Fréttir

Fókus á fjölgun

 • 10.09.2010

Fókus á fjölgun

Hluti af umdæmisþingi Kiwanis þetta árið var ráðstefna um fjölgun Kiwanisfélaga. Hreyfingin hefur undafarin ár búið við það að Kiwanisfélögum  hefur farið fækkandi. Ráðstefnan snérist því um hvernig mætti fjölga félögum.Um áramótin 2009-2010 voru Kiwanisfélagar 880 tals.  Þeir eru í dag 914 að því er fram kom á ráðstefnunni.  Árið 1990 voru þeir hinsvegar á 12  hundraðið. En hvernig skal vinna að því að fjölga Kiwanisfélögum. Maður á mann aðferðin stendur alltaf fyrir sínu.

Umdæmisstjórnarfundur

 • 10.09.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Í morgun hófst dagskrá 40 Umdæmisþings Kiwanishreyfingarinnar með Umdæmisstjórnarfundi í Eldeyjarhúsinu fundurinn hófst kl 8.00 og var byrjað á því að Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson fór yfir áherslur þingsins og þá breytingu sem gerð hefur verið á Umdæmisstjórn næsta starfsárs þar sem stjórn Óskars mun halda áfram vegna veikindaforfalla kjörumdæmisstjóra.

Galakvöldverður Umdæmisþings

 • 07.09.2010

Galakvöldverður Umdæmisþings

GalakvöldverðurUmdæmisþings 2010 í Kópavogi, þann 11. september 2010.

Dagskrá:
Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk á bar 20. hæðar.

Veislustjóri
Hjálmar Hjálmarsson
bæjarfulltrúi næstbesta flokksins í Kópavogi

 Skemmtiatriði
Friends forever: söngur

 Hljómsveitin

Granít spilar dinner- og dansmúsik til kl 02:00

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

 • 07.09.2010

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

Makaferð í boði Umdæmisstjórnar 11. september 2010.

Dagskrá:
Hittumst við Gerðasafnið kl. 11:00

Kl. 11:00 Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn - Leiðsögn um sýninguna niu/nine.

Kl. 11:45 Náttúrufræðistofu Kópavogs - Leiðsögn um safnið.
Kl. 12:15 Tónlistarsafn Íslands - Sýning til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni á 90 ára
fæðingarafmæli hans - Fúsi 90 ára.

Kl. 13:00 Safnaðarheimili Kópavogskirkju – hádegisverður kr. 1.500.-

Dagatal Sólborgar

 • 06.09.2010

Dagatal Sólborgar

Kiwanisklúbburinn Sólborg í Hafnarfirði voru að gefa út dagatal fyrir árið 2011 og eru þegar farnar með það í sölu. Það birtist grein á vef Sony World Photography Awards , sjá vefslóð hér að neðan.

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

 • 03.09.2010

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

2. september 2010
Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli og af því tilefni veitir klúbburinn veglega styrki til líknarmála og félagasamtaka. Fór afhending styrkja fram á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudagskvöldið 1. september sl.  Kiwanisfélagar hafa í tilefni afmælisins gefið ýmsan búnað á dagdeild Sjúkrahússins á Akranesi. Hófst athöfnin með því að læknar og deildarstjórar kynntu starfsemi deildarinnar fyrir kiwanisfélögum og gestum. Styrkirnir voru síðan afhentir formlega í matsal sjúkrahússins þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

 • 19.08.2010

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

Nú er búið að draga út vinninga í happadrætti hjá Kiwanis Tórshavn og má sjá vinningsnúmerin hér neðar á síðunni, Kiwanis Tórshavn þakkar öllum fyrir stuðningin.

Upplýsingamolar

 • 11.08.2010

Upplýsingamolar

Út er komið 3 blað Umdæmismola sem er fréttabréf umdæmisstjóra og má nálgast ritið hér neðar á síðunni.

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

 • 05.08.2010

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

Eldeyjarfélagar, undir forystu formanns þingnefndar, Eyþórs Einarssonar, leggja nú lokahönd á undirbúning umdæmisþings í Kópavogi. Drög að dagskrá liggja fyrir og sérstakt þingblað mun berast félögum í byrjun september. Á þinginu kennir ýmissa grasa og bryddað er uppá nýjungum sem vonandi gera þingið skilvirkara og efnis- og viðameira.

