Hvað er Kiwanis ?

Hvað er Kiwanis ?

Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna
 
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Nýjustu færslur

Blog Message

Frá Denver.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Evrópuforseti og eiginkona hans Sigríður Káradóttir ásamt Birni B. Kristinssyni umdæmisstjóra og Berglindi Ste..
Blog Message

Þingboð !

27. maí 2024 Ágætu forsetar og kiwanisfélagar Með bréfi þessu boðar umdæmisstjórn 2023-2024 formlega til umdæmisþings sem haldið ..
Blog Message

Dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 sept 2024

Hér kemur dagskrá umdæmisþings í Færeyjum 13 til 15 september 2024 KLIKKIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN
Blog Message

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt. G..
Blog Message

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar. Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa f..
Meira...