Eldey afhendir hjálma

Eldey afhendir hjálma

  • 22.05.2009

Í vikubyrjun hófu félagar í Kiwanisklúbbnum Eldey að dreifa Kiwanishjálum í grunnskóla í Kópavogi. Alls voru um 10 skólar heimsóttir og rúmlega 400 hjálmar fundu sér ný höfuð til að prýða og vernda. Myndirnar voru teknar í Höðruvallaskóla, en þar færðu kjörfélagar Eldeyjar þ.e., Konráð kjör-forseti og Óskar kjör-umdæmisstjóri 53 fyrstu bekkingum hjálmana.

Líklega er þetta ein stærsta fyrstu bekkjar skóladeild á landinu. Vel var tekið á móti félögunum og kynntu þeir verkefnið, aðkomu Eimskipa og markmið þess með dyggri aðstoð skólahjúkrunarfræðings. Krakkarnir fylgdust svo agndofa með þegar Hjálmur Eggertsson steig á svið og lék listir sínar. Mjög áhrifaríkt!!! Hjálmunum var síðan komið í þakklátar barnahendur og þakkað var sig fallegu brosi. Félagarnir voru sammála um að þetta sé skemmtilegt og gefandi verkefni og ósvikin ánægja, gleði og þakklæti krakkanna alltaf jafn hjartahlýjandi.
Með Kiwaniskveðju
Óskar