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

 • 20.07.2010

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

Viðburðaríku sumri hjá okkur er senn að ljúka. Segja má að við höfum búið í ferðatöskum síðan í lok maí. Á meðan Konný ferðaðist til Sikileyjar með Evrópuþingshópnum fór ég krókaleiðina þangað með viðkomu í Eistlandi á undirbúnigsfund vegna Kiwanissumarbúðanna. Evrópuþingið var frekar tíðindasnautt, umhverfið ægifagurt en skipulag allt frekar lausgirt. Að þingi loknu var framhaldið ævinatýralegri eyjaferð "a la" Böddi og Diddi - frábær ferð með frábæru og lífsglöðu Kiwanisfólki.

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

 • 24.06.2010

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

Í dag verður bein útsending frá Heimsþingi Kiwanis þar sem kynnt verður nýtt heimsverkefni hreyfingarinnar. Útsending hefst kl 3.15 pm á staðartíma í Las Vegas og eftir minni vitneskju er 7 tíma mismunur þannig að útsending ætti að hefjast kl 22.15 á íslenskum tíma.
Til að sjá útsendinguna þá klikkið á linkinn hér að neðan.

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

 • 22.06.2010

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

“Eftir samráð við félagsstarf Hrafnistu var ákveðið að hafa sumarferðina fimmtudaginn 10. júní og fara um Vesturbæinn, Seltjarnarnes, Skerjafjörð og Nauthólsvík. Bjóða síðan í kaffi á Hótel Loftleiðum. Þetta er 46. ferðin sem Kiwanisklúbburinn Hekla sér um og skipuleggur.

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

 • 16.06.2010

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

Landsmótið árið 2010 fór fram hvítasunnudaginn 23. maí í Vestmannaeyjum. Upphaflega átti að hefja leik kl. 13.00 en viðmiðunarmót öldunga, svokallað LEK-mót, var haldið sömu helgi og voru sumir af heldri kylfingunum heldur lengi í hús. Því hófst leikur um 13.30 og var ekki bjart yfir mönnum..

Fréttabréf K-dagsnefndar

 • 16.06.2010

Fréttabréf K-dagsnefndar

Út er komið fyrsta fréttabréf frá K-dagsnefnd, og má nálgast  bréfið hér að neðan.

Sumarhátíð Ægissvæðis

 • 14.06.2010

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður að Hellishólum í  Fljótshlíð helgina 18-20 júní 2010

Fréttabréf Hraunborgar

 • 08.06.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 8 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar og má nálgast bréfið hér neðar á síðunni.

FRÉTTATILKYNNING

 • 02.06.2010

FRÉTTATILKYNNING

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
- tæplega 10% þjóðarinnar hafa fengið hjálma  síðustu sjö ár
Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að   auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins.  Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

 • 31.05.2010

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

Kiwanishjálmarnir sem Kiwanishreyfingin á Íslandi gefur í samvinnu við Eimskip komu til landsins í morgun og verða afhentir öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins.
Á morgun þriðjudag 1. júní verður  byrjað að senda hjálmana út á land og eru forsvarsmenn klúbbanna beðnir um að bregðast skjótt við til að ná að afhenda hjálmana í skólunum áður en þeim lýkur. Það eru eindregin tilmæli til kiwanisklúbbanna úti á landi að þeir hafi samband við þá fjölmiðla sem gefa út staðarblöð og fái þau til liðs við sig við afhendinguna og segi frá henni.

Frá Umdæmisstjórn

 • 27.05.2010

Frá Umdæmisstjórn

Ágætu Kiwanisfélagar
Meðfylgjandi er tillaga umdæmisstjóra að nýrri svæðaskiptingu umdæmisins Ísland Færeyjar sem samþykkt var samhljóða á sérstökum umdæmisstjórnarfundi 25. maí. Málið er þar með formlega afgreitt, en verður kynnt á umdæmisþingi í haust. Einnig sendi ég ykkur tillögu að mætingarleiðbeiningum fyrir klúbba sem ég hyggst leggja fyrir þing sem tillögu að samræmdum starfsreglum um skilyrði, mælingar og útreikning á fundamætingu Kiwanisfélaga. Þessi skjöl má nálgast hér neðar á síðunni.

KIWflash

 • 26.05.2010

KIWflash

Út er komið maí hefti af KIWflash fréttablaði Evrópustjórnar Kiwanis og má nálgast blaðið í pdf formi hér neðar á síðunni.