Sterkasti fatlaði maður heims.

Sterkasti fatlaði maður heims.


Dagana 7. og 8. október 2011 var haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjavík. Þetta er áttunda skiptið sem mótið er haldið á Íslandi. Kiwanisklúbburinn  Hekla hefur undanfarin ár styrkt mótið með því að gefa alla verðlaunagripi. Síðan voru Heklufélagar mættir á staðinn til að afhenda verðlaun, sjá myndir.
Verðlaunaafhending fór  fram í íþróttahúsi ÍFR að móti loknu. Keppt var í tveimur flokkum:
Flokki hjólastóla og flokki standandi. Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum.
Keppt var í átta keppnisgreinum í flokki hjólastóla og fimm keppnisgreinum í flokki standandi, alls 6 keppnisgreinar. Keppt var í að draga hönd yfir hönd, drumbalyftu, bóndagöngu, steinatökum, herkulesarhaldi og hleðslugrein. Mótið var einstaklega vel heppnað og ánægjulegt fyrir Heklufélaga.
Mótið verður sýnt í sérstökum þætti á RÚV.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.