Út er komið 4 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði þar sem farið er yfir það nýjasta í starfi klúbbsins, m.a hina glæsilegu Villibráðarhátíð sem haldin var laugardaginn 7 nóvember.
Nú er Ferðanefnd klár með ferðatilhögun fyrir ferðina til Sikileyjar á Evrópuþingið sem haldið verður 4 - 5 júní 2010. Þetta verður að vanda frábær ferð hjá þeim félögum Bödda og Diðrik sem vilja koma eftirfarandi á framfæri.
Sviðaveisla var haldin á fundi Drangeyjar á miðvikudaginn var. 4. nóvember sl. Mjög góð mæting var á fundinum og voru svið og lappir snædd af bestu lyst, enda vel elduð hjá formanni.
Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík færði SHS í gær eitt hundrað bangsa og önnur tuskudýr til þess að gleðja þau fjölmörgu börn sem sjúkraflutningamenn SHS flytja vegna veikinda og slysa. Marteinn Geirsson deildarstjóri segir gjafir eins og þessar gleðja slösuð og veik börn mikið við erfiðar aðstæður.
Hin stórkoslega villibráðarhátíð Hraunborgar verður að þessu sinni haldinn laugardaginn 7. nóvember. Hátíðin hefst kl. 12,30 á hádegi í veislusal Haukahússins að Ásvöllum Nokkuð stöðug dagskrá er til kl. 17,00-18,00.
Við héldum 6 kiwanisfélagar til stjórnarskipta í Færeyjum föstudaginn 23. okt. þessir félagar eru Frímann Lúðvíksson, Birgir Hjaltason, Árni Þorvaldsson allir úr Kiwanisklúbbnum Geysi. Með okkur voru einnig Gunnlaugur Gunnlaugsson úr Básum á Ísafirði og Geir Guðmundsson kjörumdæmisstjóri, ásamt mér auðvitað Jóni Eiríkssyni svæðisstjóra Þórssvæðis einnig úr Geysi í Mosó.
Í gærkveldi funduðu umdæmisstjóri og Kvennanefnd umdæmisins með áhugasömum konum úr Keflavík um hugsanlega stofnun kvennaklúbbs þar í bæ. Þetta var góður og skilvirkur fundur, Kvennanefnd kynnti hreyfinguna, markmið hennar og helstu verkefni og mikið var spurt og spallað og málið skoðað frá ýmsum hliðum.
Tryggvi Jónasson félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli lést þann 17 október s.l eftir erfið veikindi. Tryggvi gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna 1967 og var einn af stofnfélögum Helgafells og sat sem erlendur ritari í fyrstu stjórn klúbbsins á árunum 1967 – 1968.
Góðir Kiwanisfélagar Á umdæmisþingi nefndi ég möguleika á ungmennasamskiptum við Kiwanisfélaga í Eistlandi. Möguleikinn er nú staðreynd. Umdæminu býðst að senda allt að 10 ungmenni auk tveggja fararstjóra í sérstakar Kiwanissumarbúðir í Eistlandi dagana 4- 11. júlí 2010. Að sumarbúðunum standa Kiwanisklúbbarnir í Keila í Eistlandi, en klúbbarnir eru sérstakir vinaklúbbar Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi.
Á alþjóðlega Geðverndardeginum 10 október heimsótti ég Geðhjálp í opnu húsi sem formaður K- dagsnefndar og flutti félaginu kveðju Kiwanishreyfingarininnar í tilefni 30 ára afmælis Geðhjálpar
Stjórnarskiptafundur Geysis var haldinn 2. október og var þetta góður og fjörlegur fundur. Stjórnarskiptin voru framkvæmd af félaga okkar Jóni Eiríkssyni svæðisstjóra Þórssvæðis og honum til aðstoðar var kjörsvæðisstjóri Ingólfur Friðgeirsson úr Heklu.
Kiwanisklúbburinn Jörfi heldur sviðaveislu í Kiwanishúsinu við Engjateig laugardaginn 24 október fyrsta vetrardag kl. 12 – 14 . Húsið opnar kl. 11:30 Komið og fagnið vetri á þjóðlegan hátt og bjóðið makanum til veislu.
Stjórnarskipti voru í Kiwanisklúbbnum Súlum í Höllinni hér í bæ Sunnudaginn þann 4.Október kl 20. Svæðisstjóri Óðinssvæðis Sigfús Jóhannesson úr Grími Grímsey og Bjarna Magnússon ásamt með fríðu föruneyti með Kjörsvæðastjóra úr Emblum og tveimur Emblufélögum sem mættu á þennan stjórnarskiptar fund okkar.