Fréttir

Afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi.

 • 05.10.2011

Afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi.

Til:    Kiwanisfélaga á Íslandi
Frá:    K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar
Málefni: Boð til afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi með sölu Kiwanislykilsins.
Afhendingin styrkjanna fer fram í Ráðhúsinu í Reykjavík á Alþjóða Geðheilbrigðis deginum, mánudaginn 10. október.

Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu

 • 04.10.2011

Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu

Kiwanisklúbburinn Hekla vill þakka, öllum aðstandendum 41. Umdæmisþingi Kiwanis Ísland-Færeyjar, fyrir vel heppnað og gott þing og óskar nýrri umdæmisstjórn til hamingju með kjörið. Starfsár Kiwanisklúbbsins Heklu hófst 6. september með félagsfundi og síðan skýrsluskilafundur 20. sept. Síðan var stjórnarskiptafundur  föstudaginn 30. september  s.l.  Sá fundur var haldinn að Kríunesi við Elliðavatn. Þarna mættu félagar og eiginkonur og einnig svæðisstjóri Freyjusvæðis  Snjólfur Fanndal og eiginkona. 

Stjórnarskiptafundur Kötlu

 • 03.10.2011

Stjórnarskiptafundur Kötlu

Stjórnarskiptarfundur Kötlu var haldin á Hótel Holti 1. október sl. Forseti Gísli St. Skarphéðinsson setti fundinn þar sem tæplega 40 manns nutu góðra veitinga. Svæðisstjóri Freyjusvæðis Snjólfur Fanndal og Hörður Mar kjörsvæðisstjóri sáu um að skipta um stjórn.

Þakkar og kveðjuorð

 • 01.10.2011

Þakkar og kveðjuorð

Góðir Kiwanisfélagar, kæru vinir
Í dag eru vaktaskipti á Kiwanisskútunni Ísland Færeyjar. Síðasta ræs er afstaðið. Kallinn í búnni og áhöfn hans afmunstruð. Ný vakt axlar sjópokann, fullan af góðu vegarnesti, nýjum vonum og væntingum. Henni óskum við góðrar siglingar á vit nýrra ævintýra, markmiða og verkefna.

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland ? Færeyjar

 • 28.09.2011

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland ? Færeyjar

Síðastliðinn sunnudag kl 11.00 að loknu góðu þingi á Höfna í Hornafirði fóru fram stjórnarskipti í Umdæminu á Hótel Höfn. Stjórn Óskars Guðjónssonar sem setið hefur s.l tvö ár lét af störfum og við tekur stjórn Ragnars Arnars Péturssonar. Andrés Hjaltason sá um að afmunstra þá gömlu og setja nýju stjórnina inn með dyggri aðstoð Sigurgeirs Aðalgeirssonar en báðir eru þeir félagar f.v Umdæmisstjórar.

Að loknu Þingi

 • 27.09.2011

Að loknu Þingi

Ágætu Kiwanisfélagar,

Starfsömu og ánægjulegu Kiwanisþingi lauk á sunnudaginn á Höfn í Hornafirði. Ánægjulegt var að sjá hve margir félagar og makar þeirra sáu sér fært að mæta til þings. Þingstörf gengu mjög vel, en þau hófust með fræðslu á föstudeginum. Stefnumótun til næstu fimm ára var samþykkt og hátt í 80 þingfulltrúar tóku þátt í vinnuhópum um Kiwanis í nútíð og framtíð. Hefðbundin þingstörf voru á laugardeginum og þar  var  staðfest framboð Drafnar Sveinsdóttur til kjörumdæmisstjóra 2012-2013.

Þingsetning

 • 24.09.2011

Þingsetning

Setning 41 umdæmisþings Ísland-Færeyjar fór fram við hátíðlega athöfn í Hafnarkirkju í gærkvöldi ða viðstöddu fjölmenni, þar tók tók umdæmisstjóri, bæjarstjóri Hafnar, erlendir gestir, til máls og sóknarprestur staðarinns blessaði samkomuna og hvatti Kiwanismenn til góðra verka og halda áfram á sömu braut. Nemendur tónlistarskóla Hafnar sáu um fjölbreytt tónlistaratriði við góðar undirtektir þing gesta.

Þingstörf föstudagur

 • 23.09.2011

Þingstörf föstudagur

Að loknum umdæmisstjórnarfundi í morgun hófust fræðslur embættismanna, en búið er að gera fæðsluna vel úr garði með glærum og hefur mikið verið vandað til verka á þeim vetfangi. Að lokinni fræðslu hófst fundur í Íþróttahúsinu hér á Höfn þar sem Björn Ágúst reið á vaðið með kynningu á hinu nýja heimsverkefni hreyfingarinnar svo kallað stífkrampaverkefni en fram kom í hanns máli að um 40 lönd eiga við þennann skæða sjúkdóm að etja og sagði Björn m.a að á meðan hann flutti sitt mál hafa látist tvö börn í heiminum að völdum þessa fæðingastífkrampa, verðugt verkefni þarna á ferð fyrir Kiwanishreyfinguna og vonandi tekst jafn vel til og með Joð verkefnið.

Umdæmisstjórnarfundur

 • 23.09.2011

Umdæmisstjórnarfundur

Hér á Höfn í Hornafirði þar sem 41 Umdæmisþing er haldið um þessar mundir var haldinn Umdæmisstjórnarfundur sem hófst kl 8.30 að venju var þetta stuttur fundur þar sem stjórnarmenn tóku til máls og kynntir voru þeir erlendu gestir sem mættir eru til þings.

