Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur 26. nóvember

 • 16.11.2011

Umdæmisstjórnarfundur 26. nóvember

Umdæmisstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 26. nóvember að Engjateig 11 og hefst fundurinn
kl. 10.00 Umdæmisstjórnarmenn og nefndarformenn eru boðaðir til fundarins og eru allir hvattir til að mæta.
 Nú er um einn og hálfur mánuður liðinn af starfsárinu og þrátt fyrir stuttan tíma hefur margt gerst. Búið að að skipta um stjórnir í öllum klúbbum og svæðisráðsfundir hafa verið haldnir alls staðar nema í Ægissvæði þar sem fundurinn verður í Garði  laugardaginn 19. nóvember.
 

Frá Kiwanisklúbbnum Kötlu

 • 15.11.2011

Frá Kiwanisklúbbnum Kötlu

Kötlufélagar og makar nýttu sér hópafslátt fyrir miða á leikritið „Hjónabandssælu“ í Gamlabíói. Um fimmtíu manns mættu og skemmtu sér konunglega. Skemmtilegt var að hafa gaman saman og einblína ekki bara á fundarsókn. Nú er næsta skref að skipuleggja næstu ferð og smala saman fleiri félögum að hafa gaman saman.
 kv. JKG
 

Ánægjulegur svæðisráðsfundur í Óðinssvæði

 • 13.11.2011

Ánægjulegur svæðisráðsfundur í Óðinssvæði

Ég átti þess kost að sitja fyrsta fund í breyttu Óðinssvæði sem haldinn var í Kiwanishúsinu á Akureyri síðasta laugardag. Fulltrúar allra klúbbanna níu í svæðinu mættu á fundinn en alls sátu  33 félagar þenna fyrsta fund. Svæðisstjóri Sigurjón Pálsson stjórnaði fundinum af sinni alkunnu röggsemi og hafði vit á því að setja ávarp mitt á dagskrá sem síðasta lið fyrir matarhlé til að tryggja enga sérstaka langloku frá umdæmisstjóranum.

Styrkveiting

 • 13.11.2011

Styrkveiting

Laugardaginn 12. nóv. var afhentur styrkur til Lautarinnar á Akureyri en það er þriðji og síðasti styrkurinn sem afhentur er eftir sölu K-lykilsins nú í ár.  Lautin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og voru afhentar 5,5 milljónir.    Það voru umdæmisstjóri Ragnar Örn Pétursson og fulltrúi K-dagsnefndar Emelía Dóra Guðbjartsdóttir sem fengu það ánægjulega verkefni að afhenda styrkinn.

Stefnumótun Umdæmisins á Færeysku.

 • 07.11.2011

Stefnumótun Umdæmisins á Færeysku.

Elin Joensen fyrsti svæðisstjóri Færeyjasvæðis hefur  ráðist í það verkefni að þýða efni yfir á Færeysku eins og klúbbalögin, lög umdæmisins, efnið sem notað er við stjórnarskipti og síðan en ekki síst Stefnumótun umdæmisins fyrir 2011 - 2012.

Det første divisions møde i Føroyar-øki.

 • 07.11.2011

Det første divisions møde i Føroyar-øki.

Jeg mødte til det første divisons møde hos det færøeske division lørdagen 5. november.  Deltagelsen var god og kiwanismedlemmer i Færøerne har store planer nu når de er blevet er specielt divison.  Division – guvernør Elin Joensen har lavet et udmærket arbejde ved at oversætte klublovene, distriktlovene, planen for 2011-2016 og styreskifte ritualet fra islandsk til færøsk. 

Fyrsta svæðisráðstefna Færeyjasvæðis.

 • 07.11.2011

Fyrsta svæðisráðstefna Færeyjasvæðis.

Undirrituð mætti fyrir hönd umdæmisins á fyrstu svæðisráðstefnu Færeyjasvæðis laugardaginn 5. nóvember.  Góð mæting var og mikill hugur í færeyingum nú þegar Færeyjar eru orðnar sér svæði.  Svæðisstjórinn Elin Joensen hefur unnið stórkostlegt starf við þýðingu á klúbbalögum, lögum umdæmisins, efni vegna stjórnarskipta og stefnumótun umdæmisins frá íslensku yfir á færeysku.

Niðurstöður könnunar.

 • 02.11.2011

Niðurstöður könnunar.

Hér má sjá niðurstöður síðustu könnunar hjá okkur sem var um þingið á Höfn í Hornafirði og var yfirgnæfandi meirihluti ánægur  með þetta þing hjá Ós mönnum enda var þetta gert af miklum myndarskap hjá þeim félögum og geta þeir verið stoltir af, en endilega klikkið á myndina til að sjá hana stærri og þar með prósentuhlutfall svara.
Ný könnun kemur síðan í loftið von bráðar.

Vel heppnað Lambaréttakvöld.

 • 31.10.2011

Vel heppnað Lambaréttakvöld.

Föstudagskvöldið 28. október s.l.  voru Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja með Lambaréttakvöld og voru um 100 félagar og gestir mættir. Veislustjóri kvöldsins var Óskar Guðjónsson fyrrverandi umdæmisstjóri  og  gerði það með sóma. Menn gerðu mat og drykk góð skil og var kátt á hjalla. Ræðumaður var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsambands sauðfjárbænda . Skemmtikraftar voru síðan Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fór hann á kostum lýsti meðal annars því þegar það var skipt um hjartað í honum.  Gaman að sjá Jóhannes svona hressan. Töframaðurinn Jón Víðis var góður að vanda og tók m.a. Sigurð Pétursson úr skyrtunni án þess að hann færi úr jakkanum.

