Hjálmaverkefnið

Hjálmaverkefnið

Hjálmaverkefnið

með hjálm á höfði

 
 

Hjálmaævintýri Kiwanis


Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp  við hjólreiðar sem afar vinæl frístundaiðkun auk þess að vera góð samgönguleið.  Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. 
Sögu verkefnisins má rekja aftur til 1990 þegar hugmyndin kviknaði í samræðum manna á meðal á Norðurlandi. Stefán Jónsson, sem var öflugur félagi Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri hrinti hugmyndinni í framkvæmd vorið 1991 með tilstyrk Sjóvár, Mjólkursamlagsins og fleiri góðra fyrirtækja ásamt því að leggja til fé úr styrktarsjóði klúbbsins.   Allir 1.bekkingar grunnskóla á Akureyri fengu reiðhjólahjálma til eignar.  Verkefnið mæltist afar vel fyrir og hugmyndin var tekin upp af fleiri klúbbum á Norðurlandi  og einnig sunnan heiða.
2003-4 var Sigurgeir Aðalgeirsson frá Húsavík umdæmisstjóri og þekkti verkefnið vel.  Hann gekkst fyrir því að gera það landsverkefni Kiwanis og leitaði eftir styrktaraðilum til þess.  
Niðurstaðan varð að Eimskip gerðist allsherjarstyrktaraðili við verkefnið og hefur verið það síðan  og reynst ómetanlegur  bakhjarl.  Fyrirtækið hefur með þessu sýnt mikla samfélagslega ábyrgð.
Verkefnið hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana enda kynnt vel á Evrópu- og heimsþingum Kiwanis.  Svo mikla að Kiwanis International veitti  Eimskipum sérstaka viðurkenningu fyrir hana.

Þetta er 11 árið sem öllum 1.bekkingum landsins er afhentur hjálmur.  Lauslega áætlað þá  verða þetta 45 000 hjálmar sem afhentar hafa verið á landsvísu og örugglega 50 000 að meðtöldum hjálmunum  sem einstakir klúbbar afhentu  áður.  
Margar sögur hafa borist okkur Kiwanismönnum til eyrna um óhöpp sem hefðu getað leitt til alvarlegra slysa ef hjálmanna okkar hefði ekki notið við.  Þá eru ótalin áhrifin sem hjálmanotkun barnanna hefur haft á hjálmanotkun þeirra síðar meir og einnig á hjálmanotkun foreldranna.  Kiwanismenn hafa reynt að afhenda hjálmana sjálfir, ýmist í skólum eða á viðburðum sem þeir hafa efnt til við útdeilingu þeirra. Þar hafa þeir lagt áherslu á hjálmanotkun allra, ekki síst foreldra og annarra í fjölskyldunni.  Að allir, sem börnunum þykir vænt um, verði að nota hjálma þegar við á til að tryggja öryggi sitt.  Þá hafa margir aðrir lagt málefninu lið, t.d. skólahjúkrunar-fræðingar  og lögreglumenn með viðbótar fræðslu og umfjöllun um umferðarreglur og hætturnar í umferðinni.

Góð samvinna við grunnskóla landsins hefur skipt miklu og er grunnurinn undir að allir fái sinn hjálm og enginn verði útundan.  Þar innandyra hefur ríkt mikill vilji til að greiða götu okkar  sem best og stuðningur við verkefnið.  Við trúum því að svo verði áfram,  sem og hjá öllum sem að umferðaröryggi hjólreiðafólks koma.

                Börnin fyrst og fremst.
 
 

 
 
 
Samantekt um hjálma frá Kiwanis og Eimskip
 
Eimskip og Kiwanishreyfing gerðu með sér 3ja ára samning um kaup og dreifingu á reiðhjólahjálmum föstudaginn 21. janúar síðast liðinn og var samningurinn undirritaður í höfuðstöðvum Eimskipa af Óskari Guðjónssyni umdæmisstjóra og Gylfa Sigfússyni forstjóra Eimskipa.
Hjálmarnir eru alfarið íslensk hönnun og voru hannaðir af fyrirtækinu Koma. Hjálmarnir hafa breyst talsvert frá því að þeir voru fyrst afhentir og nýtast nú við fjölbreyttari tómstundaiðkun en áður. Hjálmarnir eru í fyrsta sinni í tveimur litum bleikir og bláir og eru með sérstökum endurskinsmerkjum sem sannreynd hafa verið að eyðileggja ekki styrk hjálmsins. Þessir hjálmar verða síðan afhentir fyrstubekkingum grunnskóla í vor.
Kiwanishreyfingin og Eimskip afhenda hjáma í byrjun maí í ár en undanfarin ár hafi Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt.

Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmarkmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins.
 
Hjálmaverkefnið fer þannig fram að klúbbar landsins skipta á milli sín svæðum og sjá um að dreifa hjálmum til 6 ára barna. Klúbbarnir hafa sinn háttinn hver, sumir dreifa til barnanna á skólatíma, aðrir efna til hjálmadags og brydda upp á skemmtidagskrá, ásamt því að bjóða upp á hressingu.
 
GHG  Jörfa

Nýjustu færslur

Blog Message

Frá Denver.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Evrópuforseti og eiginkona hans Sigríður Káradóttir ásamt Birni B. Kristinssyni umdæmisstjóra og Berglindi Ste..
Blog Message

Þingboð !

27. maí 2024 Ágætu forsetar og kiwanisfélagar Með bréfi þessu boðar umdæmisstjórn 2023-2024 formlega til umdæmisþings sem haldið ..
Blog Message

Dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 sept 2024

Hér kemur dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 september 2024 KLIKKIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN
Blog Message

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt. G..
Blog Message

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar. Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa f..
Meira...