Höfðafréttir

Höfðafréttir

  • 19.09.2008

Nokkuð er um liðið frá síðasta Höfðapistli. En við höfum fráleitt setið auðum höndum þennan tíma. Fyrst ber að telja að hin árlega vorferð okkar með mökum og börnum var farin fyrsta laugardaginn í júní. Kvöldinu áður hafði Siggi stormur í sjónvarpinu, hvatt börnin til að vera í pollagöllum sínum þennan daginn. Reyndist hann sannspár því hvasst var og töluverð rigning. Til stóð að fara í sjóstangaveiði og gönguferðir en fallið var frá þeim hugmyndum sökum veðurs.

Haldið var í vestur átt og Reykjanesið heimsótt. Fyrsti viðkomustaður okkar var í verksmiðju Kaffitárs í Reykjanesbæ. Var verksmiðjan skoðuð og við frædd um allt er viðkemur kaffirækt og kaffiframleiðslu. Var æði margt sem kom okkur á óvart og mörgum spurningum okkar svarað. Að sjálfsögðu fengum við að lokum að bragða á hinum ýmsu kaffitegundum frá öllum heimshornum. Þegar koffeinið var farið að virka var haldið af stað og ekið sem leið liggur gegnum Reykjanesbæ (Keflavík) og Garðinn út að Garðskagavita. Þar var stoppað. Þetta er einn af þeim mörgu stöðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem allt of fáir heimsækja. Á staðnum er hið ágætasta byggðasafn sem vert er að skoða auk þess sem við kíktum inn á listmunasýningu sem íbúar hreppsins voru í óða önn að setja upp. Áður en lagt var af stað til Sandgerðis fengum við okkur kaffi og meðlæti í boði Myllunnar, en Kristján Jóhannsson félagi okkar er bakari þar á bæ auk þess að vera í ferða- og skemmtinefnd.

KLIKKA HÉR TIL AÐ LESA PISTILINN Í HEILD SINNI.