Hekla 60 ára

Hekla 60 ára


Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir.  Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdaginn, sunnudaginn 14. Janúar síðastliðinn hélt Forseti Íslands móttöku fyrir Heklufélaga og umdæmisstjórnarmenn að Bessastöðum.  Var það hátíðleg og notalega  stund, þó svo að nýhafið eldgos í útjaðri Grindavíkur setti óneitanlega svip sinn á samkomuna.
Hátíðahöldum var svo framhaldið 1. mars síðastliðinn, þegar

boðið var til afmælisfundar í Kænunni í Hafnarfirði,  þar sem komu saman Heklufélagar og gestir þeirra ásamt umdæmisstjóra og svæðissstjóra Freyjusvæðis.
Á afmælisfundinum fór fram formleg inntökuathöfn þriggja nýrra félaga í Heklu, en þeir eru Haukur Alfreðsson, Ragnar Bogi Pedersen og Sveinn Kjartansson.
Þá voru veittar viðurkenningar og fengu Eyjólfur Sigurðsson og Ólafur G Karlsson afhent 60 ára meki Kiwanis og Sigurði R Péturssyni var veitt sérstök heiðursviðurkenning og gullstjarna með rúbín.
Íþróttasambandi fatlaðra var svo veittur veglegur styrkur í tilefni af þessum tímamótum og voru mættir frá Íþróttasambandinu þeir Þórður Árni Hjaltested formaður og Ólafur S Magnússon framkvæmdastjóri og veittu styrknum móttöku.