Konudagsblómin frá Kiwanisklúbbnum JÖRFA

Konudagsblómin frá Kiwanisklúbbnum JÖRFA

  • 12.02.2008

Nú í ár ber konudaginn upp á 24.febrúar og verður Jörfi með sölu á blómavöndum eins og undanfarin tólf ár, verðið er kr. 2000 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er blómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.

Við viljum minna þá kiwanisfélaga og aðra er ætla að gefa blóm á konudaginn að muna eftir Jörfa.  Hægt er að panta blóm á netfangi ghelgi@centrum.is  skrá þar nafn og heimilisfang viðtakanda og nafn og kennitölu sendanda.  Greiða þarf inn á bankareikning 1175-26-8776  kt. 431178-0449 til staðfestingar á pöntun. Pöntun þarf að berast í síðastalagi 21 febrúar
Verðið er kr. 2000 fyrir vöndinn
Allur ágóði rennur í styrktarsjóð Jörfa.


Með kiwaniskveðju.
Kiwanisklúbburinn Jörfi