Gjöld

Gjöld

Gjöld fyrir starfsárið 2023 – 2024

 

  1. Umdæmisgjöld eru kr. 16.900, - pr. félaga.  60% gjaldanna eru á gjalddaga 1. nóvember 2023 og eindagi 1. desember 2023.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2023.
  2. 40% umdæmisgjaldanna eru á gjalddaga 1. apríl 2024 og er eindagi 1. maí 2024.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. mars 2024.
  3. Kiwanisfréttir: kr. 830.- pr. félaga og er gjalddagi 1. nóvember 2023 og eindagi 1. desember 2023.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2023.
  4. Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið rukkar erlendu gjöldin til KI og KI-EF.  Gjöld til KI eru 52usd pr. félaga.  Gjöld til KIE eru EUR 8,35 pr. félaga.
  5. Gjöld til KI vegna nýrra félaga tímabilið 2023-2024 eru 52 usd ef nýr félagi gengur inn í október 2023 og lækkar svo hlutfallslega eftir því sem líður á árið, nýr félagi sem gengur inn í klúbbinn í september 2024 greiðir 4,33 usd  Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2023 og eindagi 3. janúar 2024. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2023.
  6. Þinggjöld eru ákveðin af fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd.  Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en vorið 2024. Þinggjöld voru kr. 6.500, - fyrir þingið í Reykjanesbæ, við gerð fjárhagsáætlunar mætti gera ráð fyrir hærri þinggjöldum þar sem næsta umdæmisþing verður í Færeyjum og verður kostnaðarsamara.
  7. Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2024 eða 10. júlí 2024.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2021.
  8. Innheimta:  Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir öllum gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.

Upplýsingar

Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2023-2024 Benedikt Kristjánsson í síma 899 - 1804 eða netfangið umdaemisfehirdir@kiwanis.is

Ábendingar

Mikilvægt er að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.  Færið bókhaldið reglulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning.  Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön,  góð regla er að það sé féhirðir og bókari í klúbbi.  Ekki er heimilt að blanda saman félagasjóði og styrktarsjóði.

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

 

Gjöld fyrir starfsárið 2022 – 2023

 

  1. Með samþykkt fjárhagsáætlunar Kiwanisumdæmisins  á umdæmisþingi 9. september sl. eru gjöld til íslenska umdæmisins kr. 14.300.- fyrir hvern félaga og vegna Kiwanisfrétta kr. 800.-.
  2. Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið mun innheimta erlendu gjöldin til KI og KI-E sem er  ca.  kr. 8.400 pr félaga.  Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2022 og eindagi 3. janúar 2023. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2022.
  3. Þinggjöld eru ákveðin af fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd.  Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en vorið 2023.  Þinggjöld á síðasta starfsári voru kr. 6.000.-
  4. Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2023 eða 15. júli 2023.  Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2022.
  5. Innheimta:  Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir  gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.

 

Upplýsingar

Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2023-2024 Benedikt Kristjánsson í síma 899-1804 eða netfangið umdaemisfehirdir@kiwanis.is

Ábendingar

Mikilvægt er að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.  Færið bókhaldið relulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning.  Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön,  góð regla er að það sé féhirðir og bókari í klúbbi.  Ekki er heimilt að blanda saman félagasjóði og styrktarsjóði.

 

 

 

 

 

 


Gjöld fyrir starfsárið 2019-2020

  1. Umdæmisgjöld: kr.12.900- pr. félaga 60% eru á gjalddaga
    1. nóvember 2019 og eindagi 1.desember 2019. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  2. 40% umdæmisgjalda eru á gjalddaga 1. apríl 2020og eindagi er 1. maí 2020. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. mars 2020.

  3. Kiwanisfréttir: kr. 750 pr. félaga eru á gjalddaga 1. nóvember 2019 og eindagi 1. desember 2019. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  4. Erlendu gjöldin: Kiwanisumdæmið rukkar erlendu gjöldin til KI og KI-EF. Gjöld til KI eru EUR 46,72 pr. félaga. Gjöld til KI-EF eru EUR 8,35 pr. félaga.

  5. Gjöld til KI v. nýrra félaga tímabilið 2019-20 eru EUR 37,74 Gjalddagi erlendra gjalda er 1. desember 2019 og eindagi 3. janúar 2020.

  6. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 30. september 2019.

  7. Þinggjöld eru ákveðin af fjárhagsnefnd sem ákveður þau eftir tillögu frá þingnefnd. Munu þau ekki liggja fyrir fyrr en um vorið 2020. Til hliðsjónar mætti hafa þinggjöldin vegna umdæmisþings 2019 sem eru kr. 4.500 pr. félaga.

  8. Þinggjöld eru á gjalddaga tveimur mánuðum fyrir setningu umdæmisþings 2020, eða 20. júlí 2020. Miðað er við félagafjölda í gagnagrunni Kiwanis 31. desember 2019.

  9. Innheimta: Greiðsluseðlar eru sendir til allra klúbba fyrir öllum gjöldum og krafa stofnast í heimabanka.

 

Upplýsingar

Allar upplýsingar veitir umdæmisféhirðir 2019 2020 Svavar Svavarsson í síma 868 7039 eða netfangið

umdaemisfehirdir@kiwanis.is

Ábendingar

Mikilvægt að vanda til verka við gerð fjárhagsáætlunar.
Færið bókhaldið reglulega, ekki ætla að gera það tveimur vikum áður en á að leggja fram ársreikning. Fáið aðstoð við að færa bókhaldið ef þið eruð óvön, góð regla að það sé féhirðir og bókari í klúbbi. Ekki er heimilt að blanda saman félagssjóði og styrktarsjóði. 

 
 

 

 

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Blog Message

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmun..
Blog Message

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdagin..
Blog Message

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er..
Blog Message

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Ja..
Meira...