Ísgolf

Ísgolf

 

Isgolf Kiwanis var skemmtilegt verkefni sem haldið var 2012 fyrir Kiwanisfélaga

Gegnum árin hafa einstaklingar og hópar á vegum ýmissa íþrótta-­‐ og líknarfélaga verið að ganga, hlaupa, hjóla og haltur hefur leitt blindan í góðgerðarskyni um þjóðveg 1.  Þetta fólst í því að Kiwanisfélagar léku golfbolta hringinn í kringum landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta var gert. Þetta er um 1350 km. leið. Áheitum var safnað á slegin högg, að hámarki 9.500 högg. Þetta er sambærilegt við að leika 300 golfhringi. Þessum golfhring og  ævintýri var lokið á 14-­‐15 dögum. Slegið var meðfram þjóðvegi 1 alla daga og suma daga var leikið allan sólarhringinn. Brautin er par 9999!, lengsta braut sem leikin hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað!!! Um va að ræða fjáröflun til góðgerðarmála sem nokkurir Kiwanisklúbbar landsins komu  að. Á þessum tíma voru Kiwanisfélagar á landinu  um 1000 í og á heimsvísu um 700,000.

Ýmsar skemmtilegar þrautir þurfti að leysa á leiðinni. Af tryggingaástæðum var ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Því voru  samsvarandi vegalengdir slegnar utan/eða í nágrenni þeirra byggðalaga sem voru á vegi okkar. Við þurftum að glíma við lúpinubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand (stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin) og margt annað. Í för voru um 8 bifreiðar og 10 til 15 Kiwanisfélgar voru að jafnaði í hópnum. 

Leikurinn hófst  v/Norðlingabraut 18. júni 2012 kl. 00:01. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra sló fyrsta höggið. Leiknum lauk 1.júli 2012. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sló síðasta höggið.

Landsbanki Íslands var fjárvörsluaðili verkefnisins.

Mbl.is og fleiri fjölmiðlar voru með reglulega umfjöllun um verkefnið. Einnig höfðu fréttastöðvar sjónvarpsrása sýnt áhuga á að fá að fylgjast með.

Skjárinn var með í ferð með 2 tökumenn og 1 hljóðmann. Þeir sýndu frá þessu ævintýri í opinni vel kynntri dagskrá í tveimur 40 mín. þáttum á Skjágolf.

Með Kiwaniskveðju

Guðlaugur Kristjánsson verkefnisstjóri 


 

Nýjustu færslur

Blog Message

Frá Denver.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Evrópuforseti og eiginkona hans Sigríður Káradóttir ásamt Birni B. Kristinssyni umdæmisstjóra og Berglindi Ste..
Blog Message

Þingboð !

27. maí 2024 Ágætu forsetar og kiwanisfélagar Með bréfi þessu boðar umdæmisstjórn 2023-2024 formlega til umdæmisþings sem haldið ..
Blog Message

Dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 sept 2024

Hér kemur dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 september 2024 KLIKKIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN
Blog Message

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt. G..
Blog Message

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar. Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa f..
Meira...