Frá Þingnefnd

Frá Þingnefnd

  • 07.08.2009

Þá eru línur að skýrast gagnvart umdæmisþinginu sem haldið veður í Reykjavík 11 til 13 september n.k.  Gefin verður út sérútgáfa af Kiwanisfréttum helguð þinginu. Þar verða allar skýrslur, greinar og kynningar birtar auk annarra nauðsynlegra upplýsinga varðandi þinghaldið, svo sem dagskrá þingsins, rútuferðir frá hóteli á þingstað og setningu.

Boðið verður upp á kaffi og mat báða þingdagana í Kiwanishúsinu Engjateig.
Þá verður samkv. venju boðið upp á makaferð á laugardeginum.
Reiknað er með fjögurra klst. ferð um nágrenni Reykjavíkur. Brottför frá Hótel Hafnarfirði kl.10:00. Lágmarksþátttaka 10 manns.
Við þingsetninguna í Laugarneskirkju verður tóntistaratriði á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar. Lokahófið verður glæsilegt. Þar verður fordrykkur í boði við komu. Matseðill kvöldsins er eftirfarandi: Forréttur; "New style" humarsúpa, sítrónugras, engifer og kókos.
Aðalréttur; Kryddjurtahjúpaður lambahryggsvöðvi með hvítum baunum, aspas, sætum tómat og rauðvínsanísgljáa.
Eftirréttur; Súkkulaðidúett: hvít og dökk súkkulaðimús með skógarberjum.
Nánar um veislustjórn og hljómsveit síðar. Vonast er til að miðaverð verði ekki hærra en kr. 6.500,-

Kveðja,

Guðm. R. Þorvaldsson, form. þingn.