Kiwanisfólk frá Evrópu á ferðalagi

Kiwanisfólk frá Evrópu á ferðalagi

  • 19.09.2008

Nokkuð hefur verið um að Kiwanisfólk frá Evrópu hafa verið hér á ferðalagi og hefur verið greint frá heimsókn Kiwanisfólks frá Eistlandi í lok júlí en hópinn skipuðu Kiwansmenn frá karlaklúbb, kvennaklúbb og ungliðaklúbb og var fundað með þeim í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi og var ánægjulegt að fá upplýsingar um þeirra störf og var þeim einnig gerð grein fyrir störfum í umdæmi okkar, í framhaldi er hugsanlegt samstarf og voru menn sammála um að koma á samskiptum.

Þann 26. ágúst fundaði Fjölgunarnefnd KI-EF ( Europien Growth Committee, nefnd á vegum Evrópustjórnar) í  Kiwanishúsinu í Engjateig.
Gylfi mdæmisstjóri bauð nefndarmenn velkomna og gerði stutta grein fyrir starfinu í umdæminu, Gylfi og Gyðmudur sátu síðan fundinn sem gestir. Gerð var grein fyrir stöðu mála vegna fjölgunar og stofnun klúbba í þeim löndum Evrópu þar sem ekki eru Kiwanisumdæmi, en búið er að skipta upp löndum sem meiningin er að beina sjónum sérstakega að, skipta þeim á milli umdæma og var m.a. leitað eftir því að Íslenska umdæmið  sjái um Írland og Skotland ekki var tekin ákvörun en málið fer í skoðun, okkar maður í nefndinni er Andrés Hjaltasnon fráfarandi umdæmisstjóri en nefndina skipa fyrrum umdæmisstjórar í Evrópu og voru þeir umdæmisstjórar með Guðmundi Baldurssyni sem var gestgjafi þeirra hér á landi en þeir hittast reglulega til að viðhalda þeim góða vinskap sem myndaðist með þeim.
Nefndarmenn rómuðu aðstöðu okkar á skrifstofunni og þau húsnæði klúbba sem þeir höfðu séð á ferð sinni og báru saman við önnur lönd í Evrópu og það starf sem hér er unnið, einnig lofuðu þeir stuðning við framboð Andrésar til kjörs Evrópuforseta.
Í kaffiboði Eldeyjar í Kópavogi hittu þeir m.a. Eyjólf Sigurðsson fyrrverandi heimsforseta og framkvæmdastjóra KI og urðu þar fagnaðarfundir og enn og aftur sá maður það góða orðspor sem fer af Eyjólfi og keptust þeir að lát taka myndir af sér með Eyjólfi. Þeir þökkuðu fyrir þá miklu gestrisni og vinskap sem þeir og makar þeirra höfðu allstaðar mætt og sérstaklega Guðmudi og Kim konu hans fyrir frábæra dvöl hér.

Þann 2. september sl. átti Gylfi umdæmissstjóri,  Matthías kjörumdæmisstóri og Óskar erlendur ritari og verðandi kjörumdæmisstjórn fund með gestum  frá Ungverjalandi á Hótel Fróni, þau, Mr Zsirai, vara forseta KIWANIS í Ungverjalandi og Gabriella Mako, en þau eru stödd hér til að kynna sér gufuaflsvirkjanir og voru við sammála um að þau væru vissulega á réttum stað til þess. Þau vildu einnig nota tímann til þess að kynna sér störf Kiwanis hér og einnig að kynna stöðu Kiwanis í Ungverjalandi en þar eru 200 Kiwanisfélagar og horft til þess að fjölga verulega. Við upplýstum þau um starfið í umdæminu helstu landsverkefni eins og K-daginn og hjálmaverkefnið, einnig var nefnt að hugsanlegt áframhald á KEP- verkefninu og möguleika á hugsanlegu samstarfi, að lokum var nefndur möguleiki á að koma á vináttusambandi milli klúbba sem gæti verið mjög áhugavert.
Umdæmisstjóri færði þeim umdæmisstjórafána og Kiwanisfréttir og fékk á móti fána, bók og gjöf til konu sinnar. Fundurinn var áhugaverður og leiðir hugsanlega til frekari upplýsinga og samráðs.
Kveðja
Gylfi