Blátt áfram - Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar

Blátt áfram - Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar

  • 02.06.2009

Laugardaginn 13. júní 2009
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).
Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið og í þetta sinn mun allur ágóði af mótinu
renna til Blátt áfram, sem eru sjálfstæð félagasamtök, en tilgangur samtakanna er að
efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Allur ágóði af mótinu
verður nýttur til að bjóða grunnskólakennurum í Kópavogi að sitja námskeið verndara
barna.
Leikið verður Texas scramble (tveir saman í liði) og ræst út af öllum teigum samtímis.
Verðlaun fyrir fyrsta sæti er Borgarferð frá Heimsferðum auk þess sem keppt er um
veglegan farandbikar sem gefinn er af Ísspor. Aðrir vinningar eru frá golfversluninni
Erninum, Þrír Frakkar, Skinney-Þinganes, Símanum og fleirum.
Góðgerðargolfmót Eldeyjar er opið mót en aðeins þeir sem eru með virka forgjöf geta
unnið til verðlauna. Þátttökugjald er 5.000 kr. á mann
Skráning og nánari upplýsingar í mótaskrá www.golf.is