Fréttir

Niðurstöður könnunar.

  • 02.11.2011

Niðurstöður könnunar.

Hér má sjá niðurstöður síðustu könnunar hjá okkur sem var um þingið á Höfn í Hornafirði og var yfirgnæfandi meirihluti ánægur  með þetta þing hjá Ós mönnum enda var þetta gert af miklum myndarskap hjá þeim félögum og geta þeir verið stoltir af, en endilega klikkið á myndina til að sjá hana stærri og þar með prósentuhlutfall svara.
Ný könnun kemur síðan í loftið von bráðar.

Vel heppnað Lambaréttakvöld.

  • 31.10.2011

Vel  heppnað Lambaréttakvöld.

Föstudagskvöldið 28. október s.l.  voru Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja með Lambaréttakvöld og voru um 100 félagar og gestir mættir. Veislustjóri kvöldsins var Óskar Guðjónsson fyrrverandi umdæmisstjóri  og  gerði það með sóma. Menn gerðu mat og drykk góð skil og var kátt á hjalla. Ræðumaður var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsambands sauðfjárbænda . Skemmtikraftar voru síðan Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fór hann á kostum lýsti meðal annars því þegar það var skipt um hjartað í honum.  Gaman að sjá Jóhannes svona hressan. Töframaðurinn Jón Víðis var góður að vanda og tók m.a. Sigurð Pétursson úr skyrtunni án þess að hann færi úr jakkanum.

Lambaréttadagur Heklu og Esju

  • 28.10.2011

Lambaréttadagur Heklu og Esju

"Föstudagskvöldið 28. október verður svokallaður "Lambaréttardagur"

(herrakvöld)

hjá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju. Eins og áður hefur komið fram er ýmislegt á dagskrá og meðal annars listmunauppboð. Sjá meðfylgjandi mynd.:

 

Kv.

 

Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja."

Stjórnarskipti í Færeyjum

  • 26.10.2011

Stjórnarskipti í Færeyjum

Laugardaginn 22. október sl. fóru fram stjórnarskipti hjá klúbbunum í Færeyjum. Stjórnarskiptin voru haldin í Leirvik á Austurey (Eysturøy). Elin Joensen fyrsti svæðisstjóri Færeyjasvæðis sá um stjórnarskiptin og var undirritaður henni til aðstoðar [sem gamall svæðisstjóri Þórssvæðis]. Stjórnarskiptin fóru í alla staði vel fram og leysti svæðisstjórinn hún Elin þau ákaflega vel af hendi. Hafði hún lagt í mikla vinnu við að þýða allt stjórnarskiptaritúalið á færeysku og leysti það mjög vel úr hendi.

Jóhanna valin í undirbúningsnefnd

  • 23.10.2011

Jóhanna valin í undirbúningsnefnd

Alan Penn heimsforseti hefur tilnefnt Jóhönnu Maríu Einarsdóttur forseta Vörðu í Reykjanesbæ  í undirbúningsnefnd vegna þess að í sumar verða liðin 25 ár frá því að samþykkt var að heimila konum aðgang að Kiwanishreyfingunni.

Félagafjöldi í umdæmum KI

  • 22.10.2011

Félagafjöldi í umdæmum KI

Búið að opinbera félagafjölda í umdæmum KI starfsárið 2010-2011. Á heimsvísu hefur Kiwanisfélögum fækkað um rúmlega 7þús. Aðeins í 9 umdæmum hefur verið um fjölgun að ræða. Umdæmið Ísland-Færeyjar er eitt þessara umdæma. Staðreyndin er að á síðustu 2 árum hefur félagafjöldi okkar aukist um meir en 10%, þar af um 5% á ykkar vakt. Ykkur hefur tekist að snúa brokkgengi fækkunar/fjölgunar í viðvarandi og umtalsverða eflingu félagafjölda.
 

Stjórnarskipti hjá Drangey

  • 22.10.2011

Stjórnarskipti hjá Drangey Stjórnarskipti fóru fram hjá Kiwanisklúbbnum Drangey föstudagskvöldið 21. október sl. á Kaffi Krók, Sauðárkróki.

Fréttabréf Evrópustjórnar

  • 19.10.2011

Fréttabréf Evrópustjórnar

Umdæmið Ísland- Færeyjar
The Kiwanis District Iceland-Faroe is one of nine regions in Kiwanis in Europe. In the year 2014 will be 50 years since Kiwanis was first established in Iceland. There are now 36 clubs in the District with nearly one thousand members which is quite an achievement in consideration of the fact that the total population of Iceland is only 325 thousand people. The District are now 5 divisions as of 6
before.
 

Lambaréttadagur Heklu og Esju.

  • 19.10.2011

Lambaréttadagur Heklu og Esju.

Föstudagskvöldið 28. október verð verður svokallaður "Lambaréttardagur"
(herrakvöld) hjá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju.
Matseðill og dagskrá eru fjölbreytt, sjá viðhengi. Það eru allir velkomnir
miðinn kostar kr. 6.500,-

Myndir srá starfsárinu 2010-2011

  • 19.10.2011

Myndir srá starfsárinu 2010-2011 Nú eru komnar inn myndir frá síðasta starfsári.

Stefnumótun 2011 - 2016

  • 12.10.2011

Stefnumótun 2011 - 2016

Á umdæmisþingi á Höfn í Hornafirði í síðasta mánuði lagði stefnumótunarnefnd fram endurskoðaða stefnumótun fyrir Kiwanishreyfinguna 2011 - 2016. Mikil vinna hafði farið fram undanfarna mánuði við endurskoðun stefnunnar. Drög að henni voru síðan send til allra forseta í lok ágúst. Stefnumótunin var síðan samþykkt á umdæmisþinginu

Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.

