Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur

  • 19.04.2010

Umdæmisstjórnar fundur var haldinn s.l föstudag kl 17.00 en þetta er frekar óvenulegur tími en ástæða þess er sú að fræðsla verðandi Svæðisstjóra og Forseta fór fram á laugardeginum. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri setti fund  og hóf hann á nafnakalli, að því loknu hófust venjuleg fundarstörf þar sem Umsæmisstjórn reið á vaðið með flutningi  á sínum skýrslum.
 Á meðal þess sem kom fram að nú eru félagar í umdæminu 892 og ættum við að ná 900 með þeim sem eru í aðlögun á þessu starfsári, en raunfjölgun er um 12 félagar eins og staðan er núna, og í sambandi við fjáraflanir þá hefur gengið vel að afla fjár í styrktarsjóði og félagar lagt á sig rúmar 13 þúsund klukkustundir í vinnu, einnig kom fram að fundarsókn er með miklum ágætum hjá klúbbunum. Atli umdæmisféhirðir fór yfir milliuppgjör umdæmisins sem virðist koma vel út.  Í skýrslum svæðistjóranna kom fram að mikið og gott starf er í gangi hjá klúbbunum, og einngi lýstu menn ánægju með heimsóknir fræðslunefndar á svæðisráðstefnur, en það kom einnig fram að menn mættu vanda sig betur með skýrslugerð. Að loknum skýrsluflutningi umdæmisstjórnar tóku við umræður um þær og síðan var tekið til við flutning skýrslna nefndarformanna, og vakti margt athylgi á þeim vetfangi sérstaklega  hugmynd að nýjum K-lykli þar sem sá lykill sem seldur yrði væri óskorinn lykill sem væri síðan smíðaður fyrir þarfir hvers og eins sem gengi að íbúð þess sem keypti K-lykil. Einnig virðist það koma upp aftur að seinkun verði á hjálmunum og þarf að bregðast við henni sem fyrst og þá jafnvel með því að útbúa einskonar gjafabréf til afhendingar sem síðan yrði afhentur hjálmur geng framvísun bréfsins , en málið er allt í vinnslu og mun hjálmanefnd skýra tengiliðum frá útkomunni sem fyrst. Fjárhagsnefnd flutti fjárhagsáætlun fyri starfsárið 2010 – 2011 Tillaga að nýrri svæðaskipan var rædd og verður tekin ákvörðun um málið á sérstökum umdæmisstjórnarfundi,  en tillaga B sem hefur verið til umræðu í vetur þykir besti kosturinn.  Góðar og gagnlegar umræður voru síðan um skýrslur nefnda bæði á jákvæðunótunum ásamt ýmsum athugasemdum eins og gengur. Undir liðnum önnur mál kom aðeins til umræðu tímasetning fundarinns og ósk um að hafa ekki þessa tímasetningu oftar því það virtist sem menn væru að stytta mál sitt til að klára fundinn, einnig hvað mönnum fyndist um að hafa fræðslu á þessum tíma og svaraði formaður fræðslunefndar því að þetta væri nausynlegt vegna þess að menn þyrftu að fara að undirbúa sínar stjórnir fyrir næsta starfsár. Hugmynd að styrktarverkefni var aðein rædd og yrði skoðuð nánar. Rétt  fyrir kl 21.00 sleit Óskar fundir og óskaði mönnum góðs gengis á fræðslunni á morgu og mönnum fyrir góða fundarsetu.
 
TS