Fréttir

Heklufélagar styrkja knattspyrnumót hjá FRAM.

  • 01.05.2011

Heklufélagar styrkja knattspyrnumót hjá FRAM.

 

Í dag 30. apríl styrktu Heklufélagar knattspyrnumót drengja hjá FRAM með afhendingu á medalíum til allra þátttakanda og síðan voru grillaðar pylsur fyrir alla, einnig fullorðna og skolað niður með Svala. Þátttakendur voru um 160 drengir. Þarna eru á ferðinni efnilegir knattspyrnumenn sem létu veðrið ekki hafa áhrifa sig,

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.

  • 28.04.2011

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.

Eins og allir vita voru reiðhjólhjálmarnir afhendir frá Eimskip hf. í gær 27. apríl og var þá hafist handa við að dreifa þeim í skólana. Heklufélagar fengu eftirtalda skóla; Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðaskóla, Öskjuhlíðarskóla, Grunnskóla Seltjarnarness og Hjallastefnuskóla

Óskabörn þjóðarinnar fá reiðhjólahjálma að gjöf.

  • 27.04.2011

Óskabörn þjóðarinnar fá reiðhjólahjálma að gjöf.

Eimskipafélagið og Kiwaninshreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. 

Orðsending frá Hjálmanefnd

  • 27.04.2011

Orðsending frá Hjálmanefnd

 Vegna tafa þá var ekki hægt að afhenda hjálma í dag til klúbba, en eftir kl. 2 á fimmtudag verður allt tilbúið
og út á land fimmtudag og föstudag.
 
Kv
Oddgeir

Fréttabréf Hraunborgar

  • 27.04.2011

Fréttabréf Hraunborgar

 Út er komið 11 tölublað 3 árgangur af fréttabréfi Kiwanisklúbbsinns Hraunborgar í Hafnarfirði og má nálgast bréfið hér að neðan.

Fyrsta afhending hjálma

  • 24.04.2011

Fyrsta afhending hjálma

Fyrsta afhending hjálma verður 27 apríl hjá Eimskip kl. 10 um morguninn,  þangað hafa verið boðið Borgar og bæjarstjórum 7 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt nemum 1 bekkjar í eftirfarandi skólum.

Inntaka hjá Eldey

  • 24.04.2011

Inntaka hjá Eldey

 Eldeyjafélagar taka inn einn nýjan félaga á sameiginlegum fundi með Lionsklúbbnum Muninn
þann 20.apríl sl.   Nýi Eldeyjafélaginn heitir Sigurður Guðjón Davíðsson  og eru meðmælendur hans
þeir Óskar Guðjónsson og Hrafn Sabir Khan.

Umdæmisstjórnarfundur 16 apríl 2011

  • 19.04.2011

Umdæmisstjórnarfundur 16 apríl 2011

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn s.l laugardag og m.a kom fram að 2,5 milljón króna hagnaður var  af starfemi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar, á fyrstu 6 mánuðum starfsársins. Þetta kom fram á umdæmisstjórnarfundi sem haldinn í var í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík um helgina. Þá sagði Atli Þórsson, umdæmisgjaldkeri, að reynslan væri sú að seinni hluti starfsársins væri alltaf kostnaðarsamari en fyrri hlutinn og því mætti búast við  minni hagnaði að starfsárinu loknu.
Óskar Guðjónsson, umdæmisstjóri ræddi starf stjórnarinnar og var bara nokkuð sáttur með starfsemi hreyfingarinnar í heild. Félögum í nokkrum klúbbum hefur fjölgað og þá hefur verið stofnaður nýr klúbbur í Keflavík, eingöngu skipaður konum. Og tveir græðlingsklúbbar með rúmlega 40 félögum eru í burðarliðnum og verða stofnaðir á næstunni.
Nokkrir klúbbar eiga erfitt uppdráttar eins og gengur.

Frá Kjörumdæmisstjóra

  • 17.04.2011

Frá Kjörumdæmisstjóra

Ágætur umdæmisstjórnarfundur var haldinn í gær en því miður þá voru nokkur forföll hjá umdæmisstjórnarmönnum. Þrátt fyrir það var fundurinn góður og í skýrslum umdæmisstjórnarmanna og nefndarformanna kom fram að alls staðar er gott starf í gangi hjá klúbbunum Núna framundan eru tvö stór verkefni, hjálmaafhending eftir páska og síðan K-dagurinn.

Hjálmafrétt

  • 16.04.2011

Hjálmafrétt

Fyrsta afhending hjálma verður 27 aprí hjá Eimskip kl. 10 um morgunin,  það hafa verið boðið 7 bæjarstjórum úr nágranasveitafélögum ásamt nemendum úr einum skóla frá hverju sveitafélagi. Það verður músik og veitingar fyrir börnin. Kiwanisfélagar eru velkomnir.

