Gjöld

Gjöld

 

Gjöld fyrir starfsárið 2022 – 2023

 

  1. Með samþykkt fjárhagsáætlunar Kiwanisumdæmisins  á umdæmisþingi 9. september sl. eru gjöld til íslenska umdæmisins kr. 14.300.- fyrir hvern félaga og vegna Kiwanisfrétta kr. 800.-.
  2. Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið mun innheimta erlendu gjöldin til KI og KI-E sem er  ca.  kr. 8.400 pr félaga.  Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2022 og eindagi 3. janúar 2023. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2022.
  3. Þinggjöld eru ákveðin af fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd.  Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en vorið 2023.  Þinggjöld á síðasta starfsári voru kr. 6.000.-
  4. Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2023 eða 15. júli 2023.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2022.
  5. Innheimta:  Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir  gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.

 

Upplýsingar

Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2022-2023 Benedikt Kristjánsson í síma 899-1804 eða netfangið umdaemisfehirdir@kiwanis.is

Ábendingar

Mikilvægt er að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.  Færið bókhaldið relulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning.  Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön,  góð regla er að það sé féhirðir og bókari í klúbbi.  Ekki er heimilt að blanda saman félagasjóði og styrktarsjóði.

 

 

 

 

 

 


Gjöld fyrir starfsárið 2019-2020

  1. Umdæmisgjöld: kr.12.900- pr. félaga 60% eru á gjalddaga
    1. nóvember 2019 og eindagi 1.desember 2019. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  2. 40% umdæmisgjalda eru á gjalddaga 1. apríl 2020og eindagi er 1. maí 2020. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. mars 2020.

  3. Kiwanisfréttir: kr. 750 pr. félaga eru á gjalddaga 1. nóvember 2019 og eindagi 1. desember 2019. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  4. Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið rukkar erlendu gjöldin til KI og KI-EF. Gjöld til KI eru EUR 46,72 pr. félaga. Gjöld til KI-EF eru EUR 8,35 pr. félaga.

  5. Gjöld til KI v. nýrra félaga tímabilið 2019-20 eru EUR 37,74 Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2019 og eindagi 3. janúar 2020.

  6. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  7. Þinggjöld eru ákveðin af fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd. Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en um vorið 2020. Til hliðsjónar mætti hafa þinggjöldin vegna umdæmisþings 2019 sem eru kr. 4.500 pr. félaga.

  8. Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2020, eða 20. júlí 2020. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2019.

  9. Innheimta: Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir öllum gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.

 

Upplýsingar

Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2019 2020 Svavar Svavarsson í síma 868 7039 eða netfangið

umdaemisfehirdir@kiwanis.is

Ábendingar

Mikilvægt að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.
Færið bókhaldið reglulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning. Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön, góð regla að það sé féhirðir og bókari í klúbbi. Ekki er heimilt að blanda saman félagssjóði og styrktarsjóði. 

 
 

 

 

Nýjustu færslur

Blog Message

Lokafundur HÖFÐA fyrir sumarfrí.

Lokafundur ásamt Aðalfundi Kiwanisklúbbsins Höfða fyrir sumarfrí voru haldnir í lok apríl, nánar tiltekið, fimmtudaginn 27. apríl s.l. Fun..
Blog Message

Kiwanishreyfingin styrkir Bergið !

Í dag komu fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar saman hjá Berginu sem er staðsett við Suðurgötu 10 hér í Reykjavík og var tilefnið að veita st..
Blog Message

Vormót Aspar og Elliða !

Laugardaginn 29.apríl fór fram Vormót Aspar og Elliða sem Elliði hefur styrkt með verðlaunagripum hátt í 40 ár og mættum við nokkrir féla..
Blog Message

Frá markaðs og kynningarnefnd
 ! 5 Nýir félagar í Hof

Þann 15 mars síðastliðinn var markaðs og kynningarnefnd með kynningarfund hjá Hof í Garði og var sá fundur vel sóttur. Afrakstur fundarins ..
Blog Message

Heklubingó á Hrafnistu

Kiwanisklúbburinn Hekla stóð fyrir árlegu páskabingói á Hrafnistu í Laugarási mánudaginn 27. Mars sl. Spilaðar var í um hálfa aðra kluk..
Meira...