfbolta hringinn í kringum landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta var gert. Þetta er um 1350 km. leið. Áheitum var safnað á slegin högg, að hámarki 9.500 högg. Þetta er sambærilegt við að leika 300 golfhringi. Þessum golfhring og  ævintýri var lokið á 14-­‐15 dögum. Slegið var meðfram þjóðvegi 1 alla daga og suma daga var leikið allan sólarhringinn. Brautin er par 9999!, lengsta braut sem leikin hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað!!! Um va að ræða fjáröflun til góðgerðarmála sem nokkurir Kiwanisklúbbar landsins komu  að. Á þessum tíma voru Kiwanisfélagar á landinu  um 1000 í og á heimsvísu um 700,000.

Ýmsar skemmtilegar þrautir þurfti að leysa á leiðinni. Af tryggingaástæðum var ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Því voru  samsvarandi vegalengdir slegnar utan/eða í nágrenni þeirra byggðalaga sem voru á vegi okkar. Við þurftum að glíma við lúpinubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand (stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin) og margt annað. Í för voru um 8 bifreiðar og 10 til 15 Kiwanisfélgar voru að jafnaði í hópnum. 

Leikurinn hófst  v/Norðlingabraut 18. júni 2012 kl. 00:01. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra sló fyrsta höggið. Leiknum lauk 1.júli 2012. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sló síðasta höggið.

Landsbanki Íslands var fjárvörsluaðili verkefnisins.

Mbl.is og fleiri fjölmiðlar voru með reglulega umfjöllun um verkefnið. Einnig höfðu fréttastöðvar sjónvarpsrása sýnt áhuga á að fá að fylgjast með.

Skjárinn var með í ferð með 2 tökumenn og 1 hljóðmann. Þeir sýndu frá þessu ævintýri í opinni vel kynntri dagskrá í tveimur 40 mín. þáttum á Skjágolf.

Með Kiwaniskveðju

Guðlaugur Kristjánsson verkefnisstjóri 


 

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Blog Message

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmun..
Blog Message

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdagin..
Blog Message

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er..
Blog Message

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Ja..
Meira...