Hjálmaafhending og aðalfundur Skjálfanda.

Hjálmaafhending og aðalfundur Skjálfanda.

  • 19.05.2009

Föstudaginn 15.maí afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, 7 ára börnum á sínu svæði reiðhjólahjálma, í blíðskaparveðri.  Einnig fengum við fulltrúa frá lögreglunni til að vera með fræðslu um notkun hjálmanna. 
Aðalfundur Skjálfanda var haldinn sunnudaginn 17.maí og var hann að þessu sinni  að Sultum í Kelduhverfi í boði Brynjars Halldórssonar forseta og frúar hans. Þar með eru Skjálfandamenn farnir í sumarfrí og vonast til að sjá sem flesta á Fjölskylduhátíð Óðinssvæðir sem haldin verður að Breiðumýri í Reykjadal Suður-Þing, síðustu helgina í Júní.  Óskum Kiwanisfélögum um allt land gleðilegs sumars.
Með Kiwaniskveðju
Guðmundur K Jóhannesson ritari Skjálfanda.