Fréttir

Kiwanisklúbburinn Gullfoss lokaorð.

 • 23.09.2009

Kiwanisklúbburinn Gullfoss lokaorð. Nú hefur Kiwanisklúbburinn Gullfoss sem var stofnaður í nóvember 1984 verið lagður niður. Gerðu menn þetta með nokkurum trega því allir voru sammála um að þetta væri búinn að vera öflugur klúbbur á sínum starfstíma og gert margt gott fyrir samfélagið.

Kötludúkkur

 • 20.09.2009

Kötludúkkur

Nú í vikunni fóru tveir dúkkulegir Kötlufélagar Helgi og Hjálmar upp á barnaspítala Hringsins til þess að auka við birgöir af Kiwanisdúkkum. Auk þess eru dúkkurnar líka komnar á BUGL þar sem þau þar eru að hanna föt handa dúkkunum.

 

Fréttabréf Hraunborgar

 • 20.09.2009

Fréttabréf Hraunborgar Kiwanisklúbbunrinn Hraunborg hefur gefið út sitt annað fréttabréf og má nálgast það með því að smella á linkinn hér að neðan.

Þinglok

 • 17.09.2009

Þinglok Vel heppnuðu 39 umdæmisþingi lauk á laugardagskvöldið s.l með galaballi í Vodafonehöllinni þar sem margt var um manninn. Borinn var fram þriggja rétta
matseðill sem tókst með miklum ágætum. Viðurkenningar voru veittar að venju og voru t.d fyrirmyndarklúbbar tilkynntir á þingfundi fyrr um daginn en eftirfarandi

Fréttatilkynning frá Kiwansiklúbbnum Hraunborgu.

 • 15.09.2009

Fréttatilkynning frá Kiwansiklúbbnum Hraunborgu. Í framhaldi af samþykkt styrktarsjóðs var Rebekku  Maríu, 22ja ára verðandi móður veittur styrkur að upphæð kr. 200.000,00. Rebekka og bræður hennar 2ja og 8 ára, misstu móður sína úr krabbameini fyrir stuttu og föður sinn af slysförum fyrir um tveimur árum síðan,

Þakkarorð frá Þingnefnd

 • 14.09.2009

Þakkarorð frá Þingnefnd Nú er lokið vel heppnuðu og vel sóttu umdæmisþingi. Mikið hefur mætt á þeim sem í þingnefnd völdust, einkum vikurnar fyrir þing. En það var nú þannig, að nefndin kom saman nánast vikulega allt frá páskum.

Þinghald

 • 12.09.2009

Þinghald Eftir að þingfundi var frestað í Laugarneskirkju hófust þingstörf aftur kl 9.00 í morgun með flutningi skýrslna Umdæmisstjórnarmanna
Síðan var farið yfir fjárhagsáætlun 2009-2010 og reikninga 2007-2008 .

Setning umdæmisþings

 • 12.09.2009

Setning umdæmisþings Setning 39 umdæmisþing Kiwanisumdæmissins Ísland - Færeyjar fór fram í Laugarneskirkju í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni .

39. Umdæmisþing hafið

 • 11.09.2009

39. Umdæmisþing hafið 39. umdæmisþing Ísland - Færeyjar hófst í morgun með umdæmisstjórnarfundi kl 8.30 og síðan hófst hefðbundin dagskrá kl 9.30 með fræðslu

Frá Þingnefnd

 • 10.09.2009

Frá Þingnefnd

Þingnefnd hvetur allt Kiwanisfólk til að fjölmenna á þinghald 39.umdæmisþings.
Þingnefnd hvetur einnig allt Kiwanisfólk til að fjölmenna á stórglæsilegt lokahóf í Vodafonehöllinni.

Frá Þingnefnd

 • 08.09.2009

Frá Þingnefnd Komið hefur í ljós að gera þarf breytingu á matseðli lokahófs.
Forréttur sá er átti að bjóða uppá, þ.e.a.s. humarsúpan góða, verður ekki á boðstólum.

Gönguáætlun Jörfa

 • 07.09.2009

Gönguáætlun Jörfa Hér er hvatning til Jörfafélaga ásamt öðrum Kiwanisklúbbum á höfuðborgarsvæðinu  í heilsubótargöngu en formaður göngunefndar Jörfa er
Jón J. Jóhannesson.

Frá Þingnefnd

 • 05.09.2009

Frá Þingnefnd Kæra Kiwanisfólk. Nú líður senn að þinghaldi. Af því tilefni vill þingnefnd hnykkja á nokkrum atriðum sem vert er að huga að tímanlega. Fyrir það fyrsta minnum við forseta/fulltrúa klúbba á að taka með sér klúbbfána og borðfána til þings. Í öðru lagi hvetjum við alla aðra sem hafa tök á, að mæta og taka þátt í skemmtilegu þingi og njóta þess annars sem í boði verður.

Kiwanis International í leit að nýju heimsverkefni (WSP)

 • 02.09.2009

Kiwanis International í leit að nýju heimsverkefni (WSP) Árið 1994 hét Kiwanishreyfingin því að forða börnum frá sjúkdómum tengdum joðskorti. Fyrsta heimsverkefni Kiwanis leit dagsins ljós. Núna þegar meirihlut barna heimsins eru óhult fyrir þeim ógnvænlega sjúkdómi sem joðskortur er, leitar Kiwanis að tillögum um annað heimsverkefni sem gerir Kiwanisfélögum um heim allan tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á heiminn í kringum okkur með því að hjálpa börnum í brýnni neyð.

Elgsveiðar

 • 02.09.2009

Elgsveiðar Hér að neðan er svo boð um elgsveiðar til íslenskra Kiwanismanna frá Kiwanisvinum okkar í Eistlandi.

Kiwanisfréttir Evrópustjórnar

 • 24.08.2009

Kiwanisfréttir Evrópustjórnar

Hér eru Kiwanisfréttir frá Evrópustjórn þar sem meðal annars er getið að Giampalo Ravasi sem var Evrópuforseti í umdæmisstjóratíð Andrésar Hjalta lést 28 júlí s.l

Dagskrá 39 umdæmisþings

 • 24.08.2009

Dagskrá 39 umdæmisþings

Þá er dagskrá 39 umdæmisþings Kiwaniumdæmisins Ísland - Færaeyjar orðin klár og má nálgast hana hér að neðan,einnig er hún undir Umdæmisþing hér á síðuni.

Aðalfundur Engjateigs 11

 • 18.08.2009

Aðalfundur Engjateigs 11

Aðalfundur Engjateigs 11 ehf. verður haldinn mánudaginn 31. ágúst nk.
í Kiwanishúsinu Engjateigi 11 og hefst kl. 20.00
Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Þingvallaferð Kötlufélaga

 • 17.08.2009

Þingvallaferð Kötlufélaga

Kötlufélagar sameinuðust um síðustu helgi 14.-16. á Þingvöllum með tjaldhýsi, húsbýla og húsvagna og áttu þar góða samverustund. Spjallað var, hlegið og haft gaman, sungið og kneifað öl í hófi.

Andlát

 • 12.08.2009

Andlát
Jónas Teitsson félagi í Kiwanisklúbbnum Höfða lést fimmtudaginn 6 ágúst s.l. Jónas gegndi hinum ýmsum embættum
fyrir Kiwanishreyfinguna og var m.a forseti Höfða.
Jónas verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13 ágúst kl 13.00