FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ ÓÐINSSVÆÐIS

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ ÓÐINSSVÆÐIS

  • 15.06.2009

Eins og fram kom á Svæðisráðsstefnu Óðinssvæðis í vetur verður fjölskysduhátíðin okkar haldin dagana 26 – 28. júní n.k. að Breiðumýri í Reykjadal. Unnið er að undirbúningi og verður þetta með nokkuð hefðbundnu sniði. Dagskrá er í grófum dráttum eins og hér segir.

Föstudagur, svæðið opnað kl. 14.00. Fólk kemur sér fyrir og nýtur dagsins í óskipulagðri dagskrá
 
 Laugardagur,  Mótið formlega sett kl. 13.00 og fólk kynnir sig. Síðan verða leikir og létt gaman, Ýmsir leikir fyrir börnin og einnig  keppni milli klúbba í plankagöngu, körfubolta, vítaspyrnu o.fl. Þannig mun dagurinn líða fram til kl. 19.00. Þá verður sameiginlegur grillkvöldverður sem er innifalinn í þátttökugjaldinu. Síðar um kvöldið verður tendraður varðeldur með tilheyrandi söng og gleði.

 Sunnudagur, Mótsslit kl 13.00

 Mótsgjaldið er kr. 3.000.- og er kvöldverður á laugardagskvöldinu innifalinn. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri og hálft gjald fyrir 12 - 16 ára. Ég bið þig að kynna þetta fyrir félögum í þínum klúbbi, kanna þáttöku og láta mig vita fyrir 23. júní. Öll skemmtiatriði eru vel þeginn og þar sem stundum er hörgull á hljóðfæraleikurum og söngvurum eru þeir sem slíkum hæfileikum eru gæddir sérlega velkomnir. Samkvæmt nýustu fregnum er útlit fyrir einmuna veðurblíðu þessa helgi og vonandi sjáumst við sem flest að Breiðumýri.


     Með Kiwaniskveðju!

     Stefán Jónsson, svæðisstjóri.