Fréttapistill frá Sólborgu.

Fréttapistill frá Sólborgu.

  • 10.06.2009

Her meðfylgjandi er fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu í Hafnarfirði en margt hefur verið að gerast hjá þeim að undanförnu og starfið blómlegt eins og sjá má hér í þessum pistli.

15 ára afmæli Sólborgar 9. maí.

Það voru stoltar Sólborgarkonur sem fögnuðu 15 ára afmæli klúbbsins með kaffiboði þann 9.maí s.l. til að afhenda veglegasta styrk sem klúbburinn hefur veitt til þessa. Það var Elísa Sól 11 ára fötluð stúlka úr Hafnarfirði sem við styrktum með því að kaupa fyrir hana sérútbúinn rafmagnshjólastól og tók hún við gjöfinni ásamt fjölskyldu sinni.
Einnig voru viðstaddir þeir Hans Hafsteinsson, forseti Hraunborgar sem er móðurklúbburinn okkar, Guðjón Guðnason, svæðisstjóri Ægissvæðis og kjörumdæmisstjóri Óskar Guðjónsson og voru makar þeirra einnig með. Sólborgarfélagar voru þarna líka og vorum við djúpt snortnar þegar gjöfin var afhent því stúlkan var svo þakklát fyrir gjöfina.
Einnig voru 8 stofnfélagar Sólborgar heiðraðrar með silfurstjörnu í tilefni dagsins. Síðan hittust við félagar aftur um kvöldið ásamt mökum, borðuðum góðan mat og skemmtum okkur frameftir nóttu.



Sunnudaginn 10. maí 2009

Var haldið okkar árlega ball fyrir fatlaða en það er samstarfsverkefni Kiwanisklúbbanna Eldborgar, Hraunborgar, Sólborgar, Setbergs og Eldeyjar. Ballið var vel sótt að venju en um 80 manns auk  aðstoðarfólks í Kirkjulund í Garðabænum og skemmti sér konunglega við tónlist sem Snorri úr Idolinu og félagar sáu um.


Laugardaginn 16.maí 2009

var svo loka styrktarverkefnið á þessu vori, þegar öllum börnum fæddum 2002 var boðið í Kiwanishúsið við Helluhraun þar þeim var afhentur Kiwanis reiðhjólahjálmur að gjöf. Frábært veður var þennan dag og runnu grillaðar pylsur ljúflega ofan í börn og fullorðna ásamt smá nammi. Ekki skemmdi fyrir að mættir voru á planið lögreglumenn  auk sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna í fullum skrúða,  og  fengu börnin að kíkja á bílana hjá þeim. Einhverjir fengu mynd af sér með lögguhúfu, ekki leiðinlegt það.