Fréttir

Jólakveðja frá Gylfa Ingvarssyni

 • 20.12.2008

Jólakveðja frá Gylfa Ingvarssyni Ágætu Kiwanisfélagar Gylfi Ingvarsson fráfarandi umdæmisstjóri sendir ykkur hugheilar jólakveðju sem má nálgast með því að

Þorláksmessu Skata

 • 18.12.2008

Þorláksmessu Skata Opið verður í Kiwanishúsinu að Engjateig 11 á Þorláksmessu 23.desember
H'usið opnar kl 11,30 og verður opið til kl 15.00

Hin árlega skötuveisla Eldeyjar

 • 16.12.2008

 Hin árlega skötuveisla Eldeyjar

Hin árlega skötuveisla Eldeyjar verður haldin í Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13a þann 23 desember næstkomandi milli klukkan 16 og 18.  

  

Kötlufrétt

 • 14.12.2008

Kötlufrétt Kötlufélagi einn samdi við Sigríði Beinteins eftir að hafa lánað henni fornbíl til myndbands myndatöku að hún kæmi með flokkinn sinn á barnadeild Hringsins og skemmti börnunum þar. Þetta varð 12. desember í boði Kiwanisklúbbsins Kötlu.

Emblur styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.

 • 09.12.2008

Emblur styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Eins og mörg undanfarin ár styrkir Kiwanisklúbburinn Embla Mæðrastyrksnefnd, fyrstu árin voru keyptar myndarlegar matarkörfur, en síðustu árin veittur fjárstyrkur. Fésins afla þær með sölu á kertaskreytingum sem þær gera sjálfar og  selja í fyrirtæki á Akureyri.

Jólasælgæti

 • 03.12.2008

Jólasælgæti Eins og undanfarin ár hafa Jörfafélagar selt sælgæti fyrir jólin til eflingar styrktarsjóðs Jörfa. Góðir samningar hafa náðst við Nóá-Síríus hf  og hafa Jörfafélagar fengið aðstöðu þar til að pakka sælgætinu, eða réttara sagt raðað því í plastbox sem kaupendur geta notað til annars brúks er tómt er orðið.

Vel heppnaður kynningarfundur

 • 03.12.2008

Vel heppnaður kynningarfundur Vel heppnaður kynningarfundur var haldinn hjá Drangey í kvöld.  Höfðu félagar verið hvattir til að mæta með gesti til að kynnast klúbbnum og Kiwanishreyfingunni.

Kirkjugöngudagur Kiwanis

 • 02.12.2008

Kirkjugöngudagur Kiwanis

Ágætu Kiwanisfélagar

Umdæmisstjórn og fyrrverandi umdæmisstjórar Einherjar ,hafa ákveðið að hvetja Kiwanisfélaga og fjölskyldur til að mæta í messu íí Dómkirkjunni sunnudaginn 14. Desember kl. 11.  Ekki verður um að ræða Aðventukvöld Kiwanis eins og nokkur undanfarin ár en í þess stað fannst okkur rétt að fitja upp á „kirkjugöngudegi Kiwanis“  .

Jólasælgætispökkun hjá Mosfelli

 • 29.11.2008

Jólasælgætispökkun hjá Mosfelli Á dögunum komu félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli saman til að pakka  sælgæti sem þeir ætla að selja bæjarbúum núna fyrir jólin til tekna fyrir styrktarsjóð sinn.

Jörfi gefur Ljósinu fimm gólfsett

 • 23.11.2008

Jörfi gefur Ljósinu fimm gólfsett

Nú á dögunum afhenti Kiwanisklúbburinn Jörfi  Ljósinu fimm gólfsett að gjöf. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein / blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að efla lífsgæðin með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér.

Jólaskreyting

 • 21.11.2008

Jólaskreyting

Í gærkvöldi komu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli saman að Hraunbúðum sem er dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum til að koma upp jólaskrauti og koma heimilinu í jólabúning.

Andlát

 • 20.11.2008

Andlát Mánudaginn 17.nóvember, andaðist Valdimar Jörgensson vinur okkar og félagi í Kiwanisklúbbnum Jörfa  Valdimar var einn af máttarstólpum Jörfa og Kiwanishreyfingarinnar.

