Fréttir

Kveðja frá heimsforseta !

  • 20.01.2024

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu
Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er tími til að hugsa til baka um þau tækifæri sem þið hafið skapað fyrir börnin og samfélag ykkar. Langlífi klúbbs ykkar er merki um þjónustu ykkar við Kiwanis hugsjónina og þjónustulund ykkar sem kemu fram í skipulagningu og framkvæmd þeirrar hugsjónar. Kiwanis snýst um félaga sína og vinskap þeirra við að vinna saman að þjónustverkefnum. Félagar í Kiwanis eru 

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

  • 15.01.2024

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Janúar 2024 til að fagna 60 ára afmælis Kiwanis á Íslandi. 
Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson tók á móti okkur og fór fögrum orðum um Kiwanis og það starf sem hefur verið unnið í gegn um tíðina og því loknu tók Björn umdæmisstjóri til

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

  • 24.11.2023

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og

Samfélagsverkefni í Vestmannaeyjum !

  • 21.11.2023

Samfélagsverkefni í Vestmannaeyjum !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum guluteppi en slíkt teppi kostar 1.066.400 kr og er mjög mikilvægt til meðferðar á gulu hjá nýfæddum börnum, í stað þess að ungbarnið fari ekki í svokallaðann gulukassa. Foreldrar geta þess í stað haldið á barninu umvafið teppinu, en slík

Eldri fréttir