Fréttir

Kiwanisklúbburinn Kaldbakur 40 ára

  • 19.09.2008

Kiwanisklúbburinn Kaldbakur 40 ára Um þessar mundir eru 40 ár síðan Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri var stofnaður . Af því tilefni ætla Kaldbaksfélagar að blása til afmælisfagnaðar laugardaginn 4. október n.k.

Höfðafréttir

  • 19.09.2008

Höfðafréttir Nokkuð er um liðið frá síðasta Höfðapistli. En við höfum fráleitt setið auðum höndum þennan tíma. Fyrst ber að telja að hin árlega vorferð okkar með mökum og börnum var farin fyrsta laugardaginn í júní. Kvöldinu áður hafði Siggi stormur í sjónvarpinu, hvatt börnin til að vera í pollagöllum sínum þennan daginn. Reyndist hann sannspár því hvasst var og töluverð rigning. Til stóð að fara í sjóstangaveiði og gönguferðir en fallið var frá þeim hugmyndum sökum veðurs.

Söfnun áheita í maraþonhlaupi Glitnis

  • 19.09.2008

Söfnun áheita í maraþonhlaupi Glitnis Í framhaldi af frétt um maraþonhlaups Glittnis vil ég koma á framfæri að hægt er að gera samning um áheit og með því að klikka neðst þá má sjá þennann samning.

Frétt frá Umdæmisritara þinggerð o.fl

  • 19.09.2008

Frétt frá Umdæmisritara þinggerð o.fl Hér kemur þinggerðin frá 38. umdæmisþingi, sem var vel heppnað og skemmtilegt.  Vona ég að þinggerðin gefi nokkuð góða grein fyrir þinginu.

Kiwanisfólk frá Evrópu á ferðalagi

  • 19.09.2008

Kiwanisfólk frá Evrópu á ferðalagi Nokkuð hefur verið um að Kiwanisfólk frá Evrópu hafa verið hér á ferðalagi og hefur verið greint frá heimsókn Kiwanisfólks frá Eistlandi í lok júlí en hópinn skipuðu Kiwansmenn frá karlaklúbb, kvennaklúbb og ungliðaklúbb og var fundað með þeim í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi og var ánægjulegt að fá upplýsingar um þeirra störf og var þeim einnig gerð grein fyrir störfum í umdæmi okkar, í framhaldi er hugsanlegt samstarf og voru menn sammála um að koma á samskiptum.

Kiwanisfélagi hleypur maraþon

  • 24.08.2008

Kiwanisfélagi hleypur maraþon Kiwanishryfinginn átti sinn fulltrúa í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið var þann 23 ágúst s.l. en það var Brynjólfur Gíslason félagi í Kiwanisklúbbnum Höfða í Reykjavík

Fv umdæmisstjórar Evrópu í heimsókn.

  • 22.08.2008

Fv umdæmisstjórar Evrópu í heimsókn.

Um þessar mundir eru í heimsókn fv umdæmisstjórar í Evrópu eða þeir sem gegndu embætti starfsárið 2005 - 2006. Það er Guðmundur Baldursson og kona hans Kim sem sjá um hópinn í þessari heimsókn, en þessi hópur hittist árlega, og á næst að hittast í Þýskalandi.

Svæðisráðsfundur Ægissvæðis

  • 19.08.2008

Svæðisráðsfundur  Ægissvæðis Svæðisráðsfundur  Ægissvæðis verður haldin í Hafnarfirði
laugardaginn 13, september. kl. 9,00.í umsjón Eldborgar
Viðurkenningar svæðisins verða veitar.
Stjórnarskipti.

Andlát

  • 07.08.2008

Andlát

Miðvikudag 6.ágúst, andaðist Páll H. Pálsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu,
Páll var einn af sporgöngumönnum Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og einn stofnenda Kötlu og fyrsti forseti klúbbsins, en hann var stofnuð 1966.

     

Frétt frá Færeyjum.

  • 06.08.2008

Frétt frá Færeyjum. Á Ólafsvöku í Færeyjum fara félagar í Rósan og Thorshavn í fjáröflum með söfnun dósa og sölu happadrættismiða. Hér eru myndir frá þessari fjáröflun hjá Rósan og happadrættissölu félaga í Thorshavn en þessi bátur er sá tólfti í ár sem aðalvinningur í happadrættinu.

KC Keila heimsækir Kópavoginn

  • 30.07.2008

 KC Keila heimsækir Kópavoginn Dagana 22.-27 júlí kom hingað til lands 80 manna ferðahópur á vegum eistnesku ferðaskrifstofunnar Germalia. E.t.v. ekki í frásögu færandi nema fyrir það að í hópnum voru 37 félagar úr þremur Kiwanisklúbbum frá smábænum Keila, sem er 10.000 manna bær skammt frá Tallin höfuðborg Eistlands.  Þessir klúbbar, þeir einu í Eistlandi, eru blandaður klúbbur (KC Keila), kvennaklúbbur (KC Kinake)  og ungliðaklúbbur (KJ Keila), samtals um 70 félagar.

Ágætu Kiwanisfélagar.

  • 24.07.2008

Ágætu Kiwanisfélagar. Sú sorgarfregn barst nýverið um Kiwanisheima að Linda Canaday eiginkona Don Canaday verðandi heimsforseta KI væri látin. Linda átti við erfið veikindi að stríða og lést í kjöllfar skurðaðgerðar 16 júlí sl.

Kaffibrún í Karabíska

  • 10.07.2008

Kaffibrún í Karabíska 26 manna hópur undir merkjum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi lagði lönd undir fót dagana 18. júní til 6. júlí. Förinni var fyrst heitið á Heimsþing í Orlando. Fæstir félaganna höfðu komið á heimsþing fyrr og þó ekki væri annað gert að stinga aðeins inn nefi, var það heilmikil upplifun að þinga með 5-6 þúsund Kiwanisfélögum hvaðanæva úr heiminum.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 08.07.2008

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin að Hellishólum í Fljótshlíð dagana um næstu helgi eða 11 til 13 júlí. Boðið verður upp á magnaða dagskrá t.d  Barnadagskrá, kvöldvaka, varðeldur og dansleikur og einnig lofa veðurguðirnir góðu veðri enda spáin góð fyrir helgina. 

26.Landsmót Kiwanis í golfi 2008

  • 03.07.2008

26.Landsmót Kiwanis í golfi  2008 Golfnefndin var ansi fáliðuð þetta árið aðeins einn maður, Þórður Einarsson. Á síðasta landsmóti var rætt um að færa mótið frá Þorlákshöfn til að prufa annan völl og varð golfvöllurHveragerðis fyrir valinu þann 15. Júní kl 10,00 svo það yrði ekki of langt fyrir Eyjamennina að komast í tíma til að spila.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 25.06.2008

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin að Hellishólum í Fljótshlíð dagana 11 til 13 júlí. Boðið verður upp á magnaða dagskrá t.d  Barnadagskrá, kvöldvaka, varðeldur og dansleikur. 

Umdæmisstjóri skrifar um Evrópuferð.

  • 24.06.2008

Umdæmisstjóri skrifar um Evrópuferð. Ferðin á Evrópuþingið var frábær í alla staði, það var 53ja manna hópur frá 12 klúbbum sem ferðaðist saman í tvær vikur í ævintýrafallegu umhverfi Austurríkis.Hópurinn var mjög samheldinn og einstaklega skemmtilegur.

Góðgerðarmót Eldeyjar 2008

  • 17.06.2008

Góðgerðarmót  Eldeyjar 2008 Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi  var haldið á Golfvelli GKG laugardaginn 14. júní, 2008.   Mótið var haldið í blíðskaparveðri og tóku um sjötíu manns þátt í þessu fyrsta góðgerðarmóti klúbbsins.  Klúbburinn lærði mikið af mótshaldinu og mun nýta sér reynsluna til að gera enn betur í framtíðinni. 

Stúlka bjargast í reiðhjólaslysi vegna notkunar hjálms

  • 12.06.2008

Stúlka bjargast í reiðhjólaslysi vegna notkunar hjálms
Emma Ljósbrá Friðriksdóttir lenti í reiðhjólaslysi í apríl síðastliðnum sem hefði getað valdið henni alvarlegum höfuðáverkum hefði hún ekki verið með hjálm. Atvikið átti varð með þeim hætti að Emma fór fram af kanti án þess að átta sig á því og datt fram fyrir sig á andlitið. Ekki nóg með það heldur tókst hjólið á loft og lenti aftan á hnakkanum á henni.

Skýrsla Umdæmisstjóra

  • 09.06.2008

Skýrsla Umdæmisstjóra Um helgina var Evrópuþing Kiwanis haldið í Linz í Austurríki og að sjálfsögðu var fjöldi manns á þinginu frá okkar umdæmi.