Fréttir

Skvísukvöld

  • 28.02.2012

Skvísukvöld

Helluhrauni 22 Hafnarfirði föstudaginn 2 mars ætlum við að halda meiriháttar skvísuboð, þér og þínum vinkonum er boðið.
LEYNIGESTUR - HLJÓMSVEIT - GJAFIR
og margt fleira skemmtilegt fyrir skvísur.
Hver og ein kemur með sína drykki, allt annað er í boðið Kiwanis
Húsið opnar kl 19.30
Dagskrá hefst kl 20.00
Vinsamlegast staðfestið þáttöku fyrir 29 feb á
ckiwanisskvisur@gmail.com eða í síma 695-3669
 
Ath! Bara fyrir konur !

Herrakvöld Kiwanisklúbbsins Eldeyjar 2012

  • 27.02.2012

Herrakvöld Kiwanisklúbbsins Eldeyjar  2012

Kiwanisklúbburinn Eldey stendur fyrir herrakvöldi föstudaginn 2. mars 2012 í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, Kópavogi.??Húsið verður opnað kl. 19:00 og tekið á móti gestum með fordrykk.
 Dagskrá hefst síðan með kvöldverði kl. 20:00.?

Andlát

  • 25.02.2012

Andlát

Látin er einn af frumherjum KIWANIS í Færeyjum   Eiríkur Þorvaldsson  Mjólkurbústjóri. Ég minnist þegar ég kom til Færeyja til þess að viðhalda KIWANIS þar.  Þá kom Eiríkur til mín og bauð mig velkominn á íslensku. Síðan þá hefur verið alltaf heillt á milli okkar og þegar kom að því að hann varð að hætta vegna samgöngu erfiðleika og sjúkleika konunnar.

Sjávarréttadagur Eldborgar.

  • 20.02.2012

Sjávarréttadagur Eldborgar. Sjávarréttadagurinn hjá Eldborg verður haldinn laugardaginn 25 febrúar næstkomandi.

KIEF fréttir

  • 14.02.2012

KIEF fréttir

Út er komið 2 blað fréttablaðs Evrópustjórnar Kiwanis fyrir árið 2012 en blaðið má nálgast í pdf formi með því að klikka HÉR

Könnun janúarmánaðar

  • 09.02.2012

Könnun janúarmánaðar

Könnun janúarmánaðar var um sölu Kiwanishússins við Engjateig og spurt var: Ertur sátt / ur við sölu Kiwanishússins við Engjateig ? Það voru 61 sem tóku þátt og greiddu atkvæði og voru menn á því að rétt hefði verið að selja húsið, en að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir, en um 59% voru sáttir við sölu hússins. Nú er komin ný könnun og væri gaman ef fleiri myndu taka þátt þennann mánuðinn.
Hægt er að klikka á myndina til að sjá hana stærri og þar með niðurstöðurnar.

Svæðisráðsfundur

  • 09.02.2012

Svæðisráðsfundur Svæðisráðsfundur verður þ.11. febkl.09:00 í Kiwanishúsi Helluhrauni 22Allir velkomnir.KveðjaSvæðisstjóri ÆgissvæðisLt. Governor Ægir-Division 5Bergþór Ingibergsson

Andlát

  • 08.02.2012

Andlát

Ingvar Magnússon félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey og fyrrum umdæmsstjóri 1981 - 1982,
lést laugardaginn 4. febrúar
Eignkona Ingvars er Jenný Bjarnadóttir og börn Bjarni, Fríða Björk og Ingvar Örn
Ingvar var erlendur ritari umdæmisstjórnar Kiwanis í 14. ár, Kiwanisfélagar senda Jenný og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur
um leið og við minnust Ingvars Magnússonar með þökk og virðingu

F.h Einherja
Gylfi Ingvarsson Goði
 

Frá Ferðanefnd

  • 21.01.2012

Frá Ferðanefnd

Góðir Kiwanisfélagar
Bréf þetta er skrifað til að minna ykkur á Evrópuþing Kiwanis 2012. Þingið í á verður haldið í Bergen í Noregi 8.- 10. júní í sumar.
Eins og undanfarin ár áður gengst umdæmið fyrir ferð á þingið. Í boði er 8 nátta ferð. Fyrst  um nágrenni Bergen, en síðan verður dvalið í Bergen, þingið sótt  og ýmislegt annað sér til gamans gert.  Einnig er verið að vinna að styttri ferð sem miðast einungis við þingsókn.
 

