Færeyjaferð

Færeyjaferð

  • 26.01.2008

Á umdæmisstjórnarfundi sem var að ljúka rétt í þessu kom Gunnlaugur Gunnlaugsson Svæðisstjóri Þórssvæði með eftirfarandi tilkynningu um Svæðisráðsfund sem haldin verður í Færeyjum.

Gunnlaugur byrjaði á því að óska Kiwanisfélögum gleðilegs árs og velfarnaðar í starfi  og kom síðan með eftirfarandi upplýsingar.

Eins og allir vita þá verður Svæðisráðstefna haldin í Færeyjum 29 mars n.k. Leitað hefur verið eftir tilboði hjá Flugfélaginu og hefur svar borist um kosnað fyrir flugferð með sköttum á mann 28.970 kr fram og til baka.
Gistikostnaður í einsmanns herbegi er 695 dk
Einn í tveggjamanna herbegi er 795 dk
Tveggjamanna herbegi 895.dk
Þessi verð eru með morgunverði

Síðan er akstur fram og til baka frá flugvelli 300 dk per mann.

Þetta er verð sem okkur er boðið í dag og verða þeir sem hug hafa á að fara að láta vita sem fyrst því þeir biðja um nafnalista 6 vikum fyrir brottför.
Ef þáttaka er góð getum við fengið Hótel Thorshavn fyrir okkur öll og yrði það mjög gaman ef allir gætu nú nerið á sama stað.

Með Kiwaniskveðju
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Svæðisstjóri Þórs
Sími: 894-3518
Netfang : sello30@simnet.is