Fréttir

Frá Kjörumdæmisstjóra

  • 17.04.2011

Frá Kjörumdæmisstjóra

Ágætur umdæmisstjórnarfundur var haldinn í gær en því miður þá voru nokkur forföll hjá umdæmisstjórnarmönnum. Þrátt fyrir það var fundurinn góður og í skýrslum umdæmisstjórnarmanna og nefndarformanna kom fram að alls staðar er gott starf í gangi hjá klúbbunum Núna framundan eru tvö stór verkefni, hjálmaafhending eftir páska og síðan K-dagurinn.

Hjálmafrétt

  • 16.04.2011

Hjálmafrétt

Fyrsta afhending hjálma verður 27 aprí hjá Eimskip kl. 10 um morgunin,  það hafa verið boðið 7 bæjarstjórum úr nágranasveitafélögum ásamt nemendum úr einum skóla frá hverju sveitafélagi. Það verður músik og veitingar fyrir börnin. Kiwanisfélagar eru velkomnir.

Heklufélagar afhenda peningagjöf.

  • 14.04.2011

Heklufélagar afhenda peningagjöf.

29. mars s.l. afhentu Heklufélagar Íþróttasambandi fatlaðra kr. 80.000,- í styrk. Við afhendinguna þakkaði forráðamaður þeirra Heklufélögum þann hlýhug sem þeir hafa til Íþróttasambands fatlaðra.

Síldarkvöld Skjaldar

  • 12.04.2011

Síldarkvöld Skjaldar

Árlegt Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar  verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 19:30 í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands Siglufirði.
Þann sama dag verður sameiginlegur svæðisráðsfundur í Grettis og Óðinssvæðum í Kiwanishúsinu Siglufirði, nánari tímasetning auglýst síðar.

 

Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni

  • 10.04.2011

Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni

Kiwanisfélagar í Ölver í Þorlákshöfn, héldu sína árlegu Gellu í Ráðhúsinu sínu laugardagskvöldið 19. mars. Gellan þeirra Ölversmanna á sér langa sögu en hefur tekið breytingum í áranna rás. Eitt  hefur þó alltaf verið aðalatriðið, þ.e. fiskur er á boðstólum  eins nafnið gefur til kynna. Reyndar var fullt af gellum líka á  Gellunni, en það er önnur saga
 

Konum fjölgar í Kiwanis

  • 09.04.2011

Konum fjölgar í Kiwanis

Á fundi Sólborgar sem haldinn var  í gærkveldi gerðist sá skemmtilegi atburður að teknar voru 8 nýjir félagar í Sólborgu.  Þessar nýju konur ætla að starfa sem græðlingsklúbbur Sólborgar og munu þær halda sína fundi í húsi Kiwanisklúbbsins Elliða, Elliðakoti á Grensásvegi. 

Kvöldvaka á Hrafnistu

  • 08.04.2011

Kvöldvaka á Hrafnistu

7. apríl var Kiwanisklúbburinn Hekla með kvöldvöku að Hrafnistu í Reykjavík fyrir heimilisfólkið. Þetta var í 40 skiptið sem þessi skemmtun er haldin. Að þessu sinni fengum við Auði Gunnardóttur óperusöngkonu og Ólaf Friðjónsson píanóleikara til að skemmta með söng og undirleik. Frábært atriði. Þá flutti Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður gamanmál .Helgi fór með frumsamdar vísur og frábæra brandara.
 

45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011

  • 03.04.2011

45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011

Afhending silfurstörnunnar: Águst Almy og Julietu, Ólaf Sveinson og  Guðbjörgu, Sigurjón Má Pétursson og Birnu.  Félögunum var veitt silfurstjarna fyrir vel unnin störf innan Kiwanishreyfingarinnar og eiginkonur þeirra fengu blómkvisti að launum fyrir dyggan stuðning.

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

  • 01.04.2011

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

Undirbúningur embættismanna sem taka við störfum í hreyfingunni næsta haust er í fullum gangi. Fræðslunefndin fór af stað fyrir nokkrum vikum og 12. mars s.l. var fræðsla fyrir verðandi svæðisstjóra. Um komandi helgi verður fræðsla fyrir verðandi forseta og fer fræðslan fram bæði í Reykjavík og Akureyri. Í fræðslunefndinni eru, Andrés K. Hjaltason formaður, Bragi Eyjólfsson, Hildisif Björgvinsdóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson og Benóný Guðmundson. Verðandi ritarar og féhirðar fá síðan fræðslu á þinginu á Hornafirði í haust.

