Umdæmisstjóri skrifar um Evrópuferð.

Umdæmisstjóri skrifar um Evrópuferð.

  • 24.06.2008

Ferðin á Evrópuþingið var frábær í alla staði, það var 53ja manna hópur frá 12 klúbbum sem ferðaðist saman í tvær vikur í ævintýrafallegu umhverfi Austurríkis.Hópurinn var mjög samheldinn og einstaklega skemmtilegur.

Fyrst gistum við á hóteli við lítið vatn Walchcee  og þaðan var haldi til Linz þar sem Evrópuþingið var haldið, helsta mál þingsins í Linz var lagabreyting þar sem var samþykkt með 2ja atkvæða mun, en breytingin er um kosningu í embætti Evrópustjórnar þannig að horfið er frá rétti umdæma til að tilnefna mann til Evrópuforseta eftir röð umdæma sem hefði gefið okkur rétt til að tilnefna á næsta Evrópuþingi okkar mann, nú Andrés Hjaltason samkvæmt samþykkt á umdæmisþingi okkar á Sauðárkróki. En með samþykkt lagabreytingarinnar verður kosið um frambjóðenda til kjörforseta Evrópustjórnar á næsta Evrópuþingi sem haldið verður í Gent í Belgíu. Á móti þessari tillögu töluðu auk mín, umdæmisstjórar frá Norden og Hollandi en fulltrúar frá Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu og Belgíu börðust ákveðnast fyrir breytingunni. Galaballið fór fram í skipi sem silgdi um Dóná og var mjög glæsilegt. Ég sem umdæmisstjóri sat minn síðasta fund í Evrópustjórn og skilaði minni skýrlsu þar og einnig sat Matthías kjörumdæmisstjóri sinn fyrsta fund í Evrópustjórn á sunnudag eftir þingið.
Eftir þingið var ferðinni haldið áfram og gist í Strobl sem er lítill bær við vatnið Wolgangzee og þaðan haldið til Zell am Zee og þar dvalið í góðu yfirlæti þar til haldi var heim á þjóðhátíðardaginn. Farið var í frábærar skoðunaferðir á öllum stöðunum og silgt um vötn farið í kláfa upp á hæstu fjöll og mikið gengið, gist var allstaðar á góðum hótelum, það var mikið gaman, ferðalangar fengu mikinn fróðleik í ferðinni um land og þjóð svo ekki sé talað um fróðlegar upplýsingar um tónskáld og tónsmíðar sem Hjörtur úr Búrfélli miðlaði okkur. Ferðanefndin þeir Böddi og Diðrik skipulögðu og sáu um farðina af þvílíkri fagmennsku að ekki verður á betur kosið og að lokum fylgir hér með sýnishorn frá Hirti.
 
Victor Alexander Guðjónsson  var yngsti þátttakandi ferðarinnar 12 ára piltur. Hann taldi  inn í bílinn eftir hverja áningu og vísaði frá ef óboðnir gestir  settust að hjá okkur.   Þá annaðist hann sölu á drykkjarföngum í öllum ferðum. Einnig tók hann að sér dagvist  barna á einu hótelinu. Tvívegis veitti hann konfektmolum til allra.

 


Bílþjónninn bráðfimur drengur. býður fram konfektið gjarna.
Á hóteli glaður fram gengur  og grípur í pössun smábarna.
Ef þú talar íslensku  inn í bíl ég tek þig,
en ef þú talar útlensku  út úr bíl ég rek þig.
Talna fimur teljari, tiplar fram og aftur.
Afar seigur seljari  sífellt nægur kraftur
 
Móttaka Gylfa Ingvarssonar umdæmisstjóra. fimmtud. 12. júní í Stroble
Móttöku athöfn hér inni  umdæmisstjórinn oss veitir.
Ítrekuð ósk hans ég kynni, þú ánægður velgjörðir neytir.
Við njótum hér gæða og gagna,  gefandi kiwanisferðir.
Foringja Gylfa skal fagna, við fögnum og þökkum hans gerðir.
 
Sérstakar  þakkir  fengu foringjarnir  sem skipulögðu ferðina Björn  Baldvinsson og Diðrik Haraldsson.
Við fórum á fjarlægar slóðir, fegurðin öruggt var  bókuð.
Þið frábæru foringjar góðir, fagnandi með okkur tókuð.
Að leiðsegja, þjóna og leiða  og leiðindi fyrirbyggja
en mistökum öllum að eyða  eruð þið jafnan  að tryggja.
En eigum við allt þetta skilið  í einum og sama pakka.
Því mjótt er oft millibilið, að muna eða gleyma að þakka.
Í fimmtíu manna flokki  er framkvæmdin bundin vanda.
Einn vill oft æða á skokki, en annar í búðrápi standa.
 
Bestu kvejur til samferðafóks okkar og bestur þakkir fyriri frábæra samfylgd og vináttu
Gylfi og Nína