Sumarhátíð Óðinssvæðis

Sumarhátíð Óðinssvæðis

  • 09.07.2009

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin að Breiðumýri í Reykjadal 26.til 28.júní síðastliðin.Þátttaka var mjög góð eða rúmlega 120 mans.
Það var ekki hægt að hugsa sér betra veður en við fengum alla þrjá dagana sem við vorum þarna, sól og nánast logni.

Svæðið var opnað klukkan 14 á föstudag og hátíðinni slitið upp úr hádegi á sunnudag.

Við fórum í ótal leikir til dæmis vítakeppni,húllahopp,krikket,fríspí,plankaganga og síðast en ekki síst var hoppkastali fyrir börnin.

Á laugardagskvöldið var sameiginlegt grill þar sem komu fram óvænt skemmtiatriði frá börnum félaga, og eftir það varðeldur þar sem þátttakendur komu saman og sungu við undirleik harmonikku í boði Pálma.

Fyrir utan þær myndir sem hægt er að skoða hér að neðan, eru tugir mynda sem hægt er að skoða á heimasíðu kaldbaks.
( http://www.kiwanis.is/kaldbakur/Myndir/myndir.htm )

Stefán Jónsson Svæðisstjóri