Kaffibrún í Karabíska

Kaffibrún í Karabíska

  • 10.07.2008

26 manna hópur undir merkjum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi lagði lönd undir fót dagana 18. júní til 6. júlí. Förinni var fyrst heitið á Heimsþing í Orlando. Fæstir félaganna höfðu komið á heimsþing fyrr og þó ekki væri annað gert að stinga aðeins inn nefi, var það heilmikil upplifun að þinga með 5-6 þúsund Kiwanisfélögum hvaðanæva úr heiminum.

Fyrstu vikuna dvaldi hópurinn í einbýlishúsum á Venturasvæðinu í Orlando, sem mörgum landanum er að góðu kunnugt. Þar var spilað golf sem aldrei fyrr, verslaði í gríð og erg og  ýmsar skemmtanir og skemmtigarðar sóttir heim. Að loknu Heimsþingi var síðan farið í ógleymanlega skemmtilega vikusiglingu um Karabíska-hafið. Stopp var  gert á 4 stöðum, Mexíkó, Beliz, Hondúras og Bahama. Ferðin var í einu orði frábær og naut samstilltur hópurinn hennar út í ystu æsar. Mánudaginn 6. júlí kom svo hópurinn heim, örþreyttur  eftir 1/2mánaðar skemmtan og sóldýrkun. Nánari ferðasaga býður Kiwanisfrétta, en myndir úr ferðinni munu innan skamms birtast á heimasíðu Eldeyjar.  Meðfylgjandi mynd af hluta hópsins í er tekin á góðri stund um borð í Carnival Glory.