Heklufélagar veita styrk.

Heklufélagar veita styrk.


Á almennum fundi 17. janúar veitti Kiwanisklúbburinn Hekla Guðmundi Felix Grétarssyni styrk  vegna handaágræðslu. Guðmundur og faðir hans Grétar Felixson voru gestir fundarins. Guðmundur þakkaði fyrir sig og sagði frá stöðu sinni í dag og hann vonast til að fara til Lyon í Frakklandi jafnvel í sumar eða haust til að undirbúa handaágræðsluna. Þetta er ekki auðvelt og er í fyrsta skiptið sem hendur verða græddar á upp við öxl. Reikna má með því að það taki jafnvel nokkur ár þar til hann fái hreyfi getu í fingur en hann telur þetta allt þess virði.
Hann sagðist vera löngu hættur að leita til opinberra aðila um aðstoð  og nú hafa safnast hátt í 40 milljónir sem ættu að duga fyrir aðgerðinni. Hann mun flytja út ásamt móðir sinni og búa þar á meðan bið, aðgerð og endurhæfing stendur yfir.  Félags menn óskuðu honum alls hins besta. Sjá heimasíu Guðmundar www.hendur.is

Birgir Benediktsson?ritari Heklu