Jörfafréttir jan.2008

Jörfafréttir jan.2008

  • 13.01.2008

Stjórnarskiptafundur Jörfa sem var einnig 600 fundur Jörfa var haldinn að Kríunesi.Um stjórnarskiptin sá Jón Heiðarson svæðisstjóri Eddusvæðis og honum til aðstoðar var Valdimar Jörgensson.
Jörfafélagar tóku þátt í sölu K-lykilsins og gekk salan vel eins og ávalt hjá Jörfa.

Fyrsti fundur eftir stjórnarskiptin var svo 8.okt. Og afhenti Jón Jakob forseti nefndarmönnum sín erindisbréf, og hvatti hann félaga til að vinna vel í nefndum, því þannig gengi starfið vel.

Ræðumaður á almennum fundi 22.október var Gylfi Ingvarsson  Umdæmisstjóri og flutti hann mjög gott erindi um starf Kiwanis og fl. Á þennan fund fjölmenntu Kötlufélagar.

Fjölskyldu og unglingafund Jörfa var haldinn 19.nóv.2007
Það er alltaf markmið að fá góðan fyrirlesara um málefni barna og unglinga á þessa fundi.
Ræðumaður á fundinum var Ragnar Scram kynningarstjóri SOS-barnaþorpa.
Sagði hann frá starfi SOS barnaþorpa í máli og myndum og var þetta hið fróðlegasta erindi fyrir fundarmenn sem voru á öllum aldri.
Haraldur Finnsson flutti smá erindi sem hann beindi að þeim yngri á fundinum.

Nokkrir Jörfafélagar mætu á fund hjá Kötlu 21 nóv.n.k.

Að venju söfnuðu Jörfafélagar í 10 veglegar matarkörfur sem deilt var út til fjölskyldna í Árbæ fyrir jólin í samvinnu við sóknarprestinn séra Þór Haugsson.
Við þökkum þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem studdu okkur vel í þessu verkefni, en þetta er verkefni sem gefur okkur mikið og gaman er að vera þáttakandi í.

Jólafundur Jörfa haldinn  14.des.2007 í Norræna húsinu.
Dagskráin var með hefðbundnu sniði og flutti séra Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarsókn jólahugvekju.
Á fundinum bættist nýr Jörfafélagi, Garðar Bergendahls í hópinn. Sigursteinn Hjartarson sá um innsetningarathöfnina
Á jólafundinum var félaga okkar Valdimar Jörgensson veitt gullstjarna fyrir frábær störf fyrir Jörfa og Kiwanishreyfinguna.
(Jörfi er bestur eins og sumir segja.)


Guðm.Helgi Guðjónsson
Blaðafulltrúi Jörfa