Andlát

  • 21.01.2012

Andlát

Félagi okkar Þorbjörn Karlsson fyrrverandi prófesson lést 15. janúar sl. 84 ára að aldri
Þorbjörn var Kiwanisfélagi í Heklu og umdæmisstjóri 1978-1979 og í stjórn KIE 1983-1990  og
Evrópuforseti 1988-1989
Eftirlifandi eiginkona Þorbjörns er Svala Sigurðardóttir og eignuðust þau þrjár dætur og færum við þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur
Við minnumst Þorbjörns með þökk og virðingu
Gylfi Ingvarsson Goði

Heklufélagar veita styrk.

  • 20.01.2012

Heklufélagar veita styrk.

Á almennum fundi 17. janúar veitti Kiwanisklúbburinn Hekla Guðmundi Felix Grétarssyni styrk  vegna handaágræðslu. Guðmundur og faðir hans Grétar Felixson voru gestir fundarins. Guðmundur þakkaði fyrir sig og sagði frá stöðu sinni í dag og hann vonast til að fara til Lyon í Frakklandi jafnvel í sumar eða haust til að undirbúa handaágræðsluna. Þetta er ekki auðvelt og er í fyrsta skiptið sem hendur verða græddar á upp við öxl. Reikna má með því að það taki jafnvel nokkur ár þar til hann fái hreyfi getu í fingur en hann telur þetta allt þess virði.

Heklufélagar með flugeldasýningu.

  • 09.01.2012

Heklufélagar með flugeldasýningu.

Á þrettándanum þann 6. janúar voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir íbúa Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta hefur verið árlegur viðburður þegar veður leyfir.  Reynt er að skjóta  flugeldunum upp þannig að sem flestir sjá bæði innandyra og utan.  Björgunarsveitin Ársæll hefur séð um sýninguna undanfarin 20 ár, þar eru fagmenn á ferð og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.

Af starfi Drangeyjar í vetur

  • 03.01.2012

Af starfi Drangeyjar í vetur Það hefur verið góð mæting á fundi hjá Drangey það sem af er vetri en haldnir hafa verið fjórir fundir frá stjórnarskiptafundi.

Jólagjafir frá Heklufélögum.

  • 02.01.2012

Jólagjafir frá Heklufélögum.

22. desember afhentu Heklufélagar vistfólkinu á Bjargi jólagjafir.
Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi veitir langtíma geðfötluðum einstaklingum heimili.
Það er pláss fyrir 12 einstaklinga. Hjálpræðisherinn á og rekur heimilið, sem er á föstum
fjárframlögum frá Heilbrigðisráðuneytinu. Heimilið hefur starfað síðan 1968,
og einn vistmannanna hefur búið þar frá byrjun.

Margar hendur vinna létt verk

  • 02.01.2012

Margar hendur vinna létt verk

Ágætu Kiwanisfélagar
Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegt ár með þökk fyrir það gamla. Eins og ykkur er kunnugt þá hefur húseign Kiwanishreyfingarinnar að Engjateig 11 verið seld Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og verður húsið afhent 15. janúar n.k.
Við erum að kanna möguleika á að leigja eða kaupa skrifstofuhúsnæði fyrir umdæmið en þangað til þurfum við að koma gögnum okkar í geymslu og höfum við fengið leigða geymsluaðstöðu. Þá er einnig rétt við þessi tímamót að hreinsa til og henda því sem má henda og geyma annað.
Við ætlum að hittast  laugardaginn 7. janúar kl. 10 á Engjateignum og erum að vonast til að sem flestir kíki við og aðstoði við þessa flutninga. Ef einhver býr svo vel að hafa til umráða sendiferðabíl má sá hinn sami hafa samband við undirritaðan.

