Setning 42 umdæmisþing í Reykjanesbæ.

Setning 42 umdæmisþing í Reykjanesbæ.


Setning 42 umdæmisþings Kiwanisumdæmisinns Ísland - Færeyjar fór fram við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Einar Már formaður þingnefndar bauð gesti velkomna og gaf síðan umdæmisstjóra Ragnari Erni orðið, þar sem Ragnar bauð alla velkomna til til Reykjanesbæjar og setti þingið formlega. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpaði síðan samkomuna ásamt erlendum gestum, heimsforseta, Evrópuforseta og umdæmissjóra Norden.
Ungir nemendur Tónlistaskóla Reykjanesbæjar fluttu okkur tvö tónlistaratriði við góðar undirtekti á milli ræðuhalda og síðan frestaði Ragnar Örn fundi til morguns.
Að lokinni setningu var opið hús í safnaðarheimilinu það sem boðið var uppá léttar veitingar Keilisfélaga og notaði fólk kvöldið til að rabba saman og kynnast berur jú HAFA GAMAN SAMAN. Undir lokin kom söngkonan Bríet Sunna ásamt píanóleikara og flutti nokkur lög við frábærar undirtektir enda frábær söngkona þar á ferð.
 
Myndir má nálgast með því að klikka HÉR