Jólakveðja frá Gylfa Ingvarsyni umdæmisstjóra. Lesið kveðjuna með því að klikka á myndina.
Hið árlega aðventukvöld Einherja var haldið sunnudagskvöldið 9. desember sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Fjöldinn allur af Kiwanisfólki og mökum mætti í kirkjuna og tók þátt í þessari góðu og hátíðlegu stund. Í upphafi bauð Eyjólfur Sigurðsson gesti velkomna og kynnti dagskrána. Að því loknu hélt Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanis Ísland-Færeyjar ávarp.
Það hefur löngum verið stefna okkar Höfðafélaga að hafa klúbbstarfið sem fjölbreytilegast og skemmtilegast. Skemmtilegur liður í þeirri viðleitni var þann 29. nóvember síðastliðinn en þá heimsóttum við hið rótgróna fyrirtæki Ræsi hf. að Krókhálsi 11.
Á móti okkur tók einn félaga okkar, Guðjón Magnússon verkstæðisformaður. Það voru 21 félagi auk 2ja gesta sem fóru í þessa heimsókn.
Í gær bættist nýr Eldeyjarfélagi, Hrafn Sabir Kahn, í hópinn. Umdæmisstjóri, Gylfi Ingvarsson, sá um innsetningarathöfnina. Gylfi var jafnframt gestur fundarins og las um 40 Eldeyjarfélögum pistilinn.
Einherjar bjóða allt Kiwanisfólk velkomið til hins hefðbundna
Aðventukvölds í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 9.desember kl.20.00
30. nóvember 2007
Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur afhent Geðhjálp, BUGL og Forma samtals 14 milljónir króna sem söfnuðust í landssöfnuninni Lykill að lífi til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra. „Við þökkum landsmönnum jákvæð viðbrögð og bakhjörlum söfnunarinnar fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við fyrirtækjum og félagasamtökum sem styrktu söfnunina með fjárframlögum. Við efumst ekki um að framlögin muni koma í góðar þarfir hjá Geðhjálp, BUGL og Forma,“ segir Bernhard Jóhannesson, formaður K-dagsnefndar.
Á morgun fimmtudaginn 29. november kl 16:00 fer fram afhending styrkja úr landssöfnun Kiwanis "Lykill að lífi" til styrkþega Geðhjálpar, BUGL´s og Forma.
Miðvikudaginn 21. nóvember var skipuð ný stjórn í Byggjendaklúbbi Engjaskóla. Forseti og félagi úr Kiwanisklúbbnum Höfða sáu um stjórnarskiptin.
Smá breyting verður á dagskrá sem hér segir. Fundur framkvæmdastjórnar verður þriðjudaginn 27. nóv. í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11. (en ekki miðvikudaginn 28 í Hafnarfirði)
Keilis félagar taka sig saman og stefna á enn meiri fjölgun félaga í klúbbnum og eru fjórir nýir félagar komnir inn á árinu.
Kiwanishreyfingin, Eimskip og Safalinn hafa gert samning til næstu þriggja ára um kaup og dreifingu á hjálmum til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla landsins. Áætlað markaðsvirði samningsins er um 20 milljónir króna.
Í dag gáfu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, tæki til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Um er að ræða svokallaðan blossamæli og ljósarúm, sem notuð eru eru við gulu í nýfæddum börnum.
Þá eru komnar inn fyrstu kynningarfréttir frá ferðanefnd, um fyrirhugaða ferð á Evrópuþingið í Linz dagana 3 til 17 júní 2008.
Ólafur J.Einarsson fyrrverandi umdæmisstjóri lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 2.nóv. sl.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóv. Kl. 13.
FUNDARBOÐ
1. Svæðisráðsfundur Eddusvæðis verður haldinn, þann 17. nóvember 2007 í Kiwanishúsinu Engjateigi 11 Reykjavík og hefst kl.10.00
Til fundar eru boðaðir forsetar, ritarar og kjörforsetar. Aðrir félagar eru velkomnir.
Umdæmisstjóri Gylfi Ingvarsson sat fund Evrópustjórnar s.l laugardag 27 otóber. Þetta var annar Evrópustjórnarfundur og haldinn í Gent í Belgíu.
Stjórnarskipti og afmælishátíð Ós. Að því tilefni verður haldin hátíðarskemmtun á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 17 nóvember n.k, við bjóðum öllum sem vilja, að koma og samfagna með okkur. Undirbúningur er að sjálfsögðu hafinn af fullum krafti og erum við búnir að panta hótelið og er komin dagskrá og verð.
Ágætu félagar í Grettissvæði. Svæðisráðsfundi sem átti að vera laugardaginn 27 október verður frestað til laugardagsins 10 nóvember kl 13.00 í Hlégarði Mosfellsbæ.
Sigurður Skarphéðinsson
Svæðisstjóri Grettissvæðis.
Ágætu Kiwanisfélagar við viljum minna á að skilafrestur á greinum og öðru efni í næsta tölublað Kiwanisfrétta rennur út 12 nóvember n.k. Nú er um að gera og taka upp pennann og vera dugleg að senda Hildisif greinar og annað efni svo blaðið verði veglegt eins og ávalt.
Af tilefni að 40 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum var opnuð ný heimasíða fyrir klúbbinn.