Fréttir

Capacent könnun

  • 27.01.2008

Capacent könnun Á nýliðnum Umdæmisstjórnarfundir kom Gísli Steinar Ingólfsson frá Capacent og fór yfir með fundarmönnum niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir og eftir sölu Kiwanislykils til styrktar Geðsjúkum.

Færeyjaferð

  • 26.01.2008

Færeyjaferð Á umdæmisstjórnarfundi sem var að ljúka rétt í þessu kom Gunnlaugur Gunnlaugsson Svæðisstjóri Þórssvæði með eftirfarandi tilkynningu um Svæðisráðsfund sem haldin verður í Færeyjum.

Jólafundur á Hólum

  • 18.01.2008

Jólafundur á Hólum Klúbburinn hélt jólafund sinn að þessu sinni á Hólum í Hjaltadal.  Lagt var af stað með rútu frá húsi klúbbsins kl. 19:30 og stefnan sett á Hóla.

Jörfafréttir jan.2008

  • 13.01.2008

Jörfafréttir jan.2008 Stjórnarskiptafundur Jörfa sem var einnig 600 fundur Jörfa var haldinn að Kríunesi.Um stjórnarskiptin sá Jón Heiðarson svæðisstjóri Eddusvæðis og honum til aðstoðar var Valdimar Jörgensson.
Jörfafélagar tóku þátt í sölu K-lykilsins og gekk salan vel eins og ávalt hjá Jörfa.

Ölversfréttir

  • 08.01.2008

Ölversfréttir

Mikið hefur verið að gera hjá Ölversfélögum undanfarin mánuð.  Í byrjun desember var haldinn árlegur jólafundur þar sem félagsmenn og makar hittust og skemmtu sér.  Mætingin var mjög góð og var troðfullt út að dyrum.  Áhugi er á meðal fjölda kiwanismanna í Ölver að stækka félagsheimili klúbbsins og miðað við fjölgun félaga þetta starfsárið og mætingu á skemmtanir þá verður væntanlega ekki vanþörf á.

Gleði er gjöf frá þakklátum þiggjendum.

  • 04.01.2008

Gleði er gjöf frá þakklátum þiggjendum. Engin breyting varð á um þessi jól frekar en á undanförnum jólahátíðum að félagar í Kiwanisklúbbnum Höfða hafa safnað í matarkörfur fyrir skjólstæðinga Grafarvogskirkju.

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða

  • 27.12.2007

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða Undir kjörorðinu “BÖRNIN FYRST OG FREMST” verður Kiwanisklúbburinn Höfði með sýna árlegu flugeldasölu. Að þessu sinni verður flugeldasalan að Ögurhvarfi 2. í Kópavogi í sömu götu og Húsasmiðjan, Kornið og Bónus rétt við Breiðholtsbraut/Vatnsendahvarf í nágreni við svæði Hestamannafélagsins Fáks við Vatnsenda.

Jólakveðja frá Umdæmisstjóra

  • 26.12.2007

Jólakveðja frá Umdæmisstjóra Jólakveðja frá Gylfa Ingvarsyni umdæmisstjóra. Lesið kveðjuna með því að klikka á myndina.

Aðventukvöld Kiwanis 2007

  • 10.12.2007

Aðventukvöld Kiwanis 2007 Hið árlega aðventukvöld Einherja var haldið sunnudagskvöldið 9. desember sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Fjöldinn allur af Kiwanisfólki og mökum mætti í kirkjuna og tók þátt í þessari góðu og hátíðlegu stund. Í upphafi bauð Eyjólfur Sigurðsson gesti velkomna og kynnti dagskrána. Að því loknu hélt Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanis Ísland-Færeyjar ávarp.

Höfði heimsækir Ræsi

  • 09.12.2007

Höfði heimsækir Ræsi Það hefur löngum verið stefna okkar Höfðafélaga að hafa klúbbstarfið sem fjölbreytilegast og skemmtilegast. Skemmtilegur liður í þeirri viðleitni var þann 29. nóvember síðastliðinn en þá heimsóttum við hið rótgróna fyrirtæki Ræsi hf. að Krókhálsi 11.
Á móti okkur tók einn félaga okkar, Guðjón Magnússon verkstæðisformaður. Það voru 21 félagi auk 2ja gesta sem fóru í þessa heimsókn.