Frétt úr Óðinssvæði

  • 30.03.2011

Frétt úr Óðinssvæði

Sameiginlegur svæðisráðsfundur  Grettirs og Óðinssvæðis verður haldin 30 apríl á Siglufirði. þetta veður síðasti svæðisráðsfundur Grettirssvæðis þar sem Drangey og Skjöldur ganga inn  í Óðinssvæði í haust en Mosfell fer í Sögusvæði.

 

Emblufrétt

  • 29.03.2011

Emblufrétt

Í Kiwanisklúbbnum Emblu var  haldin fundur nr.300  föstudaginn 25. mars og  buðum við mökum og fleiri gestum á fundinn.
Þetta var ágætis fundur og ýmislegt gert sér til gamans: farið í leiki, upplestur, sagðar skrýttlur og endað með harmonikkuleik.
 

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

  • 29.03.2011

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

Kiwanisklúbburinn Eldfell verður til. Í síðustu vikur skrifuðu 22 Kiwanisfélagar undir beiðni um stofnun Kiwaniaklúbbsins Eldfells-Reykjavík, en stofnfélagar verða vonandi hátt í 30. Þar með hleypir fyrsti græðlingklúbbur landsins heimdraganum.

Andrés í framboð til heimsstjórnar!

  • 18.03.2011

Andrés í framboð til heimsstjórnar!

Í vikubyrjun var KI send tilkynning um að með staðfestingu umdæmisstjórnar Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar, verði Andrés K. Hjaltason, fyrrverandi umdæmisstjóri og Keilisfélagi í framboði til "Trustee at Large" á heimsþingi í Genf í sumar. Um er að ræða sæti í heimsstjórn sem stendur Kiwanissvæðum utan Ameríku og Kanada til boða 3ja hvert ár, en Evrópubúi gengir því núna.

Tilkynning frá fræðslunefnd umdæmisins

  • 17.03.2011

Tilkynning frá fræðslunefnd umdæmisins

Fræðslunefnd umdæmisins verður með fræðslu kjörforseta dagana 2. og 3. apríl 2011
 
Laugardaginn 2. apríl 2011 verður fræðsla fyrir kjörforseta í eftirtöldum svæðum.
Eddusvæði, Sögusvæði, Ægissvæði og Þórssvæði.
Fræðslan verður haldin í Kiwanishúsinu að Engiteig í Reykjavík og hefst kl 10:00.

Almennurfundur hjá Heklufélögum

  • 13.03.2011

Almennurfundur hjá Heklufélögum

Þriðjudaginn 15. mars verður almennurfundur sem er opinn öllum, hjá Heklufélögum. Á þennan fund höfum við fengið Arne Sólmundarson verkfræðing og ritara Skotvís, til að halda fyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarðinn. Aðkoma útivistarfélaga og samráðsferlið.

 

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

  • 10.03.2011

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

Vil minna ykkur á að síðasti dagur til að skila efni í Kiwanisfréttir er 21. mars

kveðja

Þyrí Marta Baldursdóttir
ritstjóri Kiwanisfrétta

Sí- ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.

  • 08.03.2011

Sí-  ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.

Um nokkra hríð hefur KI boðið uppá vefnámskeið (webinar) á ensku og spænsku fyrir Kiwanisfélaga. Efni námskeiðanna er mjög fjölbreytilegt og fræðandi þannig að allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Skrá þarf sig á hvert námskeið, en það er mjög einfalt. Hægt er að nálgast eldri námskeið, en einnig eru þau vinsælustu reglulega endurtekin.

Sjávarréttardagurinn 2011

  • 07.03.2011

Sjávarréttardagurinn 2011 Sjávarréttadagurinn var haldinn þann 5 mars í flensborgarsalnum í Hafnarfyrði.

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

  • 02.03.2011

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

Í tilefni af 40 ára afmæli sínu gaf Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði unglingadeild Björgunarsveitarinnar Stráka í gærkvöldi fimm afar vandaða áttavita. Tóku þeir Jósteinn Snorrason og Magnús Magnússon við þeim fyrir hönd Smástráka. 

Smástrákar eru 13-20 nemendur í 9-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og eru þeir að læra grundvallaratriði björgunarsveita. Að sögn Magnúsar munu þessir áttavitar koma sér vel í því undirbúningsnámi, ekki síst við kennslu rötunar.

Þriðji fundur Evrópustjórnar

  • 01.03.2011

Þriðji fundur Evrópustjórnar

Helgina 19-20 febrúar var þriðji fundur Evrópustjórnar haldinn í Munchen. Fundurinn var að mestu hefðbundinn en merkilegur fyrir þær sakir að þar var undirritað samkomulag um fjármögnun KI á Evrópu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins,