Fréttir

Frá Færeyjum

  • 03.01.2010

Frá Færeyjum

Kiwanis-felagsskapurin í Havn hevur keypt 3 Petra-súkklur. Tær eru partur av nýggju ítróttagreinini racerunning, ið ÍSB hevur sett sær fyri at royna. Tað var formaðurin í Kiwanis, Torkil Skála, ið handaði súkklurnar til formannin í ÍSB, Jógvan Jensen. Jógvan nýtti høvið at takka Kiwanis-felagskapinum fyri at gera tað møguligt at íðka racerunning í Føroyum.

So sluppu ítróttafólkini at royna hesar nýggju og spennandi súkklurnar.

Fugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða

  • 28.12.2009

Fugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða

Hin árlega flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða fer fram að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi beint á móti Gufunesbænum ITR: Næg Bílastæði

KIEFlash

  • 27.12.2009

KIEFlash

Út er komið desemberfréttabréf  KIEFlash sem hægt er að nálgast hér að neðar og viljum við sérstaklega vekja athygli á blaðsíðu 5 og 6.

GLEÐILEG JÓL

  • 23.12.2009

GLEÐILEG JÓL

Umdæmisstjórn sendir Kiwanisfjölskyldunni hugheilar hátíðarkveðjur og þakkar samstarfið á líðandi ári.
 
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.

Jólatréssala í Færeyjum

  • 21.12.2009

Jólatréssala í Færeyjum

Það er búið að vera mikið að gera hjá vinum okkar í Færeyjum og jólatréssalan í fullum gangi hjá þeim, eins og meðfylgjandi myndir sýna, en nálgast má myndirnar hér neðar á síðunni eða inni á myndasíðu.

Jörfi styrkir Umhyggju

  • 19.12.2009

Jörfi styrkir Umhyggju

Á jólafundi Jörfa 2009 afhentu Jörfafélagar styrk að upphæð kr.200.þús. til Umhyggju félags langveikra barna.
Hulda Guðmundsdóttir og Bryndís Torfadóttir tóku við styrknum fyrir hönd Umhyggju.

Skötuveisla

  • 16.12.2009

Skötuveisla

Kiwanisklúbburinn Katla stendur fyrir skötuveislu í Kiwanishúsinu við Engjateig 11 á þorláksmessu milli
kl 12.00  og 15.00  Verð: Fullorðnir kr 3.000 , börn 1.500 en 5 ára og yngri fá frítt.
 
Hittumst hress og komum okkur í rétta jólaskapið.

Varða skal barnið heita.

  • 14.12.2009

Varða skal barnið heita.

21. október sl. boðaði umdæmisstjóri og kvennanefnd Kiwanis  til fundar í Reykjanesbæ með það í huga að stofna kvennaklúbb.  Þær áhugasömu konur sem mættu þá á fundinn hafa haldið áfram að hittast og hafa haldið 5 fundi  þar af var ein ferð á fund hjá Sólborgu í Hafnarfirði.  Fjölgað hefur mjög í hópnum og  á síðsta fundi sem haldinn var sl. þriðjudag mættu 12 konur og 6 boðuðu forföll.   Þetta er glæsileg byrjun hjá mjög áhugasömum konum. 

Jólatréssala Keilis

  • 13.12.2009

Jólatréssala Keilis

Jólatréssala Kiwanisklúbssins Keilis Keflavík hófst 12. desember.
Í ár eru Keilismenn í samstarfi við Húsasmiðjuna og erum við staðsettir í
timbursölunni að Fitjum. Allir velkomnir.

Skjálfandi stefnir á 20 félaga.

  • 09.12.2009

Skjálfandi stefnir á 20 félaga.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík bætti við sig 19 félaganum sl.föstudagskvöld. Nýi félaginn
 heitir Guðmundur Halldórsson, en meðmælendur hans voru Benedikt Kristjánsson og Hallgrímur Sigurðsson.Umdæmisstjóri varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka hinn nýja félaga inn í Kiwanissamfélagið, og ekki síður að næla meðmælendalyklum í meðmælendur.

