Fréttir

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

  • 01.04.2011

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

Undirbúningur embættismanna sem taka við störfum í hreyfingunni næsta haust er í fullum gangi. Fræðslunefndin fór af stað fyrir nokkrum vikum og 12. mars s.l. var fræðsla fyrir verðandi svæðisstjóra. Um komandi helgi verður fræðsla fyrir verðandi forseta og fer fræðslan fram bæði í Reykjavík og Akureyri. Í fræðslunefndinni eru, Andrés K. Hjaltason formaður, Bragi Eyjólfsson, Hildisif Björgvinsdóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson og Benóný Guðmundson. Verðandi ritarar og féhirðar fá síðan fræðslu á þinginu á Hornafirði í haust.

Frétt úr Óðinssvæði

  • 30.03.2011

Frétt úr Óðinssvæði

Sameiginlegur svæðisráðsfundur  Grettirs og Óðinssvæðis verður haldin 30 apríl á Siglufirði. þetta veður síðasti svæðisráðsfundur Grettirssvæðis þar sem Drangey og Skjöldur ganga inn  í Óðinssvæði í haust en Mosfell fer í Sögusvæði.

 

Emblufrétt

  • 29.03.2011

Emblufrétt

Í Kiwanisklúbbnum Emblu var  haldin fundur nr.300  föstudaginn 25. mars og  buðum við mökum og fleiri gestum á fundinn.
Þetta var ágætis fundur og ýmislegt gert sér til gamans: farið í leiki, upplestur, sagðar skrýttlur og endað með harmonikkuleik.
 

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

  • 29.03.2011

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

Kiwanisklúbburinn Eldfell verður til. Í síðustu vikur skrifuðu 22 Kiwanisfélagar undir beiðni um stofnun Kiwaniaklúbbsins Eldfells-Reykjavík, en stofnfélagar verða vonandi hátt í 30. Þar með hleypir fyrsti græðlingklúbbur landsins heimdraganum.

Andrés í framboð til heimsstjórnar!

  • 18.03.2011

Andrés í framboð til heimsstjórnar!

Í vikubyrjun var KI send tilkynning um að með staðfestingu umdæmisstjórnar Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar, verði Andrés K. Hjaltason, fyrrverandi umdæmisstjóri og Keilisfélagi í framboði til "Trustee at Large" á heimsþingi í Genf í sumar. Um er að ræða sæti í heimsstjórn sem stendur Kiwanissvæðum utan Ameríku og Kanada til boða 3ja hvert ár, en Evrópubúi gengir því núna.

Tilkynning frá fræðslunefnd umdæmisins

  • 17.03.2011

Tilkynning frá fræðslunefnd umdæmisins

Fræðslunefnd umdæmisins verður með fræðslu kjörforseta dagana 2. og 3. apríl 2011
 
Laugardaginn 2. apríl 2011 verður fræðsla fyrir kjörforseta í eftirtöldum svæðum.
Eddusvæði, Sögusvæði, Ægissvæði og Þórssvæði.
Fræðslan verður haldin í Kiwanishúsinu að Engiteig í Reykjavík og hefst kl 10:00.

Almennurfundur hjá Heklufélögum

  • 13.03.2011

Almennurfundur hjá Heklufélögum

Þriðjudaginn 15. mars verður almennurfundur sem er opinn öllum, hjá Heklufélögum. Á þennan fund höfum við fengið Arne Sólmundarson verkfræðing og ritara Skotvís, til að halda fyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarðinn. Aðkoma útivistarfélaga og samráðsferlið.

 

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

  • 10.03.2011

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

Vil minna ykkur á að síðasti dagur til að skila efni í Kiwanisfréttir er 21. mars

kveðja

Þyrí Marta Baldursdóttir
ritstjóri Kiwanisfrétta

Sí- ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.

  • 08.03.2011

Sí-  ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.

Um nokkra hríð hefur KI boðið uppá vefnámskeið (webinar) á ensku og spænsku fyrir Kiwanisfélaga. Efni námskeiðanna er mjög fjölbreytilegt og fræðandi þannig að allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Skrá þarf sig á hvert námskeið, en það er mjög einfalt. Hægt er að nálgast eldri námskeið, en einnig eru þau vinsælustu reglulega endurtekin.

Sjávarréttardagurinn 2011

  • 07.03.2011

Sjávarréttardagurinn 2011 Sjávarréttadagurinn var haldinn þann 5 mars í flensborgarsalnum í Hafnarfyrði.

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

  • 02.03.2011

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

Í tilefni af 40 ára afmæli sínu gaf Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði unglingadeild Björgunarsveitarinnar Stráka í gærkvöldi fimm afar vandaða áttavita. Tóku þeir Jósteinn Snorrason og Magnús Magnússon við þeim fyrir hönd Smástráka. 

Smástrákar eru 13-20 nemendur í 9-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og eru þeir að læra grundvallaratriði björgunarsveita. Að sögn Magnúsar munu þessir áttavitar koma sér vel í því undirbúningsnámi, ekki síst við kennslu rötunar.

Þriðji fundur Evrópustjórnar

  • 01.03.2011

Þriðji fundur Evrópustjórnar

Helgina 19-20 febrúar var þriðji fundur Evrópustjórnar haldinn í Munchen. Fundurinn var að mestu hefðbundinn en merkilegur fyrir þær sakir að þar var undirritað samkomulag um fjármögnun KI á Evrópu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins,

Umdæmisfréttir

  • 01.03.2011

Umdæmisfréttir

Út er komið Umdæmisfréttir það fyrsta fréttabréf Umdæmisstjóra á þessu ári og má nálgast það hér að neðan.

Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.

  • 28.02.2011

Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.

Á félagsmálafundi þann 16. febrúar síðastliðinn heiðraði Kiwanisklúbburinn Eldey, núverandi og fyrrverandi umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar Ísland-Færeyjar með Hixon orðu sem þakklæti fyrir framúrskarandi störf í þágu umdæmisins.
Meðfylgjandi er ræða forseta sem haldin var við þetta tilefni.

Nýr græðlingsklúbbur

  • 28.02.2011

Nýr græðlingsklúbbur

Ágætu Kiwanisfélagar
Stofnaður hefur verið græðlingaklúbbur við Kiwanisklúbbinn Sólborg. Þetta eru 12 konur sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hreyfinguna. Ætlunin er í framtíðinni að þær verði sjálfstætt starfandi og munu þær funda í Reykjavík. Þær hafa valið sér nafnið Dyngja.

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

  • 22.02.2011

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

Sæl öll
Síðasti dagur til að koma inn efni í Kiwanisfréttir er 21. mars og  viljum við byðja klúbba og embættismenn  að vera duglega að senda efni og myndir í blaðið
Kveðja
Þyrí Marta Baldursdóttir
ritstjóri Kiwanisfrétta
 

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

  • 21.02.2011

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Annar svæðisráðsfundur Ægissvæðis var haldinn 12. febrúar sl.
Umdæmisstjóri stýrði fundi í fjarveru svæðisstjóra sem var veik.
Forsetar fluttu skýrslur og kemur fram í þeim að mikið og gott starf er í klúbbunum í svæðinu.
Teknir hafa verið inn fjórir nýir félagar en þrír félagar hafa fallið frá á þeim tíma sem liðin er frá því að við hittumst siðast.

Tilkynning frá Ferðanefnd

  • 20.02.2011

Tilkynning frá Ferðanefnd

Góðir Kiwanisfélagar,

Ferðanefnd er nú að ljúka við skipulagningu ferðar á heimsþing hreyfingarinnar í Genf í Sviss. Allir sem skráðir eru hafa nú greitt fyrirframgreiðslu sína og staðfest ferðina. Óvænt fengum við nokkra daga frest á staðfestingum ytra og þess vegna eru nokkur sæti laus í ferðina. Væntanlega verður ferðinni lokað einhverja næstu daga. Ef einhver hefur áhuga  vinsamlega hafið samband við okkur strax og staðfesta þar ferðina með 50.000 króna innborgun.

 

Frá Kvennanefndinni

  • 20.02.2011

Frá Kvennanefndinni

Kvennanefndin vinnur nú að stofnun kvennaklúbbs í Reykjavík og er nú hópur kvenna sem hittist reglulega
 en okkur vantar fleiri konur með okkur.  Þess vegna leitum við til ykkar kæru félagar og biðjum ykkur endilega
að hvetja konur í kringum ykkur að koma á fund til okkar og kynna sér málið.  þetta er bara gaman eins og þið vitið.

Heklufélagar afhenda styrk til Ljóssins.

  • 20.02.2011

Heklufélagar afhenda styrk til Ljóssins.

Þann 15. febrúar afhent styrktarnefnd Heklunnar, ásamt forseta klúbbsins, Ljósinu kr. 100.000,-  Félagsmönnum var þakkað innilega fyrir þennan styrk, en hann kemur sér mjög vel þar sem hann væri hugsaður til að kaupa á tækjum og efni til silfursmíði.