Fréttir

Stefnumótunarfundur 18 mars 2023

  • 19.03.2023

Stefnumótunarfundur 18 mars 2023

Kjörumdæmisstjóri Björn Bergmann Kristinnsson boðaði til stefnumótunarfundar að Bíldshöfða 12 laugardaginn 18 mars og hófst fundunrinn kl 10:30. Um 16 manns mættu á þennann fund og einhverjir ætluðu að vera á Teams en erfileikar voru með netið og skjávarða þannig að það fór lítið fyrir þeim lið.
Fundurinn er liður í gerð nýrrar stefnumótunar umdæmisins sem gilda á til 2027, og er hún endurskoðuð árlega ef taka þarf inn nýja liði og breyta öðrum eftir tíðarandanum. Markmið umdæmisins er að efla, styrkja og viðhalda fjölda Kiwanisfélaga í umdæminu og ná því að fjölga félögum í 1000 fyrir árið 2027 sem er raunfjölgun um 50 félaga á ári.
Fundarmönnum var skipt í 4 hópa og málin rædd og

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið.

  • 16.03.2023

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið.

Styrktarnefnd og forseti Heklu heimsóttu á miðvikudaginn 4. maí  Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið, endurhæfingamiðstöð krabbameinssjúkra.  Hekla hefur í fjöldamörk ár styrkt báða þessa aðila með fjárframlögum.  Hafa þessi félagasamtök stundum verið  aðalstyrkþegar í framhaldi af Lambaréttadegi klúbbsins en í önnur skipti hafa þeir verið að fá minni framlög en þó fengið styrki á hverju ári.
Að þessu sinni færði Hekla hvorum aðila um

Magnús R Jónsson látinn.  Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

  • 16.03.2023

Magnús R Jónsson látinn.   Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Kvatt hefur okkur Magnús R. Jónsson, 87 ára gamall Kiwanisfélagi.  Magnús gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 19. nóvember 1963 og var einn af stofnendum klúbbsins og elsti Kiwanisfélagi er hann lést. Hefur því starfað í hart nær 60 ár í Kiwanishreyfingunni.  Í janúar 2019 á 55 ára afmæli klúbbsins var hann sæmdur æðstu viðurkenningu klúbbsins, gullstjörnu með rúbín, stjörnu nr. 9. Einnig hafði hann fengið silfurstjörnu klúbbsins 2008.
 Magnús var gegnheill Kiwanismaður, hann var 

TAKK FYRIR STUÐNINGINN VIÐ STYRKTARSJÓÐ ÓSS

  • 16.03.2023

TAKK FYRIR STUÐNINGINN VIÐ STYRKTARSJÓÐ ÓSS

Félagar í Kiwanisklúbbnum Ós þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar og aðrir gestir sýndu í G-veislu klúbbsins núna í mars. Konur voru sérstaklega velkomnar að þessu sinni að njóta veitinga, veislu og dansleiks.  Veislan tókst sélega vel. Veislustjórinn Þorkell Guðmundsson sem er höfundur Pabbabrandara fór á kostum.  
 
Matseðill var m.a. saltað hrossa- og sauðakjöt, hnísa í ostrusósu og grillað langreyðakjöt með kartöflum og rófum frá Seljavallabúinu, smáréttir í boði Pakkhússins lax og rækjuspjót, en þeir snillingar matreiddu og gerðu allar sósur. Að borðhaldi loknu var fjölmennt ball með 

Hekla styrkir Grensásdeild Landspítalans.

  • 08.03.2023

Hekla styrkir Grensásdeild Landspítalans.

Einn fjölmargra aðila sem styrktir eru af Kiwanisklúbbnum Heklu eru Grensásdeild Landspítalans, sem á liðnum árum hefur iðulega notið styrkja klúbbsins vegna kaupa ýmis konar áhalda og tækja.  Nýverið heimsóttu forseti klúbbsins, Birgir Benediktsson og formaður styrktarnefndar, Ólafur G Karlsson, Grensásdeildina og komu færandi hendi með göngugrindur sem þeir færðu

Eldri fréttir