Munið kjörorð þessa starfsárs: Margar hendur vinna létt verk
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjór

Styrktarverkefni í lok árs

  • 01.01.2012

Styrktarverkefni í lok árs

Þann 22. desember heimsóttu tveir vaskir Kötlufélagar, Helgi Straumfjörð formaður styrktarnefndar og Þorlákur Jóhannsson, slökkvistöð  höfuðborgarsvæðisins í  Árbæ.  Þeir færðu sjúkraflutningamönnum bangsa og önnur mjúk dýr fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkrabíla að halda þegar veikindi og slys steðja að.
 

Frá Kiwanisklúbbnum Höfða

  • 30.12.2011

Frá Kiwanisklúbbnum Höfða

Kiwanisklúbburinn Höfði óskar landsmönnum öllum nær og fjær
Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir allan stuðninginn á árinu sem er að líða.
Eins og fjölmörg undanfarin ár stendur Kiwanisklúbburinn Höfði fyrir flugeldasölu um hver áramót og á
því er engin undantekning nú um þessi áramót. Flugeldasala klúbbsins ár hvert er stór þáttur og
undirstaða í því göfuga starfi sem félagsskapur Kiwanis standa undir.

Jólakveðja umdæmisstjóra

  • 23.12.2011

Jólakveðja umdæmisstjóra

Ágætu Kiwanisfélagar,

Nú þegar jólin ganga í garð gefst  tími til að líta upp frá amstri dagsins, rækta sambandið við fjölskylduna og vini og hlaða batteríin áður en tekist er á við hversdags leikann að nýju. Kiwanisstarfið það sem af er starfsári hefur gengið mjög vel og mjög virk starfsemi í öllum klúbbum. Í jólamánuðinum eru margir kiwanisfélagar okkar að leggja á sig mikla vinnu við ýmsar fjáraflanir, efla félagsandann og uppskera mörg bros og þakklæti þegar  styrkir eru veittir úr styrktarsjóðum klúbbanna.
Jólin eru tími þakkargjörðar. Við minnumst fæðingar frelsarans og þeirrar lífsýnar sem hann vísar til. Við hlúum að hvort öðru, styðjum og styrkjum hvort annað til góðra verka.
Margir vinir okkar og Kiwanisfélagar hafa fallið frá á þessu ári. Hugur okkar allra er hjá þeirra fjölskyldum.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og árs og friðar.

Ragnar Örn Pétursson Umdæmisstjóri

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2011

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 16. desember að Engjateig.  Forseti bauð alla velkomna, gesti, eiginkonur og félaga. Mæting var góð 19 félagar og 32 gestir. Það hefur verið hefð hjá Heklu félögum að bjóða ekkjum látinna félaga á jólafundinn og mættu þær sjó að þessu sinni. Séra Hjálmar Jónson ver fenginn til að vera með hugvekju. Fyrir matarhlé var sunginn sálmurinn „Borinn er sveinn í Betliheim“. Að venju var boðið upp á hangikjör heitt og kalt og möndlugraut í eftir rétt. Eitthvað hefur farið úrskeiðis með möndluna en hún fannst ekki og þar af leiðandi engin möndluverðlaun. Forseti minnti á fundinn í hádeginu á gamlársdag að Engjateig og sagði jafnframt að það yrði okkar síðasti fundur í húsinu. Björn Pálsson sagði fundarmönnum að Heklufélagar ætluðu að vera með flugeldasýningu á þrettándanum fyrir íbúa Hrafnistu bæði í Reykjavík og Hafnarfirði.
 

Jólafundur Kötlu

  • 18.12.2011

Jólafundur Kötlu

Jólafundur Kötlu var haldinn 14. desember 2011 í Glersalnum í Kópavogi. Mættir voru um sextíu manns, félagar og gestir þeirra. Sigrún J. Jónsdóttir las jólasögu sem fjallaði um jólagjöfina frá lítilli stúku, lítið box fyllt með karleika til föður síns. Veislugestum var boðið upp á hlaðborð af góðum mat, jólagraut og möndlugjöf.