Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2010

Jólafundur Heklu var haldinn 17. desember, að Engjateig. Forseti byrjaði á því að biðja alla viðstadda
 að rísa úr sætum og minnast Geirs Guðmundssonar sem var jarðsettur í dag.
Séra Pálmi Matthíasson flutti jólahugvekju og fjallaði hann meðal annars um aðventuna og undirbúning jóla. Það hefur skapast sú hefð hjá Heklufélögum að bjóða á jólafund ekkjum látinna félaga og voru 11 mættar. 
Síðan var Bent Jörgensen veitt 40 ára merki Kiwanishreyfingarinnar og honum þökkuð vel unnin störf.
Forseti afhenti síðan blóm og gjafir til nokkurra velunnara klúbbsins. Að lokum óskaði forseti gestum og félagsmönnum gleðilegrar jóla.

Heklufélagar óska öllu Kiwanisfólki gleðilegra jóla.

Kveðja.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.