Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Höfða

  • 27.12.2007

Undir kjörorðinu “BÖRNIN FYRST OG FREMST” verður Kiwanisklúbburinn Höfði með sýna árlegu flugeldasölu. Að þessu sinni verður flugeldasalan að Ögurhvarfi 2. í Kópavogi í sömu götu og Húsasmiðjan, Kornið og Bónus rétt við Breiðholtsbraut/Vatnsendahvarf í nágreni við svæði Hestamannafélagsins Fáks við Vatnsenda.

Eins og áður er verð okkar mjög hagstæð og vöruúrval frábært. Sala flugelda er okkar aðal fjáröflunarleið sem hefur gert okkur kleift að halda úti öflugu styrktarstarfi og gefið félögum verðugt verkefni til að fylgja vel eftir.

En eins og með allt er lýtur að viðskiptum þá hefur samkeppnin aukist með einkaaðilum á þessum markaði, og því biðjum við um stuðning Kiwanisfélaga og aðra góðviljaðra að hjálpa okkur að styðja þá sem minna mega sín.