Fréttir

Helgafell afhendir styrk.

  • 07.02.2010

Helgafell afhendir styrk.

Í tilefni Leikskóladagsins sem er haldið upp á um þessar mundir í vegna 60 ára afmælis hagsmunasamtaka leikslólakennara á Íslandi, komu félagar úr Helgafelli færandi hendi til athafnar í Safnahúsi Vestmannaeyja
og afhentu styrk að upphæð 1.000.000 kr.
 

Umdæmisstjóri í heimsókn hjá Helgafelli

  • 05.02.2010

Umdæmisstjóri í heimsókn hjá Helgafelli

Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson heimsótti okkur Helgafellsfélaga á félagsmálafund í gærkvöldi ásamt
Atla Þórssyni umdæmisféhirði. Góð mæting var á fundinn eða um 60 félagar sem hlýddu á Óskar kynna það helsta sem er í gangi hjá umdæminu og gang mála t.d eins og með hjálmaverkefnið K-daginn o.fl.

 

Mikill kraftur í félagsstarfinu

  • 04.02.2010

Mikill kraftur í félagsstarfinu Félagsstarfið hefur haldið áfram af miklum krafti nú eftir áramót.  Haldnir hafa verið þrír fundir það sem af er ári.

Myndir frá jólafundi komnar inn

  • 04.02.2010

Myndir frá jólafundi komnar inn Nú eru komnar myndir frá jólafundinum.  Sjá má þær undir myndasafninu, eða með því að smella hér.

Gestafundur hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg, Hafnarfirði

  • 31.01.2010

Gestafundur hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg, Hafnarfirði

Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 19:30 verður gestafundur hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg í Hafnarfirði, sem er kvennaklúbbur.
Í klúbbnum eru 25 konur á öllum aldri úr Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjavík. Okkur vantar alltaf fleiri konur í hópinn okkar og þið sem hafið áhuga á að skoða Kiwanis betur endilega kíkið á okkur á fimmtudaginn. Við ætlum að hafa þetta léttann og skemmtilegan fund, kynna Kiwanis, vera með happadrætti og eitthvað skemmtilegt.

Kynningarfundur í Borgarnesi

  • 30.01.2010

Kynningarfundur í Borgarnesi

Á fimmtudagskvöldið var haldinn kynningarfundur í Hyrnunni í Borgarnesi og á hann mættu bæði konur og menn.  Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri sá um að kynna hreyfinguna, markmið hennar og helstu verkefni.   Hjördís Harðardóttir í Kvennanefndinni sagði gestum frá hvernig er að vera í kvennaklúbb eins og Sólborgu í Hafnarfirði.  Matthías G. Pétusson fráfarandi umdæmisstjóri  sagði síðan frá því hvað það væri gefandi að vera í Kiwanisklúbb og hvað það væri mikil samheldni á milli félaga í hans klúbb.

Snóker í Eyjum

  • 30.01.2010

Snóker í Eyjum

Það er mikil gróska í tómstundastarfi hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli  og ber það hæst klúbbakeppni í snóker sem leikin er á milli Kiwanis, Akóges og Oddfellow. Kiwanisklúbburinn Helgafell sigraði í ár og því bikarinn kominn í hús aftur eftir eins árs dvöl hjá Akógesmönnum.

Fréttabréf Hraunborgar

  • 29.01.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið fimmta fréttabréf starfsársins frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgu í Hafnarfirði og er hægt að nálgast það hér neðar á síðunni.

KIEFlash

  • 26.01.2010

KIEFlash

Út er komið 4 fréttablað Evrópustjórnar Kiwanis KIEFlash þetta starfsárið og fyrsta blað 2010.  Það má nálgast fréttabréfið hér neðar á síðunni.

Kynningarfundur um Kiwanishreyfinguna

  • 25.01.2010

Kynningarfundur um Kiwanishreyfinguna

Kiwanis

Hver er að leita að skemmtilegum félagsskap? Essa sú?
•   
•    Hvað veist þú um Kiwanis?
•   
•    Vissir þú að Kiwanis er bæði fyrir konur og karla?
•   
•    Vissir þú að Kiwanis styrkir mörg góð málefni,
      t.d. mörg sem snúa að börnum,  geðsjúkum,
    og ýmsum þeim sem minna mega sín.

Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir.

Kynningarfundur um Kiwanishreyfinguna og það sem hún stendur fyrir verður haldinn í:

Hyrnunni Borgarnesi ,
fimmtudaginn 28. janúar kl. 20:00

Frá ferðanefnd

  • 25.01.2010

Frá ferðanefnd

Ferðanefnd langar að benda félögum í Kiwanishreyfingunni á dagskrá og fyrirkomulag ferðar á Evrópuþing Kiwanis í Sikiley 29. maí til  12.júní næstkomandi.


 

Svæðisráðstefna í Þórssvæði

  • 25.01.2010

Svæðisráðstefna í Þórssvæði

Svæðisráðsstefna í Þórssvæði verður haldin laugardaginn 30. janúar nk.
 í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ (húsi Geysis) og hefst stundvíslega kl 10.00

Umdæmisstjórnarfundur

  • 24.01.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn laugardaginn 23 janúar.  Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri setti fund kl 9.00 og bauð menn velkomna og breytti aðeins til í stað þess að menn kynntu sig þá tók Óskar upp nafnakall. Óskar fór síðan ýtarlega yfir starfið í skýrslu  sinni

Fjölgun hjá Skyldi

  • 23.01.2010

Fjölgun hjá Skyldi

Þorrafundur Skjaldar var haldinn í gærkveldi Bóndadaginn.
Fjölment var á fundinum,og nýr félagi gekk í klúbbinn og
heitir hann Friðfinnur Hauksson.

Fréttabréf Sólborgar

  • 21.01.2010

Fréttabréf Sólborgar

Út er komið 1.tbl 2 árg fréttablað Kiwanisklúbbsins Sólborgar í Hafnarfirði, en þar er komið niður á starf klúbbsins það sem af er starfsári 2009-2010 en fréttabréfið má nálgast hér að neðan.

Nýr framkvæmdastjóri KI

  • 19.01.2010

Nýr framkvæmdastjóri KI

Hér er fréttatilkynning um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Kiwanis International, tilkynninguna má nálgast hér að neðan.

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði

  • 18.01.2010

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði

Svæðisráðsfundur var haldin í Óðinssvæðinu á Akureyri Laugardaginn 16 Janúar undir stjórn svæðisstjóra okkar Sigfúsi Jóhannessyni Grími Grímsey. Góð mæting félaga var á þessum svæðisráðsfundi, enda sjalgæft að fá bæði umdæmisstjóra og umdæmisritara á svona fund. 

Fréttabréf umdæmisstjóra

  • 09.01.2010

Fréttabréf umdæmisstjóra

Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri hefur gefið út fréttabréf eða upplýsingamola sem nálgast má hér neðar á síðunni.

Frá Skildi Siglufirði

  • 09.01.2010

Frá Skildi Siglufirði

Skjaldarfélagar óska öllum kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra.Gleðilegt nýtt ár,með ósk um að árið 2010 verði okkur öllum til farsældar.Hjá okkur hefur mikið verið að gera,


 

Nýir liðsmenn Umdæmisstjóra.

  • 06.01.2010

Nýir liðsmenn Umdæmisstjóra.

Meðfylgjandi myndband ber með sér að umdæmisstjóra berast óvæntir liðsmenn í handaupprettingum sínum. Það virðist sem sagt víðar en á Kiwanisheimilinu sem þar sem taka þarf til hendinni.