Góðgerðarmót Eldeyjar 2008

Góðgerðarmót Eldeyjar 2008

  • 17.06.2008

Góðgerðargolfmót Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi  var haldið á Golfvelli GKG laugardaginn 14. júní, 2008.   Mótið var haldið í blíðskaparveðri og tóku um sjötíu manns þátt í þessu fyrsta góðgerðarmóti klúbbsins.  Klúbburinn lærði mikið af mótshaldinu og mun nýta sér reynsluna til að gera enn betur í framtíðinni. 

 Sorglega lítið af Kiwanisfélögum sá sér fært að taka þátt, en þó sást til fyrrverandi heimsforseta munda kylfurnar af myndarskap. Einnig fluttu margir Eldeyjarfélagar jarðveg til af mikilli snilld!!!  Eflaust hefði mátt kynna mótið betur í okkar röðum og ekki hjálpaði okkur að Landsmót Kiwanis var haldið daginn eftir.   En ekki þýðir að sýta það því dagurinn var frábær og ánægjan eftir því.  Fjölmargir klúbbfélagar og makar þeirra lögðu hart að sér til að gera þetta mót að veruleika, skipulögðu smáatriðin, söfnuðu styrkjum og gjöfum, mönnuðu veitingatjöld og krúsuðu um víðan völl með myndavélar í hendi. Útkoman var það ánægjuleg að ákveðið hefur verið að gera mótið að árlegum viðburði. 
Jafnframt því að spila skemmtilegan Texas Scramble áttu þátttakendur þess kost að reyna að vinna bíl með því að fara holu í höggi á sérstakri holu gegn vægu gjaldi. Glæsilegur  Ford Focus frá Brimborg var í boði, en bíllinn hafði betur þetta árið.
Mótið var veglega styrkt af Heimsferðum, Veitingastaðnum Þrír frakkar, Innes, Nevada Bob,  Holtabakaríi, Sportcafé, KB-Banka, Ís-spor, Brimborg, Tryggingarmiðstöðinni, K. Karlssyni, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Mýs og sögum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, sem og starfsfólki GKG fyrir frábært samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim sem spiluðu í mótinu að þessu sinni.  Þeir voru allir mjög ánægðir og vildu endilega fá að vera með að ári. Myndir og fréttir á heimasíðu Eldeyjar .
ÚRSLIT
Sigurvegarar í mótinu voru þeir Guðlaugur Kristjánsson og Gunnar Jóakimsson á 63 höggum nettó. Guðlaugur gerði svo gott um betur og sigraði á Landsmóti Kiwanis daginn eftir!!!
Nándarverðlaun á 2. holu fékk Jón Halldór Bergsson og  á 13. holu Einar Hafsteinsson.  Lengsta teighögg á 12. holu átti Guðlaugur Kristjánsson
Annars fóru leikar sem hér segir.
Sæti Nafn Nafn Br Fg  Nettó

 

Sæti

Nafn

Nafn

Br

Fg

Nettó

1

Guðlaugur Kristjánsson 

Jóakim Gunnar Jóakimsson

69

6

63

2

Ingvar Kristinsson

Hálfdan Þórir Markússon

71

7

64

3

Guðmundur Karlsson

Þorsteinn Sveinn Karlsson

71

6

65

4

Garðar Ingi Leifsson

Örn Rúnar Magnússon

68

3

65

5

Páll Þórir Hermannsson 

Ásta Mósesdóttir

78

11

67

6

Jóhann Sigurðsson

Einar Björgvin Birgisson

75

8

67

7

Helgi Benedikt Þorvaldsson 

Kristján Þór Gunnarsson

74

7

67

8

Jón Ásgeir Ríkarðsson 

Ingunn Einarsdóttir

74

6

68

9

Grétar Agnarsson

Jón P. Pálmason

71

3

68

10

Jón Halldór Bergsson 

Baldur Baldursson

70

2

68
Kiwaniskveðja
Óskar Guðjónsson
Forseti Eldeyjar
2007-2008