Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021

  • 30.11.2021

Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021

Sunnudaginn s.l 28 nóvember var haldinn umdæmisstjórnarfundur en þessi fundur var á dagskrá laugardaginn 20 nóveber en varð að fresa honum vegna Evrópustjórnarfundar sem Pétur Jökull umdæmisstjóri þurfti að sækja til Belgíu. Pétur Jökull umdæmisstjóri setti fundinn upp úr 10.30 en smá byrjunarörðuleikar urðu með tengingu þar sem nokkur hluti stjórnarmanna var á Temas fjarfundarkerfinu. Umdæmisstjóri bað fundarmenn um að kynna sig og hóf síðan fund á yfirferð um sína skýrslu og í kjölfarið komu umdæmisritari og umdæmisféhirðir en Jóhanna María Einarsdóttir kjörumdæmisstjóri fór yfir þá skýrslu í fjarveru Svavars sem jú var á Teams. Að því loknu flutti Jóhanna sína skýrslur og 

Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !

  • 25.11.2021

Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !

Bjarki Fannar er 14 ára drengur á Akranesi, sonur Hjalta Arnar Jónssonar og Myrru Gísladóttur. Bjarki fæddist með sjaldgæfan hjartagalla og er á leið í sína þriðju opnu hjartaaðgerð í Boston í byrjun desember. Hann er næst elstur fimm systkina og þarf Bjarki að dvelja í Boston í þrjár til fjórar vikur eftir aðgerð og verður fjölskyldan því í Bandaríkjunum yfir jólin. Því fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna og því ákváðu félagar í Kiwanisklúbbnum Jörfa í Árbæ að styrkja fjölskylduna myndarlega nú á dögunum. „Kjörorð Kiwanis eru „Börnin fyrst og fremst“ og í ljósi þess þótti

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

  • 25.11.2021

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

Þann 18. nóvember s.l. var haldin Almennur fundur þar sem 17 af 20 Höfðafélögum mættu s.o. 8 Esju félagar og fyrirlesari.  Á fundinum afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði styrk til Hróa Hött Barnavinafélag sem hljóðaði uppá 500 þús.kr. sem tekið var við með kærum þökkum. Þetta var kærkomin stuðningur þar sem þessi peningastyrkur kæmi á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu enn þess skal getið að Höfðafélagar hafa áður styrkt félagskapinn með fjárframlagi.  Á fundin kom Sveinbjörn Sveinbjörnsson einn stofnenda Hróa Hattar og flutti fróðlegan fyrirlestur um félagsskapinn og þau verkefni sem 

Afrakstur sviðaveislu Bása !

  • 23.11.2021

Afrakstur sviðaveislu Bása !

Kveðja frá Básum . Eins og áður hefur komið fram var haldin flott og fjölmenn sviða veisla í byrjun nóvember  og eftir hana var ákveðið að styrkja kaup á heyrnarmælingar tæki  um kr 200 þus fyrir heilsugæsluna hér í bæ. Það eru ungar konur héri bæ sem standa fyrir söfnun á þessu, þær hafa einnig  staðið fyrir söfnun á ýmsum tækjum sem hefur vantað hér.  

 

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

  • 15.11.2021

 Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

Heklufélagar styrktu keppnina um "sterkasta fatlaða mann heims" með bikurum og medalíum. Keppnin fór fram í dag í Reykjanesbæ.

Heklufélagar afhentu bikara og medalíur, myndirnar tala sínu máli.

 

Eldri fréttir