Umdæmisstjórnarfundur 26 nóv 2011

Umdæmisstjórnarfundur 26 nóv 2011


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn laugardaginn 26 nóvember í Kiwanishúsinu við Engjateig, Ragnar umdæmisstjóri setti fund kl 10.00 og byrjuðu fundarmenn að minnast látinna félaga. Í upphafi fundar skýrði Ragnar frá því að komið væri kauptilboð í Kiwanishúsið sem væri í skoðun, en húsið er búið að vera á sölu í nokkurn tíma, og nánar yrði skýrt frá þessu síðar ef af verður. Síðan hófust venjuleg aðalfundarstörf með skýrslum stjórnarmanna og urðu nokkurar umræðum um þessar skýrslur sem byrtast hér á vefnum þegar fundagerðin verður klár.
Næsta lið flutti Ástbjörn Egilsson í fjarveru Óskars Guðjónssonar en það var í sambandi við framboð Óskars sem international trustee á Evrpuþinginu í Bergen í Noregi næsta sumar og var þetta framboð Óskars samþykkt með lófataki fundarmanna. Að loknu matarhléi var flutningur skýrslna nefndarformanna, og að þeim loknum voru nokkurar umræður um það efni og punkta sem fram komu. Hjördís kjörumdæmisstjóri kynnti stjórn sýna og suma nefndarformenn, og einnig kom fram að Á svæðisráðstefnu í Óðinssvæðir hefði komið fram áskorun á  Kristinn Örn Jónsson úr Kaldbak að gefa kost á sér til umdæmisstjóra 2014.  Einnig kom fram að Kiwanisklúbburinn Eldey væri búinn að sækja um að halda umdæmisþing 2014, og fleiri klúbbar eru að hugsa málið í sambandi við þetta þing. Í undirbúningi er að skrá sögu Kiwanis á Íslandi vegna afmælis hreyfingarinnar 2014.
Undir liðnum  önnur mál var margt tekið fyrir og mjög gagnlegar umræður þarna á ferðini um hin ýmsu mál umdæmisinns eins og t.d , eyrnamerking gjafa, niðurstöður vinnuhópa á síðasta umdæmisþingi, umdæmislögin , viðurkenningar, K-dagurinn, gagnageymslu umdæmissinns og síðan og ekki síst tók Eyjólfur Siguðsson f.v heimsforseti til máls og var þakklátur fyrir að sitja fundin  en málefni Kiwanis eru honum  afar kær, en Eyjólfur dvelur mikið erlendis um þessar mundir.
Um kl.13.50 sleit Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri góðum og gagnlegum fundi þar sem menn fara með margt til umhugsunar í farteskinu.
 
TS.