Ágætu Kiwanisfélagar.

Ágætu Kiwanisfélagar.

  • 24.07.2008

Sú sorgarfregn barst nýverið um Kiwanisheima að Linda Canaday eiginkona Don Canaday verðandi heimsforseta KI væri látin. Linda átti við erfið veikindi að stríða og lést í kjöllfar skurðaðgerðar 16 júlí sl.
Don og Linda tengdust Íslandi vináttuböndum. Don var  ráðgjafi umdæmisins 2005-2006 og kom á umdæmisþing í Garðabæ haustið 2005. Stutt kynni okkar af Lindu bentu til að þar færi jákvæð og glaðvær manneskja sem sífellt var hvetjandi fólk í kringum sig. Ég minnist hennar sérstaklega fyrir stutta ökuferð sem ég og dóttir mín áttum með þeim hjónum í þinglok. Linda kvaddi okkur með virktum og laumaði síðan að dóttur minni glerkrukku fullri af heimatilbúnu sælgæti. Uppskriftin fylgdi með þannig að alltaf yrði eitthvað gómsætt í krukkunni. Á hausti komanda mun Ísand-Færeyjar verða eitt fyrsta umdæmið sem Don heimsækir. Núna verður því miður engin Linda með í för. Samkvæmt ósk Don hefur verið stofnaður sérstakur styktarsjóður á vegum KIF í nafni Lindu og við fyrsta tækifæri mun umdæmið fyrir hönd  okkar láta fé af hendi rakna í hann. (ÓG)