  • 11.10.2011

Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.

Kiwanishreyfingin afhenti styrki vegna Landssöfnunar Lykill að lífi á samkomu
í Ráðhúsinu á Alþjóðar geðheilbrigðisdeginum mánudaginn 10. okt. 
Það eru nú 40 ár síðan Kiwanishreyfingin hóf landssöfn til styrktar geðheilbrigðismálum með sölu K-lykilsins sem fer fram á 3ja ára fresti og er söfnunin nú í ár sú 13 sinn. Það var Eyjólfur Sigurðsson

Sterkasti fatlaði maður heims.

  • 11.10.2011

Sterkasti fatlaði maður heims.

Dagana 7. og 8. október 2011 var haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjavík. Þetta er áttunda skiptið sem mótið er haldið á Íslandi. Kiwanisklúbburinn  Hekla hefur undanfarin ár styrkt mótið með því að gefa alla verðlaunagripi. Síðan voru Heklufélagar mættir á staðinn til að afhenda verðlaun, sjá myndir.
Verðlaunaafhending fór  fram í íþróttahúsi ÍFR að móti loknu. Keppt var í tveimur flokkum:
Flokki hjólastóla og flokki standandi. Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum.

Afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi.

  • 05.10.2011

Afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi.

Til:    Kiwanisfélaga á Íslandi
Frá:    K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar
Málefni: Boð til afhendingar styrkja Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar vegna landssöfnunar Lykill að lífi með sölu Kiwanislykilsins.
Afhendingin styrkjanna fer fram í Ráðhúsinu í Reykjavík á Alþjóða Geðheilbrigðis deginum, mánudaginn 10. október.

Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu

  • 04.10.2011

Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu

Kiwanisklúbburinn Hekla vill þakka, öllum aðstandendum 41. Umdæmisþingi Kiwanis Ísland-Færeyjar, fyrir vel heppnað og gott þing og óskar nýrri umdæmisstjórn til hamingju með kjörið. Starfsár Kiwanisklúbbsins Heklu hófst 6. september með félagsfundi og síðan skýrsluskilafundur 20. sept. Síðan var stjórnarskiptafundur  föstudaginn 30. september  s.l.  Sá fundur var haldinn að Kríunesi við Elliðavatn. Þarna mættu félagar og eiginkonur og einnig svæðisstjóri Freyjusvæðis  Snjólfur Fanndal og eiginkona. 

Stjórnarskiptafundur Kötlu

  • 03.10.2011

Stjórnarskiptafundur Kötlu

Stjórnarskiptarfundur Kötlu var haldin á Hótel Holti 1. október sl. Forseti Gísli St. Skarphéðinsson setti fundinn þar sem tæplega 40 manns nutu góðra veitinga. Svæðisstjóri Freyjusvæðis Snjólfur Fanndal og Hörður Mar kjörsvæðisstjóri sáu um að skipta um stjórn.

Þakkar og kveðjuorð

  • 01.10.2011

Þakkar og kveðjuorð

Góðir Kiwanisfélagar, kæru vinir
Í dag eru vaktaskipti á Kiwanisskútunni Ísland Færeyjar. Síðasta ræs er afstaðið. Kallinn í búnni og áhöfn hans afmunstruð. Ný vakt axlar sjópokann, fullan af góðu vegarnesti, nýjum vonum og væntingum. Henni óskum við góðrar siglingar á vit nýrra ævintýra, markmiða og verkefna.

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland ? Færeyjar

  • 28.09.2011

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland ? Færeyjar

Síðastliðinn sunnudag kl 11.00 að loknu góðu þingi á Höfna í Hornafirði fóru fram stjórnarskipti í Umdæminu á Hótel Höfn. Stjórn Óskars Guðjónssonar sem setið hefur s.l tvö ár lét af störfum og við tekur stjórn Ragnars Arnars Péturssonar. Andrés Hjaltason sá um að afmunstra þá gömlu og setja nýju stjórnina inn með dyggri aðstoð Sigurgeirs Aðalgeirssonar en báðir eru þeir félagar f.v Umdæmisstjórar.

Að loknu Þingi

  • 27.09.2011

Að loknu Þingi

Ágætu Kiwanisfélagar,

Starfsömu og ánægjulegu Kiwanisþingi lauk á sunnudaginn á Höfn í Hornafirði. Ánægjulegt var að sjá hve margir félagar og makar þeirra sáu sér fært að mæta til þings. Þingstörf gengu mjög vel, en þau hófust með fræðslu á föstudeginum. Stefnumótun til næstu fimm ára var samþykkt og hátt í 80 þingfulltrúar tóku þátt í vinnuhópum um Kiwanis í nútíð og framtíð. Hefðbundin þingstörf voru á laugardeginum og þar  var  staðfest framboð Drafnar Sveinsdóttur til kjörumdæmisstjóra 2012-2013.

Þingsetning

  • 24.09.2011

Þingsetning

Setning 41 umdæmisþings Ísland-Færeyjar fór fram við hátíðlega athöfn í Hafnarkirkju í gærkvöldi ða viðstöddu fjölmenni, þar tók tók umdæmisstjóri, bæjarstjóri Hafnar, erlendir gestir, til máls og sóknarprestur staðarinns blessaði samkomuna og hvatti Kiwanismenn til góðra verka og halda áfram á sömu braut. Nemendur tónlistarskóla Hafnar sáu um fjölbreytt tónlistaratriði við góðar undirtektir þing gesta.