Lambaréttadagur Heklu og Esju

 • 28.10.2011

Lambaréttadagur Heklu og Esju

"Föstudagskvöldið 28. október verður svokallaður "Lambaréttardagur"

(herrakvöld)

hjá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju. Eins og áður hefur komið fram er ýmislegt á dagskrá og meðal annars listmunauppboð. Sjá meðfylgjandi mynd.:

 

Kv.

 

Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja."

Stjórnarskipti í Færeyjum

 • 26.10.2011

Stjórnarskipti í Færeyjum

Laugardaginn 22. október sl. fóru fram stjórnarskipti hjá klúbbunum í Færeyjum. Stjórnarskiptin voru haldin í Leirvik á Austurey (Eysturøy). Elin Joensen fyrsti svæðisstjóri Færeyjasvæðis sá um stjórnarskiptin og var undirritaður henni til aðstoðar [sem gamall svæðisstjóri Þórssvæðis]. Stjórnarskiptin fóru í alla staði vel fram og leysti svæðisstjórinn hún Elin þau ákaflega vel af hendi. Hafði hún lagt í mikla vinnu við að þýða allt stjórnarskiptaritúalið á færeysku og leysti það mjög vel úr hendi.

Jóhanna valin í undirbúningsnefnd

 • 23.10.2011

Jóhanna valin í undirbúningsnefnd

Alan Penn heimsforseti hefur tilnefnt Jóhönnu Maríu Einarsdóttur forseta Vörðu í Reykjanesbæ  í undirbúningsnefnd vegna þess að í sumar verða liðin 25 ár frá því að samþykkt var að heimila konum aðgang að Kiwanishreyfingunni.

Félagafjöldi í umdæmum KI

 • 22.10.2011

Félagafjöldi í umdæmum KI

Búið að opinbera félagafjölda í umdæmum KI starfsárið 2010-2011. Á heimsvísu hefur Kiwanisfélögum fækkað um rúmlega 7þús. Aðeins í 9 umdæmum hefur verið um fjölgun að ræða. Umdæmið Ísland-Færeyjar er eitt þessara umdæma. Staðreyndin er að á síðustu 2 árum hefur félagafjöldi okkar aukist um meir en 10%, þar af um 5% á ykkar vakt. Ykkur hefur tekist að snúa brokkgengi fækkunar/fjölgunar í viðvarandi og umtalsverða eflingu félagafjölda.
 

Stjórnarskipti hjá Drangey

 • 22.10.2011

Stjórnarskipti hjá Drangey Stjórnarskipti fóru fram hjá Kiwanisklúbbnum Drangey föstudagskvöldið 21. október sl. á Kaffi Krók, Sauðárkróki.

Fréttabréf Evrópustjórnar

 • 19.10.2011

Fréttabréf Evrópustjórnar

Umdæmið Ísland- Færeyjar
The Kiwanis District Iceland-Faroe is one of nine regions in Kiwanis in Europe. In the year 2014 will be 50 years since Kiwanis was first established in Iceland. There are now 36 clubs in the District with nearly one thousand members which is quite an achievement in consideration of the fact that the total population of Iceland is only 325 thousand people. The District are now 5 divisions as of 6
before.
 

Lambaréttadagur Heklu og Esju.

 • 19.10.2011

Lambaréttadagur Heklu og Esju.

Föstudagskvöldið 28. október verð verður svokallaður "Lambaréttardagur"
(herrakvöld) hjá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju.
Matseðill og dagskrá eru fjölbreytt, sjá viðhengi. Það eru allir velkomnir
miðinn kostar kr. 6.500,-

Myndir srá starfsárinu 2010-2011

 • 19.10.2011

Myndir srá starfsárinu 2010-2011 Nú eru komnar inn myndir frá síðasta starfsári.

Stefnumótun 2011 - 2016

 • 12.10.2011

Stefnumótun 2011 - 2016

Á umdæmisþingi á Höfn í Hornafirði í síðasta mánuði lagði stefnumótunarnefnd fram endurskoðaða stefnumótun fyrir Kiwanishreyfinguna 2011 - 2016. Mikil vinna hafði farið fram undanfarna mánuði við endurskoðun stefnunnar. Drög að henni voru síðan send til allra forseta í lok ágúst. Stefnumótunin var síðan samþykkt á umdæmisþinginu

Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.

 • 11.10.2011

Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.

Kiwanishreyfingin afhenti styrki vegna Landssöfnunar Lykill að lífi á samkomu
í Ráðhúsinu á Alþjóðar geðheilbrigðisdeginum mánudaginn 10. okt. 
Það eru nú 40 ár síðan Kiwanishreyfingin hóf landssöfn til styrktar geðheilbrigðismálum með sölu K-lykilsins sem fer fram á 3ja ára fresti og er söfnunin nú í ár sú 13 sinn. Það var Eyjólfur Sigurðsson

Sterkasti fatlaði maður heims.

 • 11.10.2011

Sterkasti fatlaði maður heims.

Dagana 7. og 8. október 2011 var haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjavík. Þetta er áttunda skiptið sem mótið er haldið á Íslandi. Kiwanisklúbburinn  Hekla hefur undanfarin ár styrkt mótið með því að gefa alla verðlaunagripi. Síðan voru Heklufélagar mættir á staðinn til að afhenda verðlaun, sjá myndir.
Verðlaunaafhending fór  fram í íþróttahúsi ÍFR að móti loknu. Keppt var í tveimur flokkum:
Flokki hjólastóla og flokki standandi. Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum.