Fréttir

Umdæmisþing laugardagur

  • 15.09.2012

Umdæmisþing laugardagur

Ragnar Örn Umdæmisstjóri setti fund kl 9.00 og byrjaði á því að kveikja á kerti til að mynnast látinna félaga og bað þingfulltrúa að rísa úr sætum og hafa 1 mínútu þögn, að því loknu var leikið Kiwanislagið á myndbandi. Ragnar tók síðan til máls og fór yfir dagskrá dagsinns,  síðan flutti Ragnar skýrslu sína og styklaði á því helsta og þau atriði sem þaraf að leggja árherslur á svo sem fjölgun í umdæminu, hjálmaverkefni, heimsóknir í klúbba, Ísgolf o.mfl.

Setning 42 umdæmisþing í Reykjanesbæ.

  • 14.09.2012

Setning 42 umdæmisþing í Reykjanesbæ.

Setning 42 umdæmisþings Kiwanisumdæmisinns Ísland - Færeyjar fór fram við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Einar Már formaður þingnefndar bauð gesti velkomna og gaf síðan umdæmisstjóra Ragnari Erni orðið, þar sem Ragnar bauð alla velkomna til til Reykjanesbæjar og setti þingið formlega. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpaði síðan samkomuna ásamt erlendum gestum, heimsforseta, Evrópuforseta og umdæmissjóra Norden.

Ráðstefna horft til framtíðar

  • 14.09.2012

Ráðstefna horft til framtíðar

Eftir hádegi í dag blés Hjördís Harðardóttir til ráðstefnu undir heitinu Horft til framtíðar og fundarstjóri var Dröfn Sveinsdóttir sem setti fundinn og skýrði frá dagskrá fundarinns
  Fyrstur á mælendaskrá var Ástbjörn Egilsson formaður laganefndar og kynnti hann nýju klúbbalögin og sagði frá því ferli en klúbbalögin væru það gömul að þörf væri á því að betrumbæta og því væri margar nýjungar í þessum lögum. honum til aðstoðar var Óskar Guðjónsson og gaf
 Ástbjörn Óskar Guðjónssyni orðið en Óskar var búinn að vinna glærur um helstu breytinar á nýju klúbbalögunum sem við verðum að samþykkja á nást starfsári.

Hvatningarfundur verðandi embættismanna

  • 14.09.2012

Hvatningarfundur verðandi embættismanna

Í morgun rétt fyrir hádegi hélt Hjördís Harðardóttir verðandi Umdæmissfjóri hvatningarfund verðandi embættismanna. Hildisif Björgvindóttir setti fundinn sem fundarstjóri og gaf Hjördísi verðandi umdæmisstjóra orðið. Hjördís styklaði á stóru um fræðslu sem fór fram fyrr í morgun og skyldu
rembættismanna sem er að taka að sér embætti núna við næstu sjórnarskipti.
Hjördís fór síðan yfir áherslur sínar á komandi Umdæmisstjóraári við góðar undirtektir fundargesta sem voru fjölmargir.

Fræðsla

  • 14.09.2012

Fræðsla

Hefðbundin þingstörf hófust í Stapa í morgun kl 8.30 með afhendingu þingagna og því næst hófst fræðsla embættismanna, forseta, ritara, féhirða  Hildisif Björgvinsdóttir sá um fræðslu forseta, Guðbjörg Pásdóttir um fræðslu féhirða og

Umdæmisstjórnarfundur í Reykjanesbæ

  • 14.09.2012

Umdæmisstjórnarfundur í Reykjanesbæ

Þá er 42 Umdæmisþing Kiwanisumdæmisinns Ísland - Færeyjar að hefjast og félagar farnir að steyma til Reykjanesbæjar þar sem þingið fer fram. Það var byrjað á Umdæmisstjórnarfundi sem hófst á Icelandair Hótelinu kl 8.30 í morgun að viðstöddum erlendum gestum.

Félagsmálafundur hjá Helgafelli

  • 07.09.2012

Félagsmálafundur hjá Helgafelli

Þá er starfið farið af stað hjá okkur Helgafellsfélögum eftir sumarleyfi og var fyrsti fundur í gærkvöldi og var mæting góð miðað við að margir félagar eru enn fjarverandi vegna sumarleyfa.
Að venju hóf forseti fundinn með því að fara yfir afmælisdaga félaga og eins og gefur að skilja í stórum klúbbi þá hafa margir átt afmæli síðan í byrjun maí, en einn af þessum afmælisbörnum var
Jónatan Guðni Jónsson en hann varð fimmtugur þann 27 júlí og að venju var honum færð fánastöngin góða frá klúbbnum

Dagskrá 42. umdæmisþings

  • 03.09.2012

 Dagskrá 42. umdæmisþings

Dagskrá 42. umdæmisþings
Haldið í Reykjanesbæ, 14. – 16. september 2012

Þingið er haldið í Stapa

Föstudagur 14. september:
08:30 – 09:30    Umdæmisstjórnarfundur á Icelandair Hótel í Keflavík
08:30 – 16:00    Afhending þinggagna í anddyri Stapa
09:15 – 11:15     Fræðsla forseta, ritara, féhirða og svæðisstjóra í Stapa
11:15 – 11:30     Kaffihlé
11:30 – 12:15    Hvatningarfundur verðandi embættismanna.  Allir Kiwanisfélagar velkomnir
12:15 – 13:00     Hádegishlé
13:00 – 16:00     Horft til Framtíðar - ráðstefna
-    Kynning á nýjum klúbbalögum
-    MNT Verkefnið
-    Heimasíða og gagnagrunnur
-    Konur 25 ár í Kiwanis
15:00 – 16:00    Ársfundur Tryggingasjóðs  í Kiwanishúsinu í Keflavík
20:30 – 21:15    Þingsetning í  Keflavíkurkirkju
21:15 – 23:30    Opið hús í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju

Hittingur hjá Gullkúbbnum

  • 03.09.2012

Hittingur hjá Gullkúbbnum

 
Þá er komið að næsta hitting hjá Dagklúbbnum/Gullklúbbnum okkar en það eru konur sem eru hættar að vinna og hafa áhuga á að hittast og jafnvel stofna klúbb sem hittist að deginum til.
Fundurinn verður n.k. miðvikudag þann 5. september  kl.17:00  í Café Flóru, Grasagarðinum, Laugardal.

Lokahóf í Stapa 2012

  • 03.09.2012

Lokahóf í Stapa 2012

Hér kemum auglýsing fyrir dagskrá lokahófs Umdæmissþings í Reykjanesbæ og er ekki annað að sjá að þarna sé glæsileg dagskrá á feriðinni hjá þeim Keilisfélögum, og ekki látum við okkur vanta á þennann glæsilega viðburð.

Vígslan og Kiwanismótið

  • 28.08.2012

Vígslan og Kiwanismótið

Nýi gervigrasvöllur Völsungs var vígður um liðna helgi en sama dag fór fram stórglæsilegt og vel lukkað Kiwanismót þar sem ungstirni landsins áttu sviðið í 6-8.flokki.

Komið haust og Eldfellið tekur við sér á ný

  • 27.08.2012

Komið haust og Eldfellið tekur við sér á ný

Það er vonandi að sumarið hafi reynst ykkur hið besta.  Golfarar farið holu í höggi, veiðimenn fengið þann stóra og þeir sem fóru á gosloka eða þjóðhátíð í Eyjum hafi dansað uppi á borðum.  Fótboltasumarið hefur verið hið ágætasta þó Hafnfirðingar séu að taka dolluna en það er væntanlega vegna þess að kjörforseti vor starfar þar í bæ og ku hafa einkar mikið vit á fótbolta að eigin sögn.

Kiwanismótið í knattspyrnu

  • 24.08.2012

Kiwanismótið í knattspyrnu

Kiwanismót Völsungs í knattspyrnu fyrir 6-8 flokk fer fram á Húsavík á sunnudaginn (26. ágúst).

Happadrættisvinningar frá Færeyjum

  • 17.08.2012

Happadrættisvinningar frá Færeyjum

Frá Kiwanis Tórshavn.    16.aug.2012
 
Notarius publicus hevur trekt hesi vinnaranummur.
 
1. seðil nr. 5676  4-mannafar
2. seðil nr. 5012  ferðaseðil
3. seðil nr. 5544  gávukort
4. seðil nr. 5255  gávukort
5. seðil nr. 5156  gávukort
 
Vinnarararnir ringja til  556443 314109  214414
 
 
Takk fyri stuðulin
Kiwanis Tórshavn

Golfmót Ægissvæðis 2012

  • 17.08.2012

Golfmót Ægissvæðis 2012

Golfmót Ægissvæðis 2012 verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík sunnudaginn 26. ágúst.  Fyrsta holl verður ræst út kl. 10:00.

Könnun

  • 15.08.2012

Könnun

Síðasta könnun hér á kiwanis.is var um útgáfu hvítu bókarinnar sem hefur að geyma lög umdæmisinns, félagatal o.fl en spurt var
Finnst þér að umdæmið ætti að gefa áfram út hvítu bókina ?  56 tóku þátt í þessari könnun sem er nú frekar dapurt, en niðurstaðan var afgerandi eða 77 % vilja halda þessari útgáfu óbreyttri.
Nú er að fara í loftið ný könnun og snýr hún að Kiwanisfréttum og væri nú gaman þar sem styttist í þing að fá svolítið hressileg viðbrögð.

Sumarferð Jörfa 2012

  • 13.08.2012

Sumarferð Jörfa 2012

 Helgina 10.-12.ágúst fóru Jörfafélagar í sína árlegu  sumarútilegu ásamt fjölskyldum sínum. Haldið var að Nesi í Reykholtsdal . Á föstudagskvöldinu var sungið ,spjallað og borðuð dýrindis súpa. Á laugardeginum fóru áhugasamir  í gólf, farið var í  leiki við börnin og skemmtu sér allir vel saman.

Sumarferð Jörfa

  • 07.08.2012

Sumarferð Jörfa

 SUMARFERР JÖRFA  

Sumarferðin verður farin að Nesi í Reykholtsdal. Þarna er aðstaða fyrir húsbíla (rafmagn) og draghýsi en einnig er gistiaðstaða í húsi. Þarna er 9 holu golfvöllur, veitingasala og heitur pottur.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, en hefur ekki verið  fast ákveðin.

Við reiknum með að fólk sé að koma á staðinn á föstudeginum og fram eftir kvöldi.

Súpa verður í boði eins og áður.

Við ætlum að grilla sjálfir á laugardeginum og borða saman í veitingasalnum.  Við reynum að hafa einhverja létta dagskrá undir borðhaldinu.

 

Matseðill: Grillað Lambalæri að hætti Jörfamann með bökuðum kartöflum og sósu. Grillaðir Jörfa borgarar (Ekta hamborgarar) pylsur fyrir börnin, salat að hætti  Jörfakvenna. Með þessu verður verður boðið upp á rauðvín. Gos fyrir börn og áfengislausa.

Fyrir allt þetta borgum við aðeins kr. 2.000 og frítt fyrir 14 ára og yngri.

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

  • 07.08.2012

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

Að beiðni umdæmisstjóranna níu hefur verið boðað til aukafundar í Evrópustjórn og verður fundurinn haldinn í Belgíu föstudaginn 24. ágúst. Fundurinn er haldinn til að ganga frá samkomulagi við Kiwanis  International um greiðslur til Evrópu á næsta starfsári og skiptingu þeirra, en hingað til hafa þessar greiðslur runnið beint í rekstur Evrópustjórnar.
Samkomulag er um að KI greiði KIEF 180 þúsund evrur (28 milljónir króna) til reksturs á næsta ári en auk þess innheimtir KIEF um 210 þúsund evrur í félagsgjöld frá klúbbunum í Evrópu. Allir núverandi umdæmisstjórar  vilja hafa áhrif  á í hvað þessum peningum er eytt, en ekki láta fjögurra manna framkvæmdaráð taka allar ákvarðanir og kynna síðan ákvarðanir sínar á fundum Evrópustjórnar.

ISGOLF heimsækir sambýli

  • 03.08.2012

ISGOLF heimsækir sambýli

Nýlega voru sambýli í Kópavogi heimsótt og þeim afhent matarpakkar í tengslum við ISGOLF verkefnið.