Fréttir

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ ÓÐINSSVÆÐIS

 • 15.06.2009

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ ÓÐINSSVÆÐIS Eins og fram kom á Svæðisráðsstefnu Óðinssvæðis í vetur verður fjölskysduhátíðin okkar haldin dagana 26 – 28. júní n.k. að Breiðumýri í Reykjadal. Unnið er að undirbúningi og verður þetta með nokkuð hefðbundnu sniði. Dagskrá er í grófum dráttum eins og hér segir.

Sumarhátíð Ægissvæðis

 • 10.06.2009

Sumarhátíð Ægissvæðis Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin helgina 19 - 21 júní að Hellishólum í Fljótshlíð

Fréttapistill frá Sólborgu.

 • 10.06.2009

Fréttapistill frá Sólborgu. Her meðfylgjandi er fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu í Hafnarfirði en margt hefur verið að gerast hjá þeim að undanförnu og starfið blómlegt eins og sjá má hér í þessum pistli.

Kosning til vara Evrópuforseta.

 • 06.06.2009

Kosning til vara Evrópuforseta.

Evrópuþing Kiwanishreyfinaginnar var sett í gærkvöldi og hófust síðan þingstörf
 kl 9.00 í morgun og þar á meðal var kosning vara Evrópuforseta
þar sem okkar maður Andrés Hjaltason var í framboði, ásamt einum Norðmanni og Þjóðverja. Reglur eru þannig að ef engin fær hreinann meirihluta
fer fram önnur umferð þar sem kosið er á milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði.

Blátt áfram - Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar

 • 02.06.2009

Blátt áfram - Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar Laugardaginn 13. júní 2009
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).

Afhending hjálma

 • 25.05.2009

Afhending hjálma Að venju afhentu Kiwanismenn í samvinnu við Eimskip öllum grunnskólabörnum í Skagafirði og Húnavatnssýslum reiðhjólahjálma að gjöf.

Fréttabréf Hraunborgar

 • 25.05.2009

Fréttabréf Hraunborgar Komið er út fréttabréf frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgu í Hafnarfirði sem má nálgast hér á vefnum.

Eldey afhendir hjálma

 • 22.05.2009

Eldey afhendir hjálma Í vikubyrjun hófu félagar í Kiwanisklúbbnum Eldey að dreifa Kiwanishjálum í grunnskóla í Kópavogi. Alls voru um 10 skólar heimsóttir og rúmlega 400 hjálmar fundu sér ný höfuð til að prýða og vernda. Myndirnar voru teknar í Höðruvallaskóla, en þar færðu kjörfélagar Eldeyjar þ.e., Konráð kjör-forseti og Óskar kjör-umdæmisstjóri 53 fyrstu bekkingum hjálmana.

Hjálmaafhending og aðalfundur Skjálfanda.

 • 19.05.2009

Hjálmaafhending og aðalfundur Skjálfanda. Föstudaginn 15.maí afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, 7 ára börnum á sínu svæði reiðhjólahjálma, í blíðskaparveðri.  Einnig fengum við fulltrúa frá lögreglunni til að vera með fræðslu um notkun hjálmanna. 

Hjálmar afhentir í Borgarnesi

 • 19.05.2009

Hjálmar afhentir í Borgarnesi 1.bekkur Grunnskólans í Borgarnesi fékk í morgun, afhenta reiðhjálahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip.  Af því tilefni voru lögregluþjónn og skólahjúkrunarfræðingur með fræðslu um öryggi í umferðinni og notkun hjálma.

Kiwanisklúbburinn Súlur afhendir hjálma.

 • 18.05.2009

Kiwanisklúbburinn Súlur afhendir hjálma. Nú um helgina afhentu félagar út Kiwanisklúbbnum Súlum öllum krökkunum í 1. bekk Grunskóla Ólafsfirði reiðhjólahjálma.

Kiwanis og Eimskip gefa reiðhjólahjálma.

 • 15.05.2009

Kiwanis og Eimskip gefa reiðhjólahjálma. Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
- tæplega 10% þjóðarinnar hafa fengið hjálma  síðustu sex ár Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskip gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt  átak  Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að   auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins.  Alls verða 4200  reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskip vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Aðalfundur Mosfells

 • 14.05.2009

Aðalfundur Mosfells Aðalfundur Mosfells var haldinn  13. maí s.l. Auk venjulegra fundarstarfa var opnuð heimasíða klúbbsins og heiðraðir tveir félagar.
Erlendur Fjeldsted hefur haft veg og vanda að gerð heimasíðunnar í samvinnu við Tómas Sveinsson intenetstjóra Umdæmisins og er síðan vistuð í nýja umsýlsukerfinu SmartWebber hjá Smart Media.

Hjálmaafhending

 • 14.05.2009

Hjálmaafhending Þá hefur fyrsta afhending hjálma farið fram eð viðstöddum embættismönnum hreyfingarinnar, lögreglu o.fl en það voru sjöára börn í Norðlingaskóla sem fengu afhenta fyrstu hjálmana í ár.

Hjálmasending

 • 13.05.2009

Hjálmasending Flytjandi er búinn að taka á móti hjálmum til klúbba úti á landi sem búnir eru að senda inn tölur. Fyrsta afhending er hjá Eimskipum og myndin af Emskipshúsinu er til glöggvunar fyrir þá sem vilja vera með okkur fimmtudaginn 17 maí kl 11.00

Hjálmanefnd

 • 12.05.2009

Hjálmanefnd Það sem er að frétta af hjálmaverkefni í dag er að gámurinn er kominn til okkar og allir hjálmar sem Flytjandi sér um að flytja fyrir okkur fer í bílinn á miðvikudaginn. En hjálmar á Reykjavíkursvæðinu verða afhentir úr gámnum sem er staddur vestan við Flytjanda ( sami staður og við höfum veið á )

Frá þingnefnd

 • 12.05.2009

Frá þingnefnd Hér kemur tilkynning frá þingnefnd en nú eru málin að skýrast með þingið og búið að ákveða þinggjöldin, gistingu, galaball o.fl

39. Umdæmisþing

 • 07.05.2009

39. Umdæmisþing Nú hefur ver ákveðið að 39 umdæmisþingið  verður haldið í Kiwanishúsinu við Engjateig dagana 11 - 13 september. Þessar hræringar eru dæmi um hvernig kreppan bítur á öllum sviðum og allir verða að spara eins og hægt er.

Dansleikur fyrir fatlaða.

 • 03.05.2009

Dansleikur fyrir fatlaða. Samstarfsverkefni Kiwanisklúbba í Hafnarfirði,
Garðabæ og Kópavogi 2009
Dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga
verður haldinn í Kirkjuhvoli safnaðarheimili
Vídalínskirkju
í Garðabæ sunnudaginn 10. maí
hefst kl. 17:00 og lýkur 19:00

Kiwanishjálmarnir

 • 29.04.2009

Kiwanishjálmarnir

Kiwanishjálmarnir koma til landsins í viku 19.Þegar búið er að tollafgreiða og taka til pantanir út á land verður fyrsta afhending hjálma til nemenda í Norðlingaskóla 14 maí kl 11.Strax eftir afhendingu í Norðlingaskóla verður afhent til klúbba á Reykjavíkursvæðinu. Staðsetning á gám verður auglýst síðar.