Höfði styrkir.

  • 07.12.2009

Höfði styrkir.

Kiwanisklúbburinn Höfði var einn af styrktaraðilum sem styrkti íslenskar stúlkur, sem eru bundnar við hjólastól eftir alvarleg slys, eru nú staddar í Bandaríkjunum þar sem þær æfa skíði. Stúlkurnar, sem eru 19 ára og kynntust í endurhæfingu  á Grensásdeildinni, hafa stofnað bloggsíðu þar sem þær fjalla um skíðaævintýri sín í Colorado.

Þjónustu og viðskiptaskrá

  • 18.11.2009

Þjónustu og viðskiptaskrá Um síðustu helgi dreyfðu nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey nýrri þjónustu og viðskiptaskrá fyrir Húnavantssýslur.

Lífi blásið í Kiwanishreyfinguna.

  • 15.11.2009

Lífi blásið í Kiwanishreyfinguna.

Fimmtudaginn 12. október sótti umdæmisstjóri Kiwanisklúbbinn Sólborg heim. Tilefnið var fyrst og fremst að samgleðjast Sólborgarkonum með tvo nýja félaga sem teknir voru inn í klúbbinn þetta kvöld. Áður hafi fjölgað um einn í klúbbnum og fleiri eru í biðstöðu. Glæsilegt.

Frá Umdæmisstjóra

  • 15.11.2009

Frá Umdæmisstjóra

Liðin Kiwanisfundavika verður örugglega eftirminnileg í huga umdæmisstjóra. Á mánudag var það stuttur hádegisverðarfundur með verðandi (voanandi)Kiwansifélaga. Þriðjudagskvöld var svo lagt undir fund með 4 svæðisstjórum á höfðuborgarsvæðinu, þar sem farið var yfir skipulag og efnistök á fyrirhuguðum svæðisráðsfundum.

Svæðisráðsfundur Þórssvæðis

  • 12.11.2009

Svæðisráðsfundur Þórssvæðis

Svæðisráðsfundur Þórssvæðis verður haldinn þann 14.nóvember 2009.
Kiwanishúsinu Engjateig 11 og fundur hefst kl 10:00. Fundurinn verður
í litla salnum.

Fundarboð Eddusvæði

  • 10.11.2009

Fundarboð Eddusvæði

1.Svæðisráðsfundur Eddusvæðis verður haldinn þann 14.nóvember 2009. Kiwanishúsinu Engjateig 11 og fundur hefst kl 10:00.

Til fundar eru boðaðir Forsetar, Ritarar og Kjörforsetar.
Aðrir félagar velkomnir.

Fréttabréf Hraunborgar

  • 10.11.2009

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 4 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði þar sem farið er yfir það nýjasta í starfi klúbbsins, m.a hina glæsilegu Villibráðarhátíð sem haldin var laugardaginn 7 nóvember.

Frá Ferðanefnd

  • 09.11.2009

Frá Ferðanefnd

Nú er Ferðanefnd klár með ferðatilhögun fyrir ferðina til Sikileyjar á Evrópuþingið sem haldið verður 4 - 5 júní 2010. Þetta verður að vanda frábær ferð hjá þeim félögum Bödda og Diðrik sem vilja koma eftirfarandi á framfæri.

Sviðaveisla

  • 08.11.2009

Sviðaveisla Sviðaveisla var haldin á fundi Drangeyjar á miðvikudaginn var. 4. nóvember sl.  Mjög góð mæting var á fundinum og voru svið og lappir snædd af bestu lyst, enda vel elduð hjá formanni.

Kiwanismenn gleðja slösuð og veik börn

  • 05.11.2009

Kiwanismenn gleðja slösuð og veik börn

Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík færði SHS í gær eitt hundrað bangsa og önnur tuskudýr til þess að gleðja þau fjölmörgu börn sem sjúkraflutningamenn SHS flytja vegna veikinda og slysa. Marteinn Geirsson deildarstjóri segir gjafir eins og þessar gleðja slösuð og veik börn mikið við erfiðar aðstæður.