Fréttir frá Höfn

 • 22.09.2011

Fréttir frá Höfn

Nú styttist í að 41 þing Kiwanis umdæmissinns Ísland - Færeyjar fari að hefjast hér á Höfn í Hornafirði. Þessi þinghelgi hefst með Umdæmisstjórnarfundi í fyrramálið og að honum loknum hefjast fræðslur embættismanna. Það er búið að vera gaman í dag að fylgjast með þingfulltrúum mæta  á svæðið á hinum ýmsu ferðamátum svo sem , rútum , bílum, flugi o.fl

Afmælishátíð Skjaldar 8 október 2011.

 • 21.09.2011

Afmælishátíð Skjaldar 8 október 2011.

Afmælishátið Kiwanisklúbbsinns Skjaldar á Siglufirði verður haldinn þann 8 október n.k og verður dagskrá fagnaðarinns sem hér segir:  kl: 16:00-17:30.  Formleg móttaka í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.
Boðið verður upp á síld, rúgbrauð, brennsa og hákarl.

Fræðsla embættismanna á þingi

 • 21.09.2011

Fræðsla embættismanna á þingi

Hér á vefsvæðinu er nú komið inn það fræðsluefni sem á að nota á þinginu á Höfn um næstu helgi, forsetafræðsluefni, ritarafræðsluefni, og efni fyrir fræðslu féhirða. Benóný Arnór verðandi umdæmisritari er búinn að setja þetta snyrtilega upp á glærur,

Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis

 • 19.09.2011

Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis

Fundurinn var í umsjón Eldborgar í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
35 manns mættu á fundinn, forseti Eldborgar var með gullkorn forseta sem í þetta sinn var ljóð eftir föður hans. Forsetar lásu skýrslur sínar ásamt svæðisstjóra. Keypt hafði verið á árinu ný keðja fyrir svæðisstjóra og var búið að setja

 

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

 • 12.09.2011

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Laugardaginn 17. september verður haldinn 4. svæðisráðsfundur í Ægissvæði
Fundurinn verður í umsjón Eldborgar í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 09:00 stundvíslega
Á fundinum verða veittar viðurkenningar fyrir frábær forseti og frábær ritari Ægissvæðis starfsárið 2010-2011
 

Andlát

 • 22.08.2011

Andlát

Hilmar Skagfield  fyrrum aðalræðismaður Íslands í Tallahassee í Bandaríkjunum andaðist sunnudaginn 14. ágúst  s.l. Hilmar var Kiwanismaður í yfir 50 ár og var í „The Kiwanis Club of Capital City í Tallahassee“. Hilmar kom síðan að stofnum Kiwanishreyfingarinnar  á Íslandi með stofnum Kiwanisklúbbsins Heklu 14. janúar 1964 og var klúbburinn hans í Tallahassee móðurklúbbur Heklunnar.

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

 • 19.08.2011

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

Hér eru vinningar í happadrætti já Thorshavn í Færeyjum og upplýsingar hvar er hægt að vitja þeirra sem hafa keypt miða, sjá nánar

Drög að Stefnumótun 2011-2016

 • 18.08.2011

Drög að Stefnumótun 2011-2016

Ágætu Kiwanisfélagar
 
Stefnumótunarnefnd Umdæmisins hefur nú lokið við endurskoðun á Stefnumótun hreyfingarinnar og mun leggja drög að nýrri Stefnumótun fyrir þingið okkar á Hornafirði 23. september n.k. Til að koma þessum drögum strax í kynningu hefur verið ákveðið að senda þau til forseta allra klúbba um næstu helgi og óska eftir því að stjórnir klúbbanna taki þau til efnislegrar meðferðar og gjarnan kynna félögum drögin ef þess er kostur á fyrstu fundum eftir sumarhlé.

Ferð á heimsþing Kiwanis í Genf 6.-19. júlí 2011

 • 15.08.2011

Ferð á heimsþing Kiwanis í Genf 6.-19. júlí 2011


   Ferðahópurinn mætti í Leifsstöð fljótlega upp úr hádegi miðvikudaginn 6. júlí, samtals 24 þar af 10 Kiwanisfélagar víðsvegar af landinu. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri og hans kona Konný Hjaltadóttir bættust í hópinn í Genf að loknu heimsþingi.
  Farið var í loftið á tilsettum tíma kl. 17.00 með flugvél Icelandair.  Eftir   tæplega fjögura tíma flug lentum við í Mílanó á Ítaliu. Þar beið okkar 50 manna rúta frá Tékklandi sem var svo okkar fararskjóti út ferðina.   Var haldið rakleiðis á næturstað á Hóltel Vindsor í Mílanó. Vorum við komin þar   klukkan   langt gengin í eitt að staðartíma.
 

Andrés náði ekki kjöri á heimsþingi

 • 11.07.2011

Andrés náði ekki kjöri á heimsþingi

Heimsþingi Kiwanis lauk á laugardaginn í Sviss en þingið stóð yfir í fjóra daga. Við áttum 10 fulltrúa á þinginu með atkvæðisrétt en um 1700 manns sóttu þingið. Mesta spennan var að sjá hvort Andrés K. Hjaltason fyrrverandi umdæmisstjóri næði kjöri sem  trustee at large eða ráðgjafi í heimsstjórn eins og við köllum það, en þrír voru í framboði um eina stöðu.