Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !


Kristjón Elvar Elvarsson  forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmundur Björgvinsson formaður Einstakra barna var næstur og fór yfir starf samtakanna stofnun þeirra og stöðu í dag og hvað landsöfnun Kiwanis munu gera fyrir samtökin. Ekki laust að sumir fundargesta hafi klökknað þegar hann sagði frá, þar á meðal persónulegri reynslu. 

Eiður Ævarsson formaður Markaðs og kynningarnefndar fór yfir

hvað það er að vera Kiwanisfélagi. 

Björn Bergmann Kristinsson talaði um Kiwaniumdæmið Ísland-Færeyjar og heimshreyfinguna KI um verkefni þess og hvað að vera í hreyfingunni gæfi mikið fyrir samfélagið. 

Næst talaði Stefán Brandur en hann er í stjórn K-dags fyrir Sögusvæði og K-dagtengill hjá Ós, fór hann betur yfir sögu K-dags á Íslandi í 50 ár. 

Næst kynnti Helgi Pálsson formaðu Fjölgunarnefndar umdæmis myndband frá Freyju Emilsdóttir forseta Kiwanisklúbbsins Freyju en myndbandið sýndi vel hvað það er skemmtilegt og gefandi að vera í Kiwanis en auðkennisverkefni Freyjanna er fjölskyldugarður og er þar þegar komin aparóla sem þær gáfu. 

Eyrún Ævarsdóttir sagði frá að hún hafi komið úr mikilli Kiwanisfjölskyldu og sagði hún frá mörgum skemmtilegu minningum sem tengdust hennar uppvexti en faðir hennar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Keilir. Kynnti hún sig fyrir fundargestum og áhuga að stofna kvennaklúbb. 

Næst tók til máls Sigurður Einar Sigurðsson verðandi kjörumdæmisstjóri og sagði frá verkefnum og styrkjum Kiwanisklúbbsins Ós frá stofnum klúbbsins til  til dagsins í dag en að öllu ólöstuðu er hjá Ós þau leiktæki sem við höfum gefið á leikskóla sveitarfélagsins gegnum tíðinna en þeir eru auðkennisverkefni klúbbsins. Að lokum ræddi hann um umdæmisþing í Færeyjum þar sem hann yrði kjörumdæmisstjóri og árið eftir er þing í Kópavogi þar sem hann verður umdæmisstjóri ef þingheimur kýs hann. Að lokum minntist hann á að það yrði umdæmisþing á Höfn í Hornafirði haustið 2026, þar sem nýr umdæmisstjóri myndi taka við. Minnti hann á kjörorð Kiwanis "Börnin fyrst og fremst"  

Kynningarfundurinn var haldin til að kynna Kiwanishreyfingunna og verkefni þess á  fundunum voru Kiwanisfélagar og áhugasamar konur sem ætla að kynna sér hvað Kiwanis vinnur að. Sigurður Einar sagði frá skilaboðum frá nokkrum áhugasömum konum sem ekki komust í þetta sinn og verður haft samband við þær. Forsetinn hjá Ós hann Kristjón sagði að fundi loknum yrði boðið uppá veislu í boði Kiwanisklúbbsins Ós og fóru allir saddir og glaðir af fundinum en fundarmenn voru á því að fundurinn hafi heppnast sérlega vel sem kynningar og fræðslufundur um Kiwanishreyfinguna.
Næst verður haldinn fundur með undirbúningshóp og vonandi verða fréttir fyrir næsta umdæmisfund í apríl.

MYNDIR HÉR