Félagafjölgun hjá Eldey

  • 06.12.2007

Félagafjölgun hjá Eldey Í gær bættist nýr Eldeyjarfélagi, Hrafn Sabir Kahn, í hópinn. Umdæmisstjóri, Gylfi Ingvarsson, sá um innsetningarathöfnina. Gylfi var jafnframt gestur fundarins og las um 40 Eldeyjarfélögum pistilinn.

Aðventukvöld í Dómkirkjunni

  • 01.12.2007

Aðventukvöld í Dómkirkjunni

Einherjar bjóða allt Kiwanisfólk velkomið til hins hefðbundna
Aðventukvölds í Dómkirkjunni

Sunnudaginn 9.desember kl.20.00

14 milljónir króna afhentar Geðhjálp, BUGL og Forma „Þökkum landsmönnum jákvæð viðbrögð“

  • 30.11.2007

14 milljónir króna afhentar Geðhjálp, BUGL og Forma „Þökkum landsmönnum jákvæð viðbrögð“ 30. nóvember 2007
Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur afhent Geðhjálp, BUGL og Forma samtals 14 milljónir króna sem söfnuðust í landssöfnuninni Lykill að lífi til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra. „Við þökkum landsmönnum jákvæð viðbrögð og bakhjörlum söfnunarinnar fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við fyrirtækjum og félagasamtökum sem styrktu söfnunina með fjárframlögum. Við efumst ekki um að framlögin muni koma í góðar þarfir hjá Geðhjálp, BUGL og Forma,“ segir Bernhard Jóhannesson, formaður K-dagsnefndar.

Afhending styrkja

  • 28.11.2007

Afhending styrkja Á morgun fimmtudaginn 29. november kl 16:00 fer fram afhending styrkja úr landssöfnun Kiwanis "Lykill að lífi" til styrkþega Geðhjálpar, BUGL´s og Forma.

Byggjendaklúbbur Engjaskóla

  • 28.11.2007

Byggjendaklúbbur Engjaskóla

Miðvikudaginn 21. nóvember var skipuð ný stjórn í Byggjendaklúbbi Engjaskóla.  Forseti og félagi úr Kiwanisklúbbnum Höfða sáu um stjórnarskiptin.

 

Fundur framkvæmdastjórnar (breyting)

  • 25.11.2007

Fundur framkvæmdastjórnar (breyting) Smá breyting verður á dagskrá sem hér segir. Fundur framkvæmdastjórnar verður þriðjudaginn 27. nóv. í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11. (en ekki miðvikudaginn 28 í Hafnarfirði)

Fjölgun hjá Keilismönnum

  • 21.11.2007

Fjölgun hjá Keilismönnum Keilis félagar taka sig saman og stefna á enn meiri  fjölgun félaga í klúbbnum og eru fjórir nýir félagar komnir inn á árinu.

Eimskip kostar hjálmaverkefni Kiwanis næstu þrjú árin

  • 19.11.2007

Eimskip kostar hjálmaverkefni Kiwanis næstu þrjú árin

Kiwanishreyfingin, Eimskip og Safalinn hafa gert samning til næstu þriggja ára um kaup og dreifingu á hjálmum til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla landsins. Áætlað markaðsvirði samningsins er um 20 milljónir króna. 

Helgafell gefur tækjabúnað

  • 19.11.2007

Helgafell gefur tækjabúnað Í dag gáfu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, tæki til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Um er að ræða svokallaðan blossamæli og ljósarúm, sem notuð eru eru við  gulu í nýfæddum börnum.

Frá Ferðanefnd

  • 14.11.2007

Frá Ferðanefnd

Þá eru komnar inn fyrstu kynningarfréttir frá ferðanefnd, um fyrirhugaða ferð á Evrópuþingið í Linz dagana 3 til 17 júní 2008.