Kosning til vara Evrópuforseta.

Kosning til vara Evrópuforseta.

  • 06.06.2009

Evrópuþing Kiwanishreyfinaginnar var sett í gærkvöldi og hófust síðan þingstörf
 kl 9.00 í morgun og þar á meðal var kosning vara Evrópuforseta
þar sem okkar maður Andrés Hjaltason var í framboði, ásamt einum Norðmanni og Þjóðverja. Reglur eru þannig að ef engin fær hreinann meirihluta
fer fram önnur umferð þar sem kosið er á milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði.

Niðurstaða kosninganna var hins vegar sú að Þjóðverjinn fékk 97 atkvæði, Norðmaðurinn 85 atkvæði og Andrés fékk 82 atkvæði og vantaði þrjú atkvæði til þess að komast í aðra umferð.

Það voru 32 Íslendingar sem kusu og síðan studdu Hollendingar okkur en hins vegar voru 60 Ítalir búnir að lofa að styðja Andrés en greinilega hefur ekki orðið  að því og því fór sem fór,
 en við vonum að Andrés komi tvíefldur til leiks næst þegar hann bíður sig fram.