Kvöldvaka á Hrafnistu

Kvöldvaka á Hrafnistu


7. apríl var Kiwanisklúbburinn Hekla með kvöldvöku að Hrafnistu í Reykjavík fyrir heimilisfólkið. Þetta var í 40 skiptið sem þessi skemmtun er haldin. Að þessu sinni fengum við Auði Gunnardóttur óperusöngkonu og Ólaf Friðjónsson píanóleikara til að skemmta með söng og undirleik. Frábært atriði. Þá flutti Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður gamanmál .Helgi fór með frumsamdar vísur og frábæra brandara.
 
Hann lætur ekki aldurinn trufla sig.  Happadrætti var og voru dregnir út 25 vinningar. Vinningar voru m.a konfekt, páskaegg og léttvín. Að þessu loknu var dansleikur og lék hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur fyrir dansi. Þessi kvöldvaka er alltaf tilhlökkunarefni fyrir heimilisfólk Hrafnistu, það klæðir sig upp í fínasta púss og konur fara í hárgreiðslu og svo er barinn að sjálfsögðu opinn.
Þarna mættu átta Heklufélagar og eiginkonur þeirra. Við þökkum öllum stuðningsaðilum og skemmtikröfur fyrir veittan stuðning án þeirra væri þetta ekki hægt.

Með Kiwaniskveðju

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.