Heklufélagar afhenda peningagjöf.

  • 14.04.2011

Heklufélagar afhenda peningagjöf.

29. mars s.l. afhentu Heklufélagar Íþróttasambandi fatlaðra kr. 80.000,- í styrk. Við afhendinguna þakkaði forráðamaður þeirra Heklufélögum þann hlýhug sem þeir hafa til Íþróttasambands fatlaðra.

Síldarkvöld Skjaldar

  • 12.04.2011

Síldarkvöld Skjaldar

Árlegt Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar  verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 19:30 í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands Siglufirði.
Þann sama dag verður sameiginlegur svæðisráðsfundur í Grettis og Óðinssvæðum í Kiwanishúsinu Siglufirði, nánari tímasetning auglýst síðar.

 

Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni

  • 10.04.2011

Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni

Kiwanisfélagar í Ölver í Þorlákshöfn, héldu sína árlegu Gellu í Ráðhúsinu sínu laugardagskvöldið 19. mars. Gellan þeirra Ölversmanna á sér langa sögu en hefur tekið breytingum í áranna rás. Eitt  hefur þó alltaf verið aðalatriðið, þ.e. fiskur er á boðstólum  eins nafnið gefur til kynna. Reyndar var fullt af gellum líka á  Gellunni, en það er önnur saga
 

Konum fjölgar í Kiwanis

  • 09.04.2011

Konum fjölgar í Kiwanis

Á fundi Sólborgar sem haldinn var  í gærkveldi gerðist sá skemmtilegi atburður að teknar voru 8 nýjir félagar í Sólborgu.  Þessar nýju konur ætla að starfa sem græðlingsklúbbur Sólborgar og munu þær halda sína fundi í húsi Kiwanisklúbbsins Elliða, Elliðakoti á Grensásvegi. 

Kvöldvaka á Hrafnistu

  • 08.04.2011

Kvöldvaka á Hrafnistu

7. apríl var Kiwanisklúbburinn Hekla með kvöldvöku að Hrafnistu í Reykjavík fyrir heimilisfólkið. Þetta var í 40 skiptið sem þessi skemmtun er haldin. Að þessu sinni fengum við Auði Gunnardóttur óperusöngkonu og Ólaf Friðjónsson píanóleikara til að skemmta með söng og undirleik. Frábært atriði. Þá flutti Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður gamanmál .Helgi fór með frumsamdar vísur og frábæra brandara.
 

45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011

  • 03.04.2011

45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011

Afhending silfurstörnunnar: Águst Almy og Julietu, Ólaf Sveinson og  Guðbjörgu, Sigurjón Má Pétursson og Birnu.  Félögunum var veitt silfurstjarna fyrir vel unnin störf innan Kiwanishreyfingarinnar og eiginkonur þeirra fengu blómkvisti að launum fyrir dyggan stuðning.

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

  • 01.04.2011

Undirbúningur næsta starfsárs í fullum gangi

Undirbúningur embættismanna sem taka við störfum í hreyfingunni næsta haust er í fullum gangi. Fræðslunefndin fór af stað fyrir nokkrum vikum og 12. mars s.l. var fræðsla fyrir verðandi svæðisstjóra. Um komandi helgi verður fræðsla fyrir verðandi forseta og fer fræðslan fram bæði í Reykjavík og Akureyri. Í fræðslunefndinni eru, Andrés K. Hjaltason formaður, Bragi Eyjólfsson, Hildisif Björgvinsdóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson og Benóný Guðmundson. Verðandi ritarar og féhirðar fá síðan fræðslu á þinginu á Hornafirði í haust.

Frétt úr Óðinssvæði

  • 30.03.2011

Frétt úr Óðinssvæði

Sameiginlegur svæðisráðsfundur  Grettirs og Óðinssvæðis verður haldin 30 apríl á Siglufirði. þetta veður síðasti svæðisráðsfundur Grettirssvæðis þar sem Drangey og Skjöldur ganga inn  í Óðinssvæði í haust en Mosfell fer í Sögusvæði.

 

Emblufrétt

  • 29.03.2011

Emblufrétt

Í Kiwanisklúbbnum Emblu var  haldin fundur nr.300  föstudaginn 25. mars og  buðum við mökum og fleiri gestum á fundinn.
Þetta var ágætis fundur og ýmislegt gert sér til gamans: farið í leiki, upplestur, sagðar skrýttlur og endað með harmonikkuleik.
 

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

  • 29.03.2011

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

Kiwanisklúbburinn Eldfell verður til. Í síðustu vikur skrifuðu 22 Kiwanisfélagar undir beiðni um stofnun Kiwaniaklúbbsins Eldfells-Reykjavík, en stofnfélagar verða vonandi hátt í 30. Þar með hleypir fyrsti græðlingklúbbur landsins heimdraganum.