Fréttir

Fréttabréf K-dagsnefndar

  • 16.06.2010

Fréttabréf K-dagsnefndar

Út er komið fyrsta fréttabréf frá K-dagsnefnd, og má nálgast  bréfið hér að neðan.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 14.06.2010

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður að Hellishólum í  Fljótshlíð helgina 18-20 júní 2010

Fréttabréf Hraunborgar

  • 08.06.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 8 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar og má nálgast bréfið hér neðar á síðunni.

FRÉTTATILKYNNING

  • 02.06.2010

FRÉTTATILKYNNING

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
- tæplega 10% þjóðarinnar hafa fengið hjálma  síðustu sjö ár
Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að   auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins.  Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

  • 31.05.2010

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

Kiwanishjálmarnir sem Kiwanishreyfingin á Íslandi gefur í samvinnu við Eimskip komu til landsins í morgun og verða afhentir öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins.
Á morgun þriðjudag 1. júní verður  byrjað að senda hjálmana út á land og eru forsvarsmenn klúbbanna beðnir um að bregðast skjótt við til að ná að afhenda hjálmana í skólunum áður en þeim lýkur. Það eru eindregin tilmæli til kiwanisklúbbanna úti á landi að þeir hafi samband við þá fjölmiðla sem gefa út staðarblöð og fái þau til liðs við sig við afhendinguna og segi frá henni.

Frá Umdæmisstjórn

  • 27.05.2010

Frá Umdæmisstjórn

Ágætu Kiwanisfélagar
Meðfylgjandi er tillaga umdæmisstjóra að nýrri svæðaskiptingu umdæmisins Ísland Færeyjar sem samþykkt var samhljóða á sérstökum umdæmisstjórnarfundi 25. maí. Málið er þar með formlega afgreitt, en verður kynnt á umdæmisþingi í haust. Einnig sendi ég ykkur tillögu að mætingarleiðbeiningum fyrir klúbba sem ég hyggst leggja fyrir þing sem tillögu að samræmdum starfsreglum um skilyrði, mælingar og útreikning á fundamætingu Kiwanisfélaga. Þessi skjöl má nálgast hér neðar á síðunni.

KIWflash

  • 26.05.2010

KIWflash

Út er komið maí hefti af KIWflash fréttablaði Evrópustjórnar Kiwanis og má nálgast blaðið í pdf formi hér neðar á síðunni.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

  • 25.05.2010

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

Laugardaginn 5. júní 2010
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). 
Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og eins og í fyrra mun allur ágóði af mótinu renna til Blátt áfram, sem eru sjálfstæð félagasamtök, en tilgangur samtakanna er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Leikið verður Texas scramble (tveir saman í liði) og ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00

Kiwanisfréttir

  • 21.05.2010

Kiwanisfréttir

Út er komið 39 árg. 2.tbl Kiwanisfrétta og er blaðið veglegt að vanda og verður sent Kiwanismönnum um land allt en blaðið má nálgast hér að neðan.

Frá Hjálmanefnd

  • 18.05.2010

Frá Hjálmanefnd

Hjálmarnir koma til landsins 31 maí og verða til afhendingar í fyrstu viku júní þannig að þetta mál er allt að komast á hreint og mun nefndin gefa nánari upplýsingar á allra næstu dögum.

Afhending reiðhjólahjálma

  • 13.05.2010

Afhending reiðhjólahjálma Í dag stóðu félagar í Kiwanis- klúbbnum Drangey á Sauðárkróki fyrir sinni árlegu hjálmaafhendingu til barna í fyrsta bekk grunnskólanna í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. 

Frá K-dagsnefnd

  • 12.05.2010

Frá K-dagsnefnd

K-dags nefnd
Kiwanisumdæmisins Ísland -Færeyjar

K- dagur 10. – 14. maí 2011 Landssöfnunin
Kiwanisfélagar góðir K-dagsnefndin vill minna okkur öll
á að nú er eitt ár til næsta
K-dags sem verður 10. – 14. maí 2011
Unnið er markvist að undirbúningi og
með samstilltu átaki liggi fyrir í haust:
1. Styrktaraðilar
2. Styrktarverkefni

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

  • 11.05.2010

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

K- dagsnefnd umdæmisins boðar ykkur tengiliði sem geta komið því við að eiga við okkur orð um K-daginn. Við í nefndinni viljum upplýsa ykkur um stöðu mála og síðast en ekki síst að leita ráða samráðs og samstarf um K-daginn.
 

Síldarfundur Skjaldar á Siglufirði

  • 30.04.2010

Síldarfundur Skjaldar á Siglufirði

Síldarfundur Skjaldar var haldinn laugardaginn 24.apríl.
Mjög góð mæting  72%,í heimsókn var hjá okkur
kiwanisfélagar úr Drangey,Mosfelli,Kaldbak,Geysi,Súlum
og Esju auk fjölmargra annara gesta og var þetta um 80
manna fundur,sem heppnaðist mjög vel.

KIEFlash

  • 28.04.2010

KIEFlash

Út er komið fréttablað Evrópustjórnar Kiwanis KIEFlash þetta er sjöunda blaðið og aprílhefti. Blaðið má nálgast hér að neðan.

Fréttabréf Hraunborgar

  • 27.04.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 6 tbl Fréttabréfs Hraunborgar í Hafnarfirði og má nálgast það hér neðar á síðunni.

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði

  • 26.04.2010

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði var haldinn í Kiwanishúsinu Siglufirði 24.apríl.Mætingin var 4 frá Skyldi,3 frá Mosfelli og 2 frá Drangey,auk þess voru á fundinum félagar frá Esju,Geysi og Súlum.Og í lok fundarins mættu 9 félagar frá Kaldbak,sem voru að koma til að vera á síldarfundinum í kvöld.Sendi seinna myndir og fréttir af síldarfundinum.

Vörðukonur í sínu fyrsta verkefni.

  • 21.04.2010

Vörðukonur í sínu fyrsta verkefni.

24. mars sl. fóru Vörðukonur á Barnaspítalann  og voru með matarveislu fyrir börnin og aðstandendur þeirra, um 60 manns.  Þetta er sænsk hugmynd sem Brynjari Péturssyni í Grindvík langaði til að yrði að veruleika á Íslandi.   Brynjar og Svanhildur kona hans voru með son sinn, Frank,  um margra mánaða skeið á sjúkrahúsinu í Lundi og þangað komu Kiwanismenn  einu sinni í mánuði og voru  með mat fyrir börnin og aðstandendur.

Svæðisráðsfundur hjá Ægissvæði

  • 21.04.2010

Svæðisráðsfundur hjá Ægissvæði

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði verður haldinn næstkomandi laugardag 24 apríl. Fundurinn hefst kl 9.00 og verður haldinn í Kiwanishúsinu hjá Eldey í Kópavogi.

Umdæmisstjórnarfundur

  • 19.04.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnar fundur var haldinn s.l föstudag kl 17.00 en þetta er frekar óvenulegur tími en ástæða þess er sú að fræðsla verðandi Svæðisstjóra og Forseta fór fram á laugardeginum. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri setti fund  og hóf hann á nafnakalli, að því loknu hófust venjuleg fundarstörf þar sem Umsæmisstjórn reið á vaðið með flutningi  á sínum skýrslum.