Ferðasaga frá Austurríki

 • 10.11.2008

Ferðasaga frá Austurríki Á síðu ferðarnefndar er kominn mikil og góð ferðasaga og lýsing frá ferðinni á Evrópuþingið í Austurríki s.l sumar sem hópur Kiwanisfólks fór í júnímánuði. Einnig eru myndir frá þessari ferð undir myndasafni síðunar.

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta.

 • 05.11.2008

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta. Næsta blað af Kiwanisfréttum kemur út 4. desember og er það jólablaðið okkar. Blaðið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á þessu starfsári gerum við ráð fyrir að gefa út þrjú blöð, eitt í desember, annað í apríl og þriðja rétt fyrir þing í september.

Heimsforseti fundar hjá Mosfelli.

 • 03.11.2008

Heimsforseti fundar hjá Mosfelli. Á fund sl. þriðjudag 28. okt komu góðir gestir á fund hjá  í Mosfelli.  Má þar fyrstan telja heimsforseta Kiwanis Donald R. Canaday, Matthías G. Pétursson umdæmistjóra og fleiri úr umdæmisstjórn.

Grein um jarðskjálftaverkefni Kiwanis

 • 30.10.2008

Grein um jarðskjálftaverkefni Kiwanis Unnið úr jarðskjálftareynslu
 
Áhrif hamfara á fólk geta verið margvísleg og þeirra getur gætt löngu eftir að atburðir áttu sér stað. Verkefnið gengur fyrst og fremst út á eftirfylgd og sálrænan stuðning í kjölfar jarðskjálftanna hér á Árborgarsvæðinu í vor, í Ölfusi og Hveragerði. Við förum í alla grunnskóla, alla leikskóla og líka í Fjölbrautaskólann. Með þessu erum við að skapa tækifæri fyrir börn og foreldra til að vinna úr reynslu sinni vegna hamfaranna,“ segja þau Elín Jónasdóttir og Jóhann Thoroddsen frá Rauða krossinum, sem mætt voru í Sunnulækjarskóla á Selfossi á fyrsta degi verkefnisins.

Spjallrásin

 • 29.10.2008

Spjallrásin Ég fékk góða ábendingu frá Sigurði vini mínu Skarphéðinssyni í sambandi við spjallrásina og ætla ég að láta innlegg Sigurðar fylgja hér með um leið og ég vil minna á að tengillinn á spjallrásina er á veftrénu vinstramegin á síðunni neðst og þar stendur SPJALL........

Ein milljón frá Kiwanismönnum

 • 28.10.2008

Ein milljón frá Kiwanismönnum Rauði krossinn fræðir börn og ungmenni í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi  
Rauði kross Íslands vinnur nú að fræðslu fyrir börn og ungmenni í kjölfar
jarðskjálftans á Suðurlandi  ásamt bæjar- og skólayfirvöldum í Árborg, Ölfusi og
Hveragerði.  Fræðslan fyrir börnin hefst þriðjudaginn 28. október, og er fjölmiðlum
boðið að kynna sér verkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 11:00.

Heimsforseti Kiwanis fundar á Íslandi

 • 26.10.2008

Heimsforseti Kiwanis fundar á Íslandi Donald R Canaday heimsforseti Kiwanis kom til Íslands um helgina og fundar hér með Kiwanisfélögum næstu daga. Heimsforseti byrjaði á því að heimsækja Færeyjar s.l. sunnudag og í kvöld mánudag mun hann eiga fund með Kiwanisfélögum á Akureyri og verður fundurinn haldinn í Kiwanishúsinu að Sunnuhlíð 12 kl. 18.30 og eru Kiwanisfélagar hvattir til að mæta. Með heimsforseta í för er umdæmisstjóri Kiwanis í Umdæminu Ísland-Færeyjar Matthías G. Pétursson.

Kiwanismenn á ASÍ fundi

 • 26.10.2008

Kiwanismenn á ASÍ fundi

Kiwanismenn eru víða virkir í samfélaginu en þessir kappar sátu ASÍ fund sem haldin var daganna 23 og 24